Umhverfisráð

259. fundur 09. janúar 2015 kl. 09:00 - 11:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir Varaformaður
  • Karl Ingi Atlason Aðalmaður
  • Guðrún Anna Óskarsdóttir Aðalmaður
  • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Endurskoðun á deiliskipulags Hólahverfis

Málsnúmer 201412126Vakta málsnúmer

Til kynningar tillögur að breytingu á deiliskipulagi Hólahverfis, Dalvík.
Umhverfisráð leggur til að tillagan verði kynnt íbúum í raðhúsum nr 23-29 við Skógarhóla.

2.Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa; endurskoðun í upphafi kjörtímabils.

Málsnúmer 201408022Vakta málsnúmer

Til kynningar endurskoðaðar siðareglur kjörinna fulltrúa.
Ráðið hefur kynnt sér endurskoðaðar siðareglur.

3.Ósk um stækkun lóðar

Málsnúmer 201501009Vakta málsnúmer

Innkomið erindi frá Friðrik Friðrikssyni dags. 02.01.2015 þar sem óskað er eftir stækkun á lóð samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð hafnar umbeðinni stækkun.

4.Tillaga að Landsskipulagsstefnu 2015-2026 til kynningar

Málsnúmer 201501010Vakta málsnúmer

Til kynningar
Ráðið hefur kynnt sér gögnin og telur ekki ástæðu til að senda inn umsögn.

5.Gæðastjórnunarkerfi byggingarfulltrúa Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201412158Vakta málsnúmer

Til kynningar gæðastjórnunarkerfi byggingarfulltrúa Dalvíkurbyggðar.
Ráðið hefur kynnt sér efnið og gerir ekki athugasemdir.

6.Aðalskipulag Hörgársveitar 2012-2024 til umsagnar

Málsnúmer 201501011Vakta málsnúmer

Til umsagnar aðalskipulag Hörgársveitar 2012-2024
Ráðið felur sviðsstjóra að koma á framfæri eftirfarandi umsögn:
Þorvaldsdalur, innan marka Dalvíkurbyggðar, er hverfisverndaður í heild. Ákvæði snúa að verndun sérstakra landslagsgerða, jarðmyndana og búsetuminja; stórbrotins landslags og fjölbreyttra náttúruminja. Verndunin gæti fengið aukið vægi ef hún næði einnig til suðurhluta dalsins og þá til hverfisverndarsvæða nr. 2 og 36 þ.e. tveggja selja og hlaðinnar skilaréttar.

7.Endurskoðun á reglum fyrir snjómokstur

Málsnúmer 201401121Vakta málsnúmer

Til umræðu breytingar á áður samþykktum viðmiðunarreglum um snjómokstur í Dalvíkurbyggð.
Greidd voru atkvæði um tillögu að framlögðum breytingum og greiddu 4 á móti og einn með, Haukur Arnar Gunnarsson.
Greidd voru atkvæði um tillögu að framlögðum breytingum og greiddu 4 á móti og einn með
(Haukur Arnar Gunnarsson).

8.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201501032Vakta málsnúmer

Með rafpósti dags. 30.12.2014 óskar Anton Örn Brynjarsson AVH fyrir hönd eiganda Sólvangs um samþykki fyrir byggingaráformum vélageymslu samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við innsend gögn og felur sviðsstjóra að veita umbeðið samþykki.

9.Beiðni um styrk vegna samstarfsverkefnisins, Bændur græða landið og annarra verkefna í Dalvíkurbyggð á árinu 2014

Málsnúmer 201412124Vakta málsnúmer

Beiðni um styrk frá Landgræðslu ríkisins samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð samþykkir að veita umbeðinn styrk og felur sviðsstjóra að greiða styrk að upphæð kr. 10.000 vegna samstarfsverkefnisins, Bændur græða landið og annarra verkefna í Dalvíkurbyggð.

10.Samningur um Friðland Svarfdæla

Málsnúmer 201302077Vakta málsnúmer

Til kynningar skýrsla um Friðland Svarfdæla 2014.
Umhverfisráð hefur kynnt sér skýrsluna.

11.Úttekt slökkviliða haust 2014, Dalvík

Málsnúmer 201412080Vakta málsnúmer

Til kynning úttekt Mannvirkjastofnunar á slökkviliði Dalvíkur haustið 2014. Vilhelm Anton Hallgrímsson slökkviliðsstjóri kemur á fundinn og kynnir úttektina.
Umhverfisráð þakkar Vilhelm Antoni fyrir yfirferðina.

12.Umsögn um reglugerð um starfsemi slökkviliða

Málsnúmer 201409151Vakta málsnúmer

Til kynningar
Umhverfisráð hefur kynnt sér drögin.

13.Styrkbeiðni

Málsnúmer 201412021Vakta málsnúmer

Til umræðu styrkbeiðni vegna eldvarnarátaks
Ráðið felur sviðsstjóra að afla nánari upplýsinga um styrkbeiðnina fyrir næsta fund.

14.Réttindi reykkafara Dalvíkrubyggð

Málsnúmer 201412133Vakta málsnúmer

Til kynningar.
Umhverfisráð þakkar Vilhelm Antoni fyrir yfirferðina.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir Varaformaður
  • Karl Ingi Atlason Aðalmaður
  • Guðrún Anna Óskarsdóttir Aðalmaður
  • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs