Byggðaráð

780. fundur 16. júní 2016 kl. 08:15 - 11:20 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Ósk um skráningu lögheimilis

Málsnúmer 201403175Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisvið, Helga íris Ingólfsdóttir, varaformaður umhverfisráðs, Sigurður Hafsteinn Pálsson og Svanfríður Jónsdóttir, kl. 8:15."Á 278. fundi umhverfisráðs þann 10. júní 2016 var eftirfarandi bókað:

Með innsendu erindi dags. 27. apríl 2016 óska þau Sigurður Hafsteinn Pálsson og Svanfríður Jónsdóttir eftir afstöðu umhverfisráðs til breytinga á deiliskipulagi frístundabyggðarinnar að Hamri.

Með vísan í minnisblað frá PACTA lögmönnum þá sér umhverfisráð Dalvíkurbyggðar sér ekki fært um að veita leyfi til breytinga á gildandi skipulagi svæðisins. Umrædd breyting á skipulagi myndi binda hendur sveitarfélagsins um ókomna tíð, þar sem afar erfitt væri í ljósi jafnræðissjónarmiða að afgreiða sambærilegar umsóknir ekki með sama hætti. Samþykkt með fimm atkvæðum. "Til umræðu ofangreint.Börkur Þór, Sigurður Hafsteinn og Svanfríður viku af fundi kl.08:45.

Helga Íris vék af fundi kl. 08:54.

Lagt fram til kynningar.

2.Frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs; beiðni um viðauka vegna viðbyggingu við Krílakot, eldri hluti, vs. þak tónlistarskóla.

Málsnúmer 201506130Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, bréf dagsett þann 14. júní 2016, þar sem óskað er eftir tilflutningi á fjármagni vegna breytinga á eldri hluta Krílakots. Gert er ráð fyrir að kostnaðurinn verði kr. 6.350.000. Við útboð á nýbyggingunni lá ekki ljóst fyrir hvernig þær breytingar sem gerðar verða á eldri húnæsði kæmu til með að verða.Þar sem gert er ráð fyrir að kr. 13.000.000 fari í endurbætur á þaki Tónlistarskólans á 32200-11602 og alls óvíst hvort að fara á í þá framkvæmd er lagt til að kr. 6.350.000 fari yfir á 31120-4610. Ef ekki er vilji byggðaráðs að falla frá fyrirhuguðum framkvæmdum við Tónlistarskólann óskar undirritaður eftir viðauka að sömu upphæð.Til umræðu ofangreint.a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að verða við beiðni sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að setja kr. 6.350.000 á lið 31120-4610 þannig að rekstrarkostnaður Eignasjóð hækkar um þá upphæð.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta framkvæmdum við þak á tónlistaskóla að upphæð kr. 13.000.000, að teknu tilliti til þess kostnaðar sem þegar er fallin til vegna hönnunar á þaki og undirbúningi á útboði, þar til ákvörðun hefur verið tekin um framtíðarnýtingu Gamla skóla og Víkurrastar. Liður 32200-11602 lækkar þá um allt að 13,0 m.kr.

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201405189Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 9:18.Bókað í trúnaðarmálabók.

4.Frá innanríkisráðuneytinu; Greiðslur til sveitarfélaga vegna forsetakosninga 2016

Málsnúmer 201606036Vakta málsnúmer

Tekið fyrir rafbréf frá innanríkisráðuneytinu, dagsett þann 7. júní 2016, þar sem fram kemur að með 14. gr. laga nr. 162/2006 var ákveðið að greiða skuli úr ríkissjóði nauðsynlegan kostnað sem sveitarfélög bera af kosningum á vegum ríkisins við störf undirkjörstjórna og hverfiskjörstjórna, ef við á, og fyrir kjörgögn, áhöld, húsnæði til kjörfunda og atkvæðakassa, eins og rakið er í c-lið 123. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000.Greiðslur fyrir þátt sveitarfélaganna í forsetakosningunum sem fram eiga að fara 25. júní nk. verða eftirfarandi:1. Fyrir hvern kjósanda á kjörskrá, eins og fjöldi þeirra var í lok kjördags, 580 kr., sbr. 27. gr. laga nr. 24/2000.

2. Fyrir hvern kjörstað sem sveitarstjórn ákvað, 430.000 kr., sbr. 1. mgr. 68. gr. laga nr. 24/2000.Sveitarfélög geta óskað eftir greiðslu hjá innanríkisráðuneytinu með því að senda reikning, gíróseðil eða greiðslutilmæli, enda verði því sendar framangreindar upplýsingar um kjósendur og kjörstaði í hverju sveitarfélagi, staðfestar af kjörstjórn sveitarfélagsins.Lagt fram til kynningar.

5.Forsetakosningar 2016; framlagning og staðfesting kjörskrár.

Málsnúmer 201604098Vakta málsnúmer

Á 281. fundi sveitarstjórnar þann 17. maí 2016 var eftirfarandi samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum:"201605093 Umboð til byggðarráðs Dalvíkurbyggðar til að staðfesta kjörskrá vegna forsetakosninga sem fram fara þann 25. júni 2016 og fullnaðarumboð til að úrskurða um athugasemdir.Sveitarstjórn samþykkir að veita byggðarráði fullnaðarumboð til að ganga frá kjörskrá vegna forsetakosninga sem fram fara þann 25. júní 2016. Jafnframt veitir sveitarstjórn byggðarráði fullnaðarumboð til að úrskurða um athugasemdir sem kunna að berast vegna framlagðrar kjörskrár, sbr. ákvæði 27. gr. VI. kafla laga um kosningar til Alþingis nr. 24 frá 16. maí 2000 með síðari breytingum."Á fundinum var kjörskráin lögð fram, alls eru 1.326 á kjörskrá.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum framlagða kjörskrá skv. ofangreindu.

6.Frá leikhópnum Lottu; Leyfi til sýningarhalds og styrkbeiðni

Málsnúmer 201606018Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá leikhópnum Lottu, rafbréf dagsett þann 1. júní 2016. Tilgangur bréfsins er þríþættur:

a) Í fyrsta lagi að sækja um leyfi til að fá að sýna á kirkjutúninu þann 5. ágúst klukkan 16.00.b) Í öðru lagi að sækja um styrk vegna póstdreifingar og ferðakostnaðar að upphæð 18.000 kr.-c) Í þriðja lagi er óskað eftir að sýningin verði kynnt á vefsíðum bæjarins og miðlum sem bærinn sér sér fært að auglýsa hana í. Einnig eru vel þegnar allar ábendingar um bæjarblöð eða vefmiðla sem sérstaklega eru ætlaðar svæðinu.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum:

a) að vísa beiðni um leyfi til sýningarhalds í kirkjubrekkunni til umhverfis- og tæknisviðs.

b) að hafna beiðni um styrk.

c) að vísa beiðni um kynningu á vefmiðlum Dalvíkurbyggðar til upplýsingafulltrúa til skoðunar.

7.Frá Grifflu ehf.; Gjöf til þjóðar

Málsnúmer 201606041Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Grifflu ehf., rafbréf dagsett þann 13. júní 2016, þar sem fram kemur að í smíðum er notendavæn rafræn útgáfa af öllum Íslendingasögunum. Sögurnar eru 42 talsins og tilgangur útgáfunnar er að auka lestur og bæta aðgengi þjóðarinnar að þessum dýrmæta menningararfi okkar.Hugmyndin er sú að allir landsmenn geti hlaðið bókunum frítt niður í tölvur, spjaldtölvur eða farsíma (Android, Kindle og Apple tæki). Stefnt er að því að opna á áberandi hátt (blaðamannafundur, auglýsingar ofl.) fyrir streymið í haust.Leitað er eftir stuðningi frá Dalvíkurbyggð til að koma þessu í framkvæmd: frjálsum framlögum eða upphæð sem miðast við fjölda nemenda. Nafn sveitarfélagsins mun koma skýrt fram sem stuðningsaðili þegar verkefnið verður kynnt opinberlega og einnig verður útbúið sérstakt merki/logo sem sveitarfélagið getur notað á heimasíðu og/eða í öðru kynningar- og markaðsefni sínu. Í viðhenginu má finna stutt kynningarmyndband.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi.

8.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Rekstrarleyfi Hafnarbraut 22-24

Málsnúmer 201606034Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, bréf dagsett þann 9. júní 2016, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Silju Pálsdóttur, kt. 100371-3329, fyrir Arctic Sea Tours ehf., kt. 430611-0620, en um er að ræða nýtt rekstraleyfi til sölu veitinga á Arctic Sea Tours ticket office, Hafnarbraut 22-24, 620. Dalvík, flokkur II.Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina með fyrirvara um afgreiðslu byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra.

9.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Rekstrarleyfi Ytri-Vík

Málsnúmer 201606035Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, bréf dagsett þann 9. júní 2016, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Marinó Sveinssonar, kt. 110971-5759, fyrir hönd Sportferða ehf. kt. 590594-2299, Melbrún 2, 621. Dalvík, vegna endurnýjunar á rekstrarleyfi til sölu gistinga í frístundahúsum Ytri- Vík/Sportferðir/Sporttours, 621. Dalvík; flokkur II.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina með fyrirvara um afgreiðslu byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra.

10.Frá Varasjóði Húsnæðismála; Umsókn um framlag

Málsnúmer 201606040Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur dagsettur þann 13. júní 2016 frá Varasjóði húsnæðismála þar sem fram kemur að ráðgjafarnefnd um Varasjóð húsnæðismála hefur samþykkt að ráðstafa 40 milljónum króna til greiðslu á framlögum vegna sölu félagslegra íbúða sveitarfélaga á almennum markaði. Ráðstafað verður að hámarki 20 milljónum vegna ársins 2016 og 20 milljónum á árinu 2017, samkvæmt reglugerð nr. 656/2002 og vinnureglum sjóðsins.Sveitarfélög geta sótt um framlag frá og með 1. júlí 2016 vegna sölu félagslegra íbúða á almennum markaði þegar félagslegt húsnæði hefur staðið autt í viðkomandi sveitarfélagi og lítil eftirspurn er eftir húsnæði til leigu.Byggðaráð fagnar ofangreindri ákvörðun ráðgjafarnefndar um Varasjóð húsnæðismála, þar sem þetta er skref í rétta átt, og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að endurnýja umsóknir vegna íbúða sem seldar voru á árinu 2015 og senda inn nýjar umsóknir vegna íbúða sem seldar hafa verið það sem af er árs 2016.

11.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Könnun á kjörum sveitarstjórnarmanna

Málsnúmer 201606046Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi könnun á kjörum sveitarstjórnarmanna og framkvæmdastjóra sveitarfélaga 2016 sem unnin er af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

12.Framlag Jöfnunarsjóðs til Dalvíkurbyggðar 2013-2016, sbr. ársreikningur 2015.

Málsnúmer 201511136Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar svör frá Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga við fyrirspurn sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs um þróun framlaga til Dalvíkurbyggðar 2013-2016.Til umræðu ofangreint.
Lagt fram.

13.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda 2016-2019, 765. mál.

Málsnúmer 201606055Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 13. júní 2016, þar sem allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar umsagnar um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda 2016-2019, 765. mál. Óskað er eftir umsögn eigi síðar en 25. júlí n.k.
Lagt fram til kynningar.

14.Útboð vátrygginga 2016; verðfyrirspurn vegna ráðgjafar

Málsnúmer 201604054Vakta málsnúmer

Á 777. fundi byggðaráðs þann 19. maí 2016 var meðal annars eftirfarandi bókað:

a") Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leitað verði til ráðgjafa vegna útboðs á vátryggingum sveitarfélagins og felur sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að senda verðfyrirspurn í samræmi við umræður á fundinum. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að framkvæmdastjórn verði vinnuhópur sveitarfélagsins í tengslum við útboðið og kalli þá til aðra starfsmenn ef þess þarf. "Verðfyrirspurn vegna ráðgjafar og umsjónar vegna útboðs á vátryggingum fyrir Dalvíkurbyggðar var send út þann 1. júní s.l. til Ríkiskaupa og Consello. Frestur til að svara var í síðasta lagi 7. júní s.l. kl. 16:00.Á fundinum voru kynnt svör frá ofangreindum aðilum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gengið verði til samninga við Consello.

15.Fyrirtækjaþing Atvinnumála- og kynningaráðs 2014; húsnæðismál.

Málsnúmer 201407034Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi skýrsla Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar "Greinargerð um húsnæðismál við utanverðan Eyjafjörð" sem unnin var af Valtýr Sigurbjarnarsyni í mars 2016. Skýrslan var kynnt á ársfundi AFE þann 9. júní s.l.Ofangreint skýrsla var til umjöllunar á 20. fundi atvinnumála- og kynningaráðs þann 15. júní s.l. og eftirfarandi var meðal annars bókað:

"Atvinnumála- og kynningaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við byggðaráð að óskað verði eftir, til að fá heildaryfirsýn, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga samantekt á því hvaða leiðir eru sveitarfélögum færar til þess að örva húsnæðismarkaðinn og fjölga valkostum á leiguhúsnæði á landsbyggðinni, hvort sem það er sveitarfélögin ein og sér sem standa að málum og/eða í samstarfi við aðra aðila, s.s. ASÍ,Búseta. Í framhaldinu verði skoðað hvort ástæða sé til þess að setja á laggirnar sérstakan vinnuhóp um húsnæðismarkaðinn í Dalvíkurbyggð. "

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka undir afgreiðslu atvinnumála- og kynningarráðs.

16.Frá Greiðri leið ehf.; fundargerð aðalfundar

Málsnúmer 201604131Vakta málsnúmer

Tekin fyrir fundargerð frá aðalfundi Greiðar leiðar ehf. þann 10. maí 2016.Sveitarstjóri vék af fundi undir þessum lið kl. 10:58 til annarra starfa.
Lagt fram til kynningar.

17.Frá stjórn Eyþings, 279. fundur stjórnar.

Málsnúmer 201602006Vakta málsnúmer

Tekin fyrir fundargerð stjórnar Eyþings nr. 279 frá 20. apríl 2016.
Lagt fram til kynningar.

18.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; 839. fundur stjórnar Sambandsins.

Málsnúmer 201603022Vakta málsnúmer

Tekin fyrir fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 839 frá 27. maí 2016.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:20.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs