Veitu- og hafnaráð

22. fundur 14. janúar 2015 kl. 08:15 - 11:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Pétur Sigurðsson Formaður
  • Óskar Óskarsson Varaformaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá
Gunnar Björn Þórhallsson og Steinmar Rögnvaldsson mættu til fundar kl. 10:00 og yfirgáfu fund kl 11:10.
Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson yfirgaf fundinn kl. 10:00.

1.Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa; endurskoðun í upphafi kjörtímabils.

Málsnúmer 201408022Vakta málsnúmer

Markmið þessara reglna er að skilgreina hátterni og viðmót sem kjörnum fulltrúum ber að sýna við störf sín á vegum Dalvíkurbyggðar.
Á fundinum voru siðareglurnar lesnar upphátt og ræddu ráðsmenn ýmsar greinar þeirra.
Lagt fram til kynningar.

2.Fundargerðir Hafnasambandsins 2014.

Málsnúmer 201401135Vakta málsnúmer

Á fundinum var kynnt fundargerð Hafnasambandsins nr. 370.
Lögð fram til kynningar.

3.Hafnasamlag Norðurlands, samráðsfundur.

Málsnúmer 201403115Vakta málsnúmer

Á síðasta kjörtímabili áttu stjórnir Hafnasambands Norðurlands og Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar viðræður um frekara samstarf og samvinnu.
Veitu- og hafnaráð óskar heimildar sveitastjórnar til að ganga til frekari viðræðna við Hafnasamband Norðurlands.

4.Hótelskip, Hanza

Málsnúmer 201404067Vakta málsnúmer

Á 19. fundi veitu og hafnarráðs þann 22. október síðastliðinn var eftirfarandi bókaði."Með vísan til 12. fundar veitu- og hafnaráðs,4. tl., en þar var lagður fram kynningarbæklingur um framangreint mál. Úlfar Eysteinsson,Magnús Garðarsson og Guðjón Steindórsson óskaðu eftir því að koma á fund ráðsins til þess að kynna verkefnið frekar.Veitu- og hafnaráð vísar erindinu til atvinnumála- og kynningarráðs og umhverfisráðs til skoðunar. Ráðið felur hafnastjóra að vinna málið áfram fram að næsta fundi."
Á 257. fundi umhverfisráðs var eftirfarandi fært til bókar. "Umhverfisráð hefur kynnt sér verkefnið."
"Atvinnumála- og kynningarráð hefur kynnt sér málið og leggur til að óskað verði eftir ítarlegi stofn- og viðskiptaáætlun þar sem fram kemur hvernig standa eigi að kostnaði við framkvæmdir á hafnarsvæðinu, fjármögnun og framtíðar rekstri verkefnisins.

Einnig leggur atvinnumála- og kynningarráð til að tekið verið saman hver áhrifin verði á hafnarsvæðið varðandi framkvæmdir og kostnað við uppbyggingu vegna starfseminnar."
Á 721. fundi byggðarráðs var eftirfarandi fært til bókar "Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka undir ofangreinda afgreiðslu atvinnumála- og kynningarráðs."
Á 6. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var eftirfarandi fært til bókar "Atvinnumála- og kynningaráð leggur til að haldinn verði fundur innanhúss með þeim starfmönnum sem þurfa að koma að málum. Þar verði gerð verkáætlun til að meta verkþætti og tímaramma verkefnisins."
12.01.2015 barst rafpóstur með fyrirspurnir um ýmis málefni varðandi hótelskipið frá Guðjóni Steindórssyni.
Sviðsstjóra falið að senda bréfritara bréf sem endurspeglar þær umræður sem áttu sér stað um verkefnið.

5.Gagnaveita Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201401123Vakta málsnúmer

Á fundinn voru mættir Gunnar Björn Þórhallsson og Steinmar Rögnvaldsson frá Tengi hf. Þeir gerður grein fyrir hugsanlegri áfangaskiptingu á uppbyggingu gagnaveitu í Dalvíkurbyggð.
Sviðsstjóra falið að yfirfara tillögurnar að teknu tilliti til umræðna sem áttu sér stað á fundinum. Stefnt er að öðrum fundi um mál gaganveitu nú í janúar.

6.Leiðbeiningar um uppbyggingu ljósleiðaraneta og ríkisaðstoðarreglur EES

Málsnúmer 201411118Vakta málsnúmer

Með bréfi, sem dagsett er 20. nóvember 2014, fylgdi vefslóð á "Leiðbeiningar um uppbyggingu ljósleiðaraneta og ríkisaðstoðarreglur EES". Fram kom í bréfinu einnig að innanríkisráðuneytið hefði óskað eftir þeim upplýsingum,sem fram koma í skýrslunni,í þeirri viðleitni að styðja við undirbúning og framkvæmd við uppbyggingu ljósleiðarakerfa á vegum obinberra aðila, einkum sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 11:00.

Nefndarmenn
  • Pétur Sigurðsson Formaður
  • Óskar Óskarsson Varaformaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs