Fyrirtækjaþing 2014.

Málsnúmer 201407034

Vakta málsnúmer

Atvinnumála- og kynningarráð - 1. fundur - 10.07.2014

Samkvæmt starfsáætlun og erindisbréfi atvinnu- og kynningarmálaráðs er gert ráð fyrir að staðið verði árlega að fyrirtækjaþingi.

Til umræðu á fundinum hvert þema þingsins ætti að vera í ár, fyrirkomulag og hvenær það yrði sett á dagskrá.
Atvinnumála- og kynningarráð felur upplýsingafulltrúa að skoða þær hugmyndir áfram sem fram komu.

Atvinnumála- og kynningarráð - 2. fundur - 03.09.2014

Síðustu ár hafa verið haldin fyrirtækjaþing í Dalvíkurbyggð. Efni fyrirtækjaþinganna hafa verið ýmis svo sem hafnarstarfsemi, ferðaþjónusta, efnahagsmál og fleira.

Til umræðu þema þingsins, dagskrá og tímasetning.

Lilja Björk vék af fundi undir þessum lið kl. 15:17.
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 4 atkvæðum að fyrirtækjaþing 2014 verði haldið um húsnæðismál, nýbyggingar, í sveitarfélaginu. Þingið verði í nóvember.

Atvinnumála- og kynningarráð óskar eftir samstarfi byggðarráðs og umhverfisráðs og óskar eftir tilnefningu á einum fulltrúa í vinnuhóp frá hverju ráði til að koma að fyrirtækjaþinginu. Fyrir hönd atvinnumála- og kynningarráðs verði upplýsingarfulltrúi í vinnuhópnum og formaður. Einnig komi sveitarstjóri og viðkomandi sviðsstjórar fagsviða að undirbúningi.

Lagt er til að vinna kjörinna fulltrúa í vinnuhópnum verið launuð.

Atvinnumála- og kynningarráð - 3. fundur - 15.10.2014

Á síðasta fundi atvinnumála - og kynningarráðs var eftirfarandi bókað:

Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 4 atkvæðum að fyrirtækjaþing 2014 verði haldið um húsnæðismál, nýbyggingar, í sveitarfélaginu. Þingið verði í nóvember.

Atvinnumála- og kynningarráð óskar eftir samstarfi byggðarráðs og umhverfisráðs og óskar eftir tilnefningu á einum fulltrúa í vinnuhóp frá hverju ráði til að koma að fyrirtækjaþinginu. Fyrir hönd atvinnumála- og kynningarráðs verði upplýsingarfulltrúi í vinnuhópnum og formaður. Einnig komi sveitarstjóri og viðkomandi sviðsstjórar fagsviða að undirbúningi.

Lagt er til að vinna kjörinna fulltrúa í vinnuhópnum verið launuð.


Haldinn hefur verið einn fundur í undirbúningshóp en í honum sitja Börkur Þór Ottósson, Helga Íris Ingólfsdóttir, Gunnþór E. Gunnþórsson, Bjarni Th. Bjarnason, Freyr Antonsson, Margrét Víkingsdóttir og Guðrún Pálína Jóhannsdóttir.

Formaður ráðsins og upplýsingafulltrúi fóru yfir niðurstöður fyrsta fundar, hugmyndir að dagskrá og næstu skref.

Atvinnumála og kynningarráð samþykkir með 4 atkvæðum að fyrirtækjaþing verði haldið 20. nóvember 2014.

Atvinnumála- og kynningarráð - 5. fundur - 03.12.2014

Fimmtudaginn 20. nóvember s.l. var haldið í Bergi fyrirtækjaþing undir yfirskriftinni; Húsnæðismarkaðurinn í Dalvíkurbyggð. Markmið þingsins var að skoða og ræða stöðu á húsnæðismarkaði sveitarfélagsins með áherslu á nýbyggingar. Flutt voru erindi sem tengdust málefninu auk þess voru fyrirspurnir og umræður í sal.
Atvinnumála- og kynningarráð leggur til að fá Benedikt Sigurðarson, framkvæmdastjóra Búseta, á næsta fund ráðsins til að fara nánar yfir hugmyndir sem komu upp á þinginu.

Atvinnumála- og kynningarráð - 6. fundur - 07.01.2015

Á 5. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 3. desember s.l. lagði ráðið til að fá Benedikt Sigurðarson, framkvæmdastjóra Búseta á Norðurlandi, á næsta fund ráðsins til að fara nánar yfir þær hugmyndir sem upp komu á ofangreindu þingi sem haldið var þann 20. nóvember 2014.

Benedikt Sigurðarson kom inn á fundinn kl. 13:00.
Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri, kom á fundinn undir þessum lið kl. 13:00.

Til umræðu ofangreint.

Benedikt vék af fundi kl.14:15.
Atvinnumála- og kynningarráð þakkar Benedikt fyrir komuna og þær upplýsingar sem fram komu á fundinum.

Ráðið felur upplýsingafulltrúa að ræða við Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar um greiningu á almenna húsnæðismarkaðinum í Dalvíkurbyggð.

Ráðið leggur einnig til að byggðaráð skoði hagkvæmni þess að selja íbúðir í eigu Dalvíkurbyggðar inn í sjálfseignastofnun eða leigufélag.

Ráðið beinir því til byggðaráðs að verkefni húsnæðisnefndar samkv. lögum um húsnæðismál nr. 44/1998, 13. og 14. grein, verði fundinn staður innan stjórnkerfis Dalvíkurbyggðar.

Byggðaráð - 724. fundur - 22.01.2015

Á 723. fundi byggðarráðs þann 15. janúar 2015 var tekin fyrir tilvísun frá atvinnumála- og kynningarráði að verkefni húsnæðisnefndar samkvæmt lögum um húsnæðismál nr. 44/1998, 13. og 14. gr. verði fundin staður innan stjórnkerfis Dalvíkurbyggðar. Byggðarráð samþykkti að vísa þessum til umsagnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti að samkvæmt svari Sambands íslenskra sveitarfélaga þá heyrir það til algerra undantekninga að sveitarfélögin séu að skipa og starfrækja sérstakar húsnæðisnefndir samkvæmt upplýsingum sem Sambandið hefur nýlega aflað sér. Lagaramminn gefur sveitarfélögum í raun sjálfdæmi um það hvaða leið er valin í þessu efni og nákvæmlega ekkert við því að segja að þau velji að vista verkefnin hjá öðrum nefndum og ráðum. Fram kom einnig að Sambandið reiknar með að tekin verði umræðu um það í tengslum við væntanlega endurskoðun á lögum nr. 44/1998 hvort ákvæðin um lögbundin verkefni sveitarfélaga í húsnæðsmálum verði gerð almennari og tekið út að húsnæðisnefndir starfi. Sveitarfélögum yrði eftir sem áður heimilt að starfrækja slíkar nefndir ef vilji er til og þá á grundvelli 39. gr. sveitarstjórnarlaga.

Lagt fram til kynningar.

Atvinnumála- og kynningarráð - 8. fundur - 11.03.2015

Á 6. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var eftirfarandi bókað:



Ráðið felur upplýsingafulltrúa að ræða við Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar um greiningu á almenna húsnæðismarkaðinum í Dalvíkurbyggð.



Ráðið leggur einnig til að byggðaráð skoði hagkvæmni þess að selja íbúðir í eigu Dalvíkurbyggðar inn í sjálfseignastofnun eða leigufélag.



Ráðið beinir því til byggðaráðs að verkefni húsnæðisnefndar samkv. lögum um húsnæðismál nr. 44/1998, 13. og 14. grein, verði fundinn staður innan stjórnkerfis Dalvíkurbyggðar.



Fyrirspurn hefur verið send á Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar vegna greiningar á almenna húsnæðismarkaðinum í Dalvíkurbyggð en engin svör borist enn.



Varðandi hina liðina tvo var eftirfarandi bókað á 724. fundi byggðaráðs Dalvíkurbyggðar:



Á 723. fundi byggðarráðs þann 15. janúar 2015 var tekin fyrir tilvísun frá atvinnumála- og kynningarráði að verkefni húsnæðisnefndar samkvæmt lögum um húsnæðismál nr. 44/1998, 13. og 14. gr. verði fundinn staður innan stjórnkerfis Dalvíkurbyggðar. Byggðarráð samþykkti að vísa þessum lið til umsagnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.



Á 7. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var eftirfarandi bókað:



Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti að samkvæmt svari Sambands íslenskra sveitarfélaga þá heyrir það til algerra undantekninga að sveitarfélögin séu að skipa og starfrækja sérstakar húsnæðisnefndir samkvæmt upplýsingum sem Sambandið hefur nýlega aflað sér. Lagaramminn gefur sveitarfélögum í raun sjálfdæmi um það hvaða leið er valin í þessu efni og nákvæmlega ekkert við því að segja að þau velji að vista verkefnin hjá öðrum nefndum og ráðum. Fram kom einnig að Sambandið reiknar með að tekin verði umræða um það í tengslum við væntanlega endurskoðun á lögum nr. 44/1998 hvort ákvæðin um lögbundin verkefni sveitarfélaga í húsnæðsmálum verði gerð almennari og tekið út að húsnæðisnefndir starfi. Sveitarfélögum yrði eftir sem áður heimilt að starfrækja slíkar nefndir ef vilji er til og þá á grundvelli 39. gr. sveitarstjórnarlaga.

Lagt fram til kynningar.



Á fundinn kom kl. 14:00 Elva Gunnlaugsdóttir, verkefnisstjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, til að skoða mögulega aðkomu AFE að greiningu á almenna húsnæðismarkaðinu í Dalvíkurbyggð.



Elva víkur af fundi kl. 14:38.
Atvinnumála- og kynningarráð þakkar Elvu fyrir komuna. Elva mun skoða, í samráði við annað starfsfólk Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, hvernig aðkoma AFE að þessu máli gæti verið og senda tillögur á atvinnumála- og kynningarráð.

Atvinnumála- og kynningarráð - 10. fundur - 06.05.2015

Á 8. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var meðal annars eftirfarandi bókað:



Á fundinn kom kl. 14:00 Elva Gunnlaugsdóttir, verkefnisstjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, til að skoða mögulega aðkomu AFE að greiningu á almenna húsnæðismarkaðinu í Dalvíkurbyggð.



Elva víkur af fundi kl. 14:38.



Atvinnumála- og kynningarráð þakkar Elvu fyrir komuna. Elva mun skoða, í samráði við annað starfsfólk Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, hvernig aðkoma AFE að þessu máli gæti verið og senda tillögur á atvinnumála- og kynningarráð



Upplýsingafulltrúi upplýsti um tölvupóst, sem barst frá Elvu 30. apríl 2015. Þar kemur meðal annars fram að líklega verði myndaður starfshópur um heildar úttekt á húsnæðismarkaðnum í Eyjafirði.
Til kynningar.

Atvinnumála- og kynningarráð - 17. fundur - 02.03.2016

Á 10. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var eftirfarandi bókað:



"Á 8. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var meðal annars eftirfarandi bókað:



Á fundinn kom kl. 14:00 Elva Gunnlaugsdóttir, verkefnisstjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, til að skoða mögulega aðkomu AFE að greiningu á almenna húsnæðismarkaðinu í Dalvíkurbyggð.



Elva víkur af fundi kl. 14:38.



Atvinnumála- og kynningarráð þakkar Elvu fyrir komuna. Elva mun skoða, í samráði við annað starfsfólk Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, hvernig aðkoma AFE að þessu máli gæti verið og senda tillögur á atvinnumála- og kynningarráð.



Upplýsingafulltrúi upplýsti um tölvupóst, sem barst frá Elvu 30. apríl 2015. Þar kemur meðal annars fram að líklega verði myndaður starfshópur um heildar úttekt á húsnæðismarkaðnum í Eyjafirði."



Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti á fundinum að samkvæmt rafpósti dagsettum þann 8. febrúar 2016 frá framkvæmdastjóra AFE þá hefur Valtýr Sigurbjarnarson verið ráðinn í það verkefni hjá AFE að taka saman upplýsingar um stöðu á fasteignamarkaði í Eyjafirði og horfur á næstu misserum. Niðurstaðan á geta gagnast sveitarstjórnarmönnum við að meta stöðuna á fasteignamarkaði gagnvart íbúum og atvinnulífi, bæði á sínum nærsvæðum og í Eyjafirði öllum. Reiknað er með að verkefnið taki mánuð í vinnslu.
Lagt fram til kynningar.

Atvinnumála- og kynningarráð - 20. fundur - 15.06.2016

Á 17. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 2. mars síðastliðinn var meðal annars eftirfarandi bókað:





"Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti á fundinum að samkvæmt rafpósti dagsettum þann 8. febrúar 2016 frá framkvæmdastjóra AFE þá hefur Valtýr Sigurbjarnarson verið ráðinn í það verkefni hjá AFE að taka saman upplýsingar um stöðu á fasteignamarkaði í Eyjafirði og horfur á næstu misserum. Niðurstaðan á geta gagnast sveitarstjórnarmönnum við að meta stöðuna á fasteignamarkaði gagnvart íbúum og atvinnulífi, bæði á sínum nærsvæðum og í Eyjafirði öllum. Reiknað er með að verkefnið taki mánuð í vinnslu."



Skýrslan er komin út og er meðfylgjandi fundarboði ráðsins. Voru niðurstöður hennar kynntar af Valtý Sigurbjarnasyni á ársfundi AFE þann 9.júní síðastliðinn og verður hún aðgengileg á heimasíðu AFE.



Skýrslan er jafnframt til umfjöllunar á fundi byggðaráðs á morgun.
Atvinnumála- og kynningaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við byggðaráð að óskað verði eftir, til að fá heildaryfirsýn, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga samantekt á því hvaða leiðir eru sveitarfélögum færar til þess að örva húsnæðismarkaðinn og fjölga valkostum á leiguhúsnæði á landsbyggðinni, hvort sem það er sveitarfélögin ein og sér sem standa að málum og/eða í samstarfi við aðra aðila, s.s. ASÍ,Búseta. Í framhaldinu verði skoðað hvort ástæða sé til þess að setja á laggirnar sérstakan vinnuhóp um húsnæðismarkaðinn í Dalvíkurbyggð.

Byggðaráð - 780. fundur - 16.06.2016

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi skýrsla Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar "Greinargerð um húsnæðismál við utanverðan Eyjafjörð" sem unnin var af Valtýr Sigurbjarnarsyni í mars 2016. Skýrslan var kynnt á ársfundi AFE þann 9. júní s.l.



Ofangreint skýrsla var til umjöllunar á 20. fundi atvinnumála- og kynningaráðs þann 15. júní s.l. og eftirfarandi var meðal annars bókað:





"Atvinnumála- og kynningaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við byggðaráð að óskað verði eftir, til að fá heildaryfirsýn, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga samantekt á því hvaða leiðir eru sveitarfélögum færar til þess að örva húsnæðismarkaðinn og fjölga valkostum á leiguhúsnæði á landsbyggðinni, hvort sem það er sveitarfélögin ein og sér sem standa að málum og/eða í samstarfi við aðra aðila, s.s. ASÍ,Búseta. Í framhaldinu verði skoðað hvort ástæða sé til þess að setja á laggirnar sérstakan vinnuhóp um húsnæðismarkaðinn í Dalvíkurbyggð. "





Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka undir afgreiðslu atvinnumála- og kynningarráðs.

Byggðaráð - 789. fundur - 01.09.2016

Á 780. fundi byggðaráðs þann 16. júní 2016 var eftirfarandi bókað:

"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi skýrsla Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar "Greinargerð um húsnæðismál við utanverðan Eyjafjörð" sem unnin var af Valtýr Sigurbjarnarsyni í mars 2016. Skýrslan var kynnt á ársfundi AFE þann 9. júní s.l. Ofangreint skýrsla var til umjöllunar á 20. fundi atvinnumála- og kynningaráðs þann 15. júní s.l. og eftirfarandi var meðal annars bókað: "Atvinnumála- og kynningaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við byggðaráð að óskað verði eftir, til að fá heildaryfirsýn, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga samantekt á því hvaða leiðir eru sveitarfélögum færar til þess að örva húsnæðismarkaðinn og fjölga valkostum á leiguhúsnæði á landsbyggðinni, hvort sem það er sveitarfélögin ein og sér sem standa að málum og/eða í samstarfi við aðra aðila, s.s. ASÍ,Búseta. Í framhaldinu verði skoðað hvort ástæða sé til þess að setja á laggirnar sérstakan vinnuhóp um húsnæðismarkaðinn í Dalvíkurbyggð. "

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka undir afgreiðslu atvinnumála- og kynningarráðs. "





Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að samantekt frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, sbr. rafpóstur þann 24. ágúst 2016, er varðar áhrif nýrrar húsnæðislöggjafar gagnvart sveitarfélögum - drög 10.



Lagt fram.

Atvinnumála- og kynningarráð - 21. fundur - 14.09.2016

Á 789. fundi byggðaráðs var meðal annars eftirfarandi bókað:



"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi skýrsla Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar "Greinargerð um húsnæðismál við utanverðan Eyjafjörð" sem unnin var af Valtý Sigurbjarnarsyni í mars 2016. Skýrslan var kynnt á ársfundi AFE þann 9. júní s.l. Ofangreind skýrsla var til umjöllunar á 20. fundi atvinnumála- og kynningaráðs þann 15. júní s.l. og eftirfarandi var meðal annars bókað: "Atvinnumála- og kynningaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við byggðaráð að óskað verði eftir, til að fá heildaryfirsýn, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga samantekt á því hvaða leiðir eru sveitarfélögum færar til þess að örva húsnæðismarkaðinn og fjölga valkostum á leiguhúsnæði á landsbyggðinni, hvort sem það eru sveitarfélögin ein og sér sem standa að málum og/eða í samstarfi við aðra aðila, s.s. ASÍ,Búseta. Í framhaldinu verði skoðað hvort ástæða sé til þess að setja á laggirnar sérstakan vinnuhóp um húsnæðismarkaðinn í Dalvíkurbyggð. "

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka undir afgreiðslu atvinnumála- og kynningarráðs. "



Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samantekt frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, sbr. rafpóstur þann 24. ágúst 2016, er varðar áhrif nýrrar húsnæðislöggjafar gagnvart sveitarfélögum - drög 10."

Atvinnumála-og kynningarráð leggur til að núverandi vinnuhópur um húsnæðismál útvíkki hlutverk sitt og taki málefni almenna húsnæðismarkaðarins fyrir líka.

Byggðaráð - 793. fundur - 29.09.2016

Á 283. fundi sveitarstjórnar þann 20. september s.l. var samþykkt sú tillaga atvinnumála- og kynningarráðs að núverandi vinnuhópur um húsnæðismál útvíkki hlutverk sitt og taki málefni almenna húsnæðismarkaðarins fyrir líka.



Á sama fundi sveitarstjórnar var jafnframt samþykkt sú tillaga að vísa til byggðaráðs að gert verði nýtt erindisbréf fyrir vinnuhópinn.



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að uppfærðu erindisbréfi fyrir vinnuhópinn.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar breytingar á erindisbréfi vinnuhópsins.