Byggðaráð

705. fundur 28. ágúst 2014 kl. 08:15 - 12:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Félagslegar íbúðir; Leiga og sala á íbúðum í eigu Dalvíkurbyggðar; staða mála.

Málsnúmer 201408041Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 8:15.

Til umræðu staða mála hvað varðar útleigu og sölu á íbúðum í eigu Dalvíkurbyggðar.

Sveitarfélagið á nú 18 íbúðir á Dalvík og 13 íbúðir á Árskógsströnd eða alls 31 íbúð. Allar íbúðirnar eru í útleigu nema ein á Árskógsströnd.

Stefnt hefur verið á til lengri tíma að sveitarfélagið eigi 4 íbúðir til ráðstöfunar á Dalvík, þar að auki eru 2 fyrir aldraða í Kirkjuvegi og 1 íbúð í Skógarhólum vegna Skammtímavistunar. Á Árskógsströnd er gert ráð fyrir að eiga 3 íbúðir til lengri tíma. Alls 10 íbúðir.

Eyrún vék af fundi kl. 08:51.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að stefna að því að fækka íbúðum í eigu Dalvíkurbyggðar um um það bil helming á næstu 3 árum. Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá faglegt verðmat á öllum íbúðum í eigum Dalvikurbyggðar. Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að koma með tillögu að sölu íbúða.

2.Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa; endurskoðun í upphafi kjörtímabils.

Málsnúmer 201408022Vakta málsnúmer

Á 704. fundi byggðarráðs þann 21. ágúst 2014 var eftirfarandi bókað:
Með fundarboði byggðarráðs fylgdu gildandi siðareglur kjörinna fulltrúa í Dalvíkurbyggð. Samkvæmt 9. lið reglnanna skulu siðareglur þessar teknar til umræðu í bæjarstjórn í upphafi hvers kjörtímabils og endurskoðaðar ef þörf þykir.

Byggðarráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að uppfæra reglurnar þannig að bæjarfulltrúi verði sveitarstjórnarfulltrúi.
Reglurnar komi fyrir byggðarráð að nýju.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdu uppfærð drög í samræmi við ofangreint.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að siðareglum fyrir kjörna fulltrúa í Dalvíkurbyggð eins og þær liggja fyrir og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

3.Frá slökkviliðsstjóra; Beiðni um viðbótarfjárveitingu til smíði á slöngulagnabíl.

Málsnúmer 201408050Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar, bréf dagsett þann 26. ágúst 2014, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2014 vegna slöngulagnabíls.

Á gildandi fjárhagsáætlun er heimild fyrir kr. 5.000.000. Heildarkostnaður við bílinn er í dag orðinn kr. 4.523.603 og óskað er eftir kr. 1.500.000 til viðbótar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu og óskar eftir nánari upplýsingum.

4.Frá 253. fundi umhverfisráðs; Frá Helgu Björk Eiríksdóttur; Umsókn um endurnýjun á byggingarleyfi.

Málsnúmer 201408008Vakta málsnúmer

Á 704. fundi byggðarráðs þann 21. ágúst 2014 var frestað afgreiðslu á eftirfarandi lið frá 253. fundi umhverfisráðs frá 8. ágúst 2014,8. liður, og samþykkt að óska frekari upplýsinga.

201408008 - Umsókn um endurnýjun á byggingarleyfi
Með rafpósti dags. 01. ágúst 2014 óskar Logi Már Einarsson fyrir hönd lóðarhafa Hamars lóð B3 eftir endurnýjun á byggingarleyfi samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð samþykkir með fjórum atkvæðum og felur sviðsstjóra að ganga frá endurnýjun á leyfinu þegar tilskilin gögn hafa borist. Kristín Dögg Jónsdóttir situr hjá.

Formaður byggðarráðs upplýsti að nýtt deiliskipulag hefur ekki tekið gildi.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs og umsókn um endurnýju á byggingarleyfi.

5.Frá Ríkisútvarpinu; Þátttaka í spurningaþættinum Útsvari.

Málsnúmer 201408040Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Ríkisútvarpinu, rafpóstur dagsettur þann 25. ágúst 2014, þar sem fram kemur að Útsvar verður á dagskrá áttunda veturinn í röð og óskar eftir staðfestingu á þátttöku sem allra fyrst.
Óskað er jafnframt eftir nöfnum, símanúmerum og netföngum keppenda sem allra fyrst.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð taki þátt og felur upplýsingafulltrúa auglýsa eftir tilnefningum á heimasíðu sveitarfélagsins og halda utan um.

6.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201311134Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

7.Fjárhagsáætlun 2015; Álagning fasteigna- og þjónustugjalda.

Málsnúmer 201408033Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar álagning fasteigna- og þjónustugjalda fyrir árið 2015 í tengslum við vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2015-2018.
Lagt fram.

8.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 15

9.Heimsókn byggðarráðs í Byggðasafnið Hvol kl. 11:00.

Málsnúmer 201408052Vakta málsnúmer

Eftir fund byggðarráðs fór byggðarráð ásamt sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs í heimsókn í Byggðasafnið Hvol. Forstöðumaður og sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs buðu sveitarstjórn og menningarráði.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs