Atvinnumála- og kynningarráð

3. fundur 15. október 2014 kl. 13:00 - 13:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson Formaður
  • Sölvi H Hjaltason Varaformaður
  • Agnes Anna Sigurðardóttir Aðalmaður
  • Lilja Björk Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Margrét Víkingsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Margrét Víkingsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Heimsóknir í fyrirtæki.

Málsnúmer 201407048Vakta málsnúmer

Atvinnumála- og kynningarráð byrjaði fundinn á því að heimsækja fyrirtækið Tréverk kl. 13:00 en það er stefna ráðsins að hefja fundi á heimsóknum í fyrirtæki í sveitarfélaginu.

Fundi haldið áfram í Upsa kl. 13:55.

Björn Friðþjófsson, framkvæmdastjóri hjá Tréverk, og Kristinn Þór Björnsson tóku á móti ráðinu.
Atvinnumála- og kynningarráð þakkar Birni og Kristni kærlega fyrir móttökuna og fróðlegar upplýsingar.

2.Fyrirtækjaþing 2014

Málsnúmer 201407034Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi atvinnumála - og kynningarráðs var eftirfarandi bókað:

Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 4 atkvæðum að fyrirtækjaþing 2014 verði haldið um húsnæðismál, nýbyggingar, í sveitarfélaginu. Þingið verði í nóvember.

Atvinnumála- og kynningarráð óskar eftir samstarfi byggðarráðs og umhverfisráðs og óskar eftir tilnefningu á einum fulltrúa í vinnuhóp frá hverju ráði til að koma að fyrirtækjaþinginu. Fyrir hönd atvinnumála- og kynningarráðs verði upplýsingarfulltrúi í vinnuhópnum og formaður. Einnig komi sveitarstjóri og viðkomandi sviðsstjórar fagsviða að undirbúningi.

Lagt er til að vinna kjörinna fulltrúa í vinnuhópnum verið launuð.


Haldinn hefur verið einn fundur í undirbúningshóp en í honum sitja Börkur Þór Ottósson, Helga Íris Ingólfsdóttir, Gunnþór E. Gunnþórsson, Bjarni Th. Bjarnason, Freyr Antonsson, Margrét Víkingsdóttir og Guðrún Pálína Jóhannsdóttir.

Formaður ráðsins og upplýsingafulltrúi fóru yfir niðurstöður fyrsta fundar, hugmyndir að dagskrá og næstu skref.

Atvinnumála og kynningarráð samþykkir með 4 atkvæðum að fyrirtækjaþing verði haldið 20. nóvember 2014.

3.Fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2015-2018

Málsnúmer 201405176Vakta málsnúmer

Tekin fyrir starfsáætlun upplýsingafulltrúa fyrir árið 2015.
Atvinnumála- og kynningarráð gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn og samþykkir starfsáætlun upplýsingafulltrúa fyrir árið 2015.

4.Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiárið 2014/2015

Málsnúmer 201409077Vakta málsnúmer

Á 708. fundi byggðaráðs Dalvíkurbyggðar þann 18.09.2014 var eftirfarandi erindi tekið fyrir:

Tekið fyrir erindi frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytingu, bréf dagsett þann 2. september 2014, þar sem fram kemur að ráðuneytið gefur sveitarstjórnum kost á að sækja um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2014/2015 á grundvelli 10. gr. laga nr. 116/2006, með síðari breytingum. Umsóknarfrestur er til 30. september 2014.


Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að sækja um í samræmi við ofangreint.

Tekið fyrir erindi, dagsett 9. október 2014, frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu; Umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2014/2015. Ráðuneytið hefur fjallað um umsókn Dalvíkurbyggðar og er niðurstaðan að úthluta byggðakvóta til sveitarfélagsins, sem skiptist á byggðarlög sem hér segir:

Dalvík: 201 þorskígildistonn
Hauganes: 15 þorskígildistonn
Árskógssandur: 300 þorskígildistonn

Fiskistofa annast úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á grundvelli þeirra reglna sem um það gilda. Frá þessum reglum er heimilt að víkja samkvæmt tillögum hlutaðeigandi sveitarstjórna enda rökstyðji sveitarstjórnir tillögur sínar og sýni fram á að skilyrði sem hún leggur til séu byggð á málefnalegum og staðbundnum ástæðum og í samræmi við hagsmuni viðkomandi byggðarlags.

Vilji sveitarstjórn leggja til við ráðuneytið að sett verði sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðarlaga skal hún skila rökstuddum tillögum sínum til ráðuneytisins eigi síðar en 1. nóvember 2014. Tillögur sem berast eftir þann tíma verða ekki teknar til greina.
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 4 atkvæðum að boða hagsmunaaðila á fund ráðsins 21. október kl. 17:00.

Bjarni Th. Bjarnason fer af fundi kl. 15:00

5.Kynningarbréf frá Samtökum sjávarútvegsfélaga

Málsnúmer 201409086Vakta málsnúmer

Tekið fyrir kynningarbréf frá Samtökum sjávarútvegssveitarféla en tilgangur samtakanna er að vinna að sameiginlegum hagsmunum aðildarsveitarfélaga og íbúa þeirra í þeim málum sem tengjast nýtingu sjávarauðlindarinnar. Dalvíkurbyggð er stofnaðili að samtökunum.

Lagt fram.

6.Ráðgjöf um mótun framtíðarstefnu Dalvíkurbyggðar í ferðamálum.

Málsnúmer 201409124Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Arnari Má Arnþórssyni dagsett 17. september 2014 þar sem hann kynnir hugmyndir sínar varðandi mótun framtíðarstefnu Dalvíkurbyggðar í ferðamálum.
Atvinnumála- og kynningarráð þakkar Arnari fyrir áhugavert erindi en telur ekki tímabært að fara í þessa vinnu að svo stöddu.

7.Upplýsingamiðstöð; skýrsla starfsmanns um starfssemina 2014.

Málsnúmer 201407047Vakta málsnúmer

Á 2. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 3. september 2014 var eftirfarandi bókað:

Valgerður Björg Stefánsdóttir, starfsmaður upplýsingamiðstöðvar, kom á fundinn kl. 13:08 og kynnti skýrslu upplýsingamiðstöðvar fyrir sumarið 2014. Valgerður fór yfir helstu verkefni, fjöldatölur, þjóðerni þeirra sem nýttu sér upplýsingamiðstöðina og fleira.

Valgerður fór út af fundi kl. 13:46.
Lagt fram.

Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 5 atkvæðum að óska eftir viðræðum við menningarráð um starfsemi Upplýsingarmiðstöðvar í Bókasafni Dalvíkurbyggðar og felur formanni ráðsins og Upplýsingafulltrúa að fara á fund menningarráðs.
Formaður ráðsins og upplýsingafulltrúi fóru yfir það sem fram kom á fundi menningarráðs og upplýstu um næstu skref.

Fundi slitið - kl. 13:00.

Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson Formaður
  • Sölvi H Hjaltason Varaformaður
  • Agnes Anna Sigurðardóttir Aðalmaður
  • Lilja Björk Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Margrét Víkingsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Margrét Víkingsdóttir upplýsingafulltrúi