Landbúnaðarráð

94. fundur 12. febrúar 2015 kl. 08:15 - 10:30 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Jón Þórarinsson Formaður
 • Freyr Antonsson Varaformaður
 • Guðný Sverrisdóttir Aðalmaður
 • Gunnsteinn Þorgilsson Aðalmaður
 • Þorleifur Albert Reimarsson Varamaður
 • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Fjallgirðingar 2015

Málsnúmer 201502062Vakta málsnúmer

Til umræðu fyrirhugaðar breytingar á þáttöku sveitarfélagsins við viðhald fjallgirðinga á Árskógsströnd. Á fundinn mættir fulltrúi Vegagerðarinnar Pálmi Þorsteinsson.
Fulltrúi Vegagerðarinnar Pálmi Þorsteinsson útskýrði styrkjakerfi Vegagerðarinnar hvað varðar girðingar.
Ráðið þakkar Pálma fyrir greinargóðar upplýsingar.
Landbúnaðarráð felur sviðsstjóra að taka saman allar þær upplýsingar sem fyrir liggja og hugmyndir að nýju fyrirkomulagi varðandi fjallgirðingar og þær sendar bændum og landeigendum á Árskógsströnd til kynningar.

Fulltrúi Vegagerðarinnar Pálmi Þorsteinsson kom á fundinn 08:15 og fór yfir reglur Vegagerðarinnar er varða girðingar með þjóðvegum.
Pámil vék af fundi 09:10

2.Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa; endurskoðun í upphafi kjörtímabils.

Málsnúmer 201408022Vakta málsnúmer

Til kynningar endurskoðaðar siðareglur kjörinna fulltrúa.
Ráðið hefur kynnt sér siðareglurnar og gerir ekki athugasemdir.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Nefndarmenn
 • Jón Þórarinsson Formaður
 • Freyr Antonsson Varaformaður
 • Guðný Sverrisdóttir Aðalmaður
 • Gunnsteinn Þorgilsson Aðalmaður
 • Þorleifur Albert Reimarsson Varamaður
 • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs