Atvinnumála- og kynningarráð

21. fundur 14. september 2016 kl. 13:00 - 15:40 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson Formaður
  • Sölvi H Hjaltason Varaformaður
  • Rúna Kristín Sigurðardóttir aðalmaður
  • Bára Höskuldsdóttir aðalmaður
  • Jón Steingrímur Sæmundsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
  • Margrét Víkingsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Margrét Víkingsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Þjónustusamningur milli Dalvíkurbyggðar og Markaðsstofu ferðamála

Málsnúmer 201606078Vakta málsnúmer

Á 782. fundi byggðaráðs var eftirfarandi bókað:

,,Tekið fyrir rafbréf frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsett þann 21. júní 2016, er varðar þjónustusamning á milli Dalvíkurbyggðar og Markaðsstofu Norðurlands. Meðfylgjandi eru drög samningi með gildistíma 1. janúar 2016 - 31. desember 2018. Samningurinn er uppsegjanlegur árlega, uppsögn miðast við áramót með þriggja mánaða fyrirvara.



Til umræðu ofangreint.



Margrét vék af fundi kl.14:20.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum samninginn eins og hann liggur fyrir.
Til kynningar.

2.Ósk um samstarf við Ferðamálastofu

Málsnúmer 201606117Vakta málsnúmer

Á 782. fundi byggðaráðs var eftirfarandi bókað:



,,Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi, kl. 13:50.



Tekið fyrir bréf frá Ólöfu Ýrr Atladóttur, ferðamálastjóra, bréf dagsett þann 23. júní 2016, er varðar ósk um samstarf vegna mats og kortlagningar viðkomustaða ferðafólks. Um er að ræða framhald verkefnis sem gengið hefur undir nafninu 'Kortlagning auðlinda ferðaþjónustunnar'. Til að vinna verkefnið áfram telur Ferðamálastofa vænlegra að leita nú eftir beinu samstarfi við hvert sveitarfélag þannig að tilefndur verði af þess hálfu ábyrgur aðili til að fara yfir gögn sem enn eru til staðar en hafa ekki verið birt, ásamt því að koma með tillögur að nýjum stöðum. Ferðamálastofa mun greiða sveitarfélögum fyrir þá vinnu sem til fellur vegna þessa þannig að greitt verði einingarverð sem nemur kr. 5.000 á hvern stað sem er rýndur eða tilnefndur.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að upplýsingafulltrúi og sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs verði tengiliðir sveitarfélagsins vegna þessa verkefnis.

Byggðaráð vísar erindinu áfram til atvinnumála- og kynningarráðs."
Til kynningar.

3.Fundargerðir AFE

Málsnúmer 201411152Vakta málsnúmer

Til kynningar fundargerðir stjórnar AFE nr. 196, 197 og 198.
Til kynningar.

4.Heimsóknir í fyrirtæki.

Málsnúmer 201407048Vakta málsnúmer

Frá upphafi þessa kjörtímabils hefur ráðið haft það að markmiði sínu að heimsækja fyrirtæki í sveitarfélaginu eða fá til sín í heimsókn fulltrúa ákveðinna atvinnugreina. Ráðið hefur heimsótt sjö fyrirtæki á þessum tíma og fengið til sín á fund fulltrúa tveggja atvinnugreina.



Atvinnumála- og kynningarráð telur að þessar heimsóknir séu að skila því sem lagt var upp með. Upplýsingafulltrúa falið að gera tillögu að fyrirtækjum til að heimsækja og hópum fyrirtækja sem verður boðið að koma í heimsókn.

5.Ný heimasíða

Málsnúmer 201602037Vakta málsnúmer

Þann 24. apríl 2016 skrifaði Dalvíkurbyggð undir samkomulag við Stefnu hugbúnaðarhús um nýja heimasíðu fyrir Dalvíkurbyggð en vinna við hana er hluti af samþykktri starfs- og fjárhagsáætlun ársins 2016. Upplýsingafulltrúi upplýsti ráðið um stöðu og framvindu vinnu vegna síðunnar.
Til kynningar.

6.Fyrirtækjaþing 2014

Málsnúmer 201407034Vakta málsnúmer

Á 789. fundi byggðaráðs var meðal annars eftirfarandi bókað:



"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi skýrsla Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar "Greinargerð um húsnæðismál við utanverðan Eyjafjörð" sem unnin var af Valtý Sigurbjarnarsyni í mars 2016. Skýrslan var kynnt á ársfundi AFE þann 9. júní s.l. Ofangreind skýrsla var til umjöllunar á 20. fundi atvinnumála- og kynningaráðs þann 15. júní s.l. og eftirfarandi var meðal annars bókað: "Atvinnumála- og kynningaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við byggðaráð að óskað verði eftir, til að fá heildaryfirsýn, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga samantekt á því hvaða leiðir eru sveitarfélögum færar til þess að örva húsnæðismarkaðinn og fjölga valkostum á leiguhúsnæði á landsbyggðinni, hvort sem það eru sveitarfélögin ein og sér sem standa að málum og/eða í samstarfi við aðra aðila, s.s. ASÍ,Búseta. Í framhaldinu verði skoðað hvort ástæða sé til þess að setja á laggirnar sérstakan vinnuhóp um húsnæðismarkaðinn í Dalvíkurbyggð. "

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka undir afgreiðslu atvinnumála- og kynningarráðs. "



Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samantekt frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, sbr. rafpóstur þann 24. ágúst 2016, er varðar áhrif nýrrar húsnæðislöggjafar gagnvart sveitarfélögum - drög 10."

Atvinnumála-og kynningarráð leggur til að núverandi vinnuhópur um húsnæðismál útvíkki hlutverk sitt og taki málefni almenna húsnæðismarkaðarins fyrir líka.

7.Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2016/2017

Málsnúmer 201609055Vakta málsnúmer

Tekin fyrir auglýsing frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu dagsett 6. september 2016 þar sem bæjar- og sveitarstjórnum er gefinn kostur á að sækja um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2016/2017 á grundvelli 10.gr. laga nr. 116/2006, með síðari breytingu. Umsóknarfrestur er til 10.október 2016.
Atvinnumála- og kynningarráð óskar eftir því að sveitarstjóri sæki um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2016/2017 fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.

8.Fyrirtækjaþing 2016

Málsnúmer 201609032Vakta málsnúmer

Atvinnumála- og kynningarráð hefur síðust ár haldið fyrirtækjaþing í nóvember ár hvert. Umræðuefnin hafa verið fjölbreytt t.d. ferðaþjónusta, nýsköpun, starfsemi á hafnarsvæðum og fleira.
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 5 atkvæðum að fyrirtækjaþing verði haldið fimmtudaginn 10. nóvember 2016.

9.Starfs- og fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201609030Vakta málsnúmer

Farið yfir verkefni og fjárhagsramma er varða starfs- og fjárhagsáætlun 2017.
Til umræðu.

10.Umsókn um gerð Hvatasamnings

Málsnúmer 201609031Vakta málsnúmer

Bára Höskuldsdóttir vék af fundi kl. 15:15 undir þessum lið vegna vanhæfis.



Tekin fyrir umsókn um gerð hvatasamnings milli Agnesar Önnu Sigurðardóttur, fyrir hönd Bjórbaðanna ehf kt. 540715-1140 og Dalvíkurbyggðar, móttekin þann 5. september 2016.



Atvinnumála- og kynningarráð tekur jákvætt í umsóknina en frestar afgreiðslu þar til fullnægjandi gögn liggja fyrir.

Fundi slitið - kl. 15:40.

Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson Formaður
  • Sölvi H Hjaltason Varaformaður
  • Rúna Kristín Sigurðardóttir aðalmaður
  • Bára Höskuldsdóttir aðalmaður
  • Jón Steingrímur Sæmundsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
  • Margrét Víkingsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Margrét Víkingsdóttir upplýsingafulltrúi