Byggðaráð

720. fundur 11. desember 2014 kl. 13:00 - 15:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá Greiðri leið ehf:, Aukning hlutafjár í Greiðri leið ehf.

Málsnúmer 201412050Vakta málsnúmer

a) Tekið fyrir erindi frá Greiðri leið ehf., rafbréf dagsett þann 3. desember 2014, er varðar árlega hlutafjáraukningu. Fram kemur meðal annars að staðfest er að Höldur ehf. er reiðubúið að leggja fram 1,0 m.kr. í hlutafél á ári til ársins 2017, eða alls 4,0 m.kr. Í ljósi þeirra óskar að fá nýja hluthafa í Greiða leið ehf. þá er óskað eftir að hluthafar staðesti að þeir falli frá forkaupsrétti á 1,0 m.kr. sem Höldur ehf. er tilbúð að skrifa sig fyrir á árinu 2014 og óskað er staðfestingar með tölvupósti til Eyþings fyrir 6. desember n.k.

Sveitarstjóri upplýsti á fundinum að hann hefur sent rafpóst á Eyþing með þeirri staðfestingu að Dalvíkurbyggð falli frá forkaupsrétti á ofangreindri 1,0 m.kr.

b) Í lánasamningi Vaðlaheiðarganga hf. og ríkisins þá ber Greiðri leið ehf. að auka hlut sinn um 40 m.kr. árlega á árabilinu 2013-2017. Meðfylgjandi er skjal sem sýnir hvernig forkaupsréttur að þeim 39 m.kr. sem eftir standa skiptist á milli hluthafa. Þess er óskað að Dalvíkurbyggð nýti áskriftarrétt sinn innan tveggja vikna frá dagsetningu þessa bréfi og greiði fyrir hina nýju hluti fyrir 19. desember 2014. Forkaupsréttur Dalvíkurbyggðar er kr. 8.897 en eignarhlutur Dalvíkurbyggðar er 0,02% að nafnvirði kr. 48.834.
a) Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að falla frá forkaupsrétti.
b) Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að nýta sér forkaupsréttinn.

2.Fjárhagsáætlun 2014;Stöðumat janúar - september 2014; beiðnir um viðauka og greinargerðir.

Málsnúmer 201410309Vakta málsnúmer

Á 718. fundi byggðarráðs þann 20. nóvember s.l. var eftirfarandi bókað:
Sviðsstjóri fjármála-og stjórnsýslusviðs lagði fram og kynnti skil stjórnenda hvað varðar stöðumat á starfs- og fjárhagsáætlun 2014, janúar - september.

Almennt er mat stjórnenda að staða rekstrar og fjárfestinga er í lagi með nokkrum undantekningum. Eitt af því er málefni fatlaðra í málaflokki 02.
Með stöðumatinu fylgdi erindi frá sviðsstjóra félagsmálasviðs þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagáætlun 2014, deild 02-11 fjárhagsaðstoð, að upphæð kr. 2.200.000. Einnig óskar sviðsstjóri eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2014, deild 57-30, að upphæð kr. 2.560.000 vegna félagslegar íbúða, og kr. 160.000 vegna deildar 57-40 vegna hússjóða Félagslegra íbúða.
Með stöðumati umhverfis- og tæknisviðs fylgdi erindi frá sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 7. nóvember 2014, er varðar beiðnir um tilfærslur á milli deilda í málaflokki 31 er varðar viðhald.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra, sviðsstjóra félagsmálasviðs og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að senda erindi til Rætur bs. og óska eftir upplýsingum og skýringum í samræmi við umræður á fundinum.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að eiga fundi með einstökum stjórnendum um frávik frá heimildum í fjárhagsáætlun eftir því sem við á.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka að upphæð kr. 2.200.000, deild 02-11, sem er þá mætt með lækkun á handbæru fé.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs tilfærslur á milli deilda vegna viðhalds í málaflokki 31 með því skilyrði að þær tilfærslur séu innan fjárhagsramma.

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201412074Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

4.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Viðtalsaðstaða fyrir Vinnumálastofnun.

Málsnúmer 201412020Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 2. desember 2014, þar sem meðfylgjandi er afrit af svari sambandsins, dagsett 2. desember 2014, til Vinnumálastofnunar vegna meðfylgjandis erindis stofnunarinnar, dagsett þann 13. nóvember 2014, þar sem leitað er eftir stuðningi stjórnar sambandsins við ósk stofnunarinnar til sveitarfélaga um að fá endurgjaldslausa viðtalsaðstöðu hjá sveitarfélögum fyrir ráðgjafa stofnunarinnar þar sem á við vegna viðtala við atvinnuleitendur í viðkomandi sveitarfélögum.

Fram kemur í svari Sambandsins að stjórn Sambands íslenskra sveitarfélga tók jákvætt í erindi Vinnumálastofnunar enda fellur það að stefnumörkun sambandsins fyrir árin 2014-2018 um aukið samstarf.
Lagt fram.

5.Frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu; Styrkur vegna námsupplýsingakerfis.

Málsnúmer 201412049Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dagsett þann 25. nóvember 2014, þar sem upplýst er að mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur ákveðið að styrkja sveitarfélög og aðra rekstraraðila grunnskóla í landinum til að taka upp námsupplýsingakerfi er styður við innleiðingu nýrrar aðalnámskrar í grunnskólum landsins.
Upplýst er um eftirfarandi:
Styrkur til Árskógarskóla kr. 120.000.
Styrkur til Dalvíkurskóka kr. 190.000.

Meðfylgjandi er einnig kröfulýsing ráðuneytisins í tengslum við hugbúnaðinn.

Lagt fram og vísað til fræðsluráðs.

6.Frá innanríkisráðuneytinu; Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa; staðfesting.

Málsnúmer 201408022Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá innanríkisráðuneytinu, dagsett þann 1. desember 2014, þar sem fram kemur að ráðuneytið hefur móttekið endurskoðaðar siðareglur kjörinna fulltrúa í Dalvíkurbyggðar. Fram kemur að ráðuneytið hefur staðfest áðurnefndar siðareglur, sbr. ákvæði 29. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Ráðuneytið minnir á ákvæði 2. mgr. áður nefndrar greinar sveitarstjórnarlaganna þar sem kveðið er á um opinbera birtingu siðareglanna á vefsíðu sveitarfélagsins eða á anna sambærilegan hátt. Þá telur ráðuneytið rétt að í þeirri birtingu komi fram staðfesting ráðuneytins.
Lagt fram til upplýsingar.

7.Frá Alþingi; Frumvarp til laga um húsaleigubætur.

Málsnúmer 201412023Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur, dagsettur þann 2. desember 2014, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um húsaleigubætur (réttur námsmanna). Óskað er umsagnar eigi síðar en 23. desember n.k.
Lagt fram og vísað til félagsmálasviðs.

8.Frá Alþingi; Frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga.

Málsnúmer 201412063Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur, dagsettur þann 4. desember 2014, þar sem fram kemur að óskað er umsagnar um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (fasteignaskattur af atvinnuhúsnæði o.fl.), 366. mál. Óskað er umsagnar eigi síðar en 11. desember.
Lagt fram.

9.Frá formanni byggðarráðs; Tillaga um nýjan fundartíma byggðarráðs.

Málsnúmer 201412075Vakta málsnúmer

Formaður byggðarráðs leggur fram eftirfarandi tillögu:
Formaður byggðarráðs eftir samráð við aðra byggðarráðsmenn og starfsmenn fundanna, leggur fram þá tillögu til sveitarstjórnar að framvegis verði vikulegir fundir byggðarráðs á fimmtudögum kl. 13:00 -16:00 í stað frá kl. 8:15 - kl. 11:15.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að fundir byggðarráðs verði framvegis á fimmtudögum frá kl. 13:00.

10.Frá stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga; 822. fundur stjórnar.

Málsnúmer 201402022Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar 822. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 21. nóvember 2014.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 15:45.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs