Byggðaráð

789. fundur 01. september 2016 kl. 13:00 - 15:54 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Viðbygging við Krílakot - kostnaðaruppgjör

Málsnúmer 201506130Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:00.



Á 780. fundi byggðaráðs þann 16. júní 2016 var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, bréf dagsett þann 14. júní 2016, þar sem óskað er eftir tilflutningi á fjármagni vegna breytinga á eldri hluta Krílakots. Gert er ráð fyrir að kostnaðurinn verði kr. 6.350.000. Við útboð á nýbyggingunni lá ekki ljóst fyrir hvernig þær breytingar sem gerðar verða á eldri húnæsði kæmu til með að verða. Þar sem gert er ráð fyrir að kr. 13.000.000 fari í endurbætur á þaki Tónlistarskólans á 32200-11602 og alls óvíst hvort að fara á í þá framkvæmd er lagt til að kr. 6.350.000 fari yfir á 31120-4610. Ef ekki er vilji byggðaráðs að falla frá fyrirhuguðum framkvæmdum við Tónlistarskólann óskar undirritaður eftir viðauka að sömu upphæð. Til umræðu ofangreint.

a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að verða við beiðni sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að setja kr. 6.350.000 á lið 31120-4610 þannig að rekstrarkostnaður Eignasjóð hækkar um þá upphæð. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta framkvæmdum við þak á tónlistaskóla að upphæð kr. 13.000.000, að teknu tilliti til þess kostnaðar sem þegar er fallin til vegna hönnunar á þaki og undirbúningi á útboði, þar til ákvörðun hefur verið tekin um framtíðarnýtingu Gamla skóla og Víkurrastar. Liður 32200-11602 lækkar þá um allt að 13,0 m.kr "



Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, bréf dagsett þann 31. ágúst 2016, þar sem fram kemur að samanlagður kostnaður vegna viðbyggingar og breytinga á eldri hluta Krílakots utan opinberra gjalda er kr. 208.374.249. Áætlaður heildarkostnaður var kr. 183.559.370. Samanlagt vantar kr. 19.978.879, þar af er kr. 9.774.860 vegna verðbóta á verkið.



Lagt er til að kr. 6.650.000 verði færðar af 32-200-11602 (þak tónlistarskóla), kr. 10.000.000 af 32-200-11604 (Félagsheimilið Ungó) og kr. 3.328.879 af 32-200-11860 (hönnun vegna sundlaugar). Samkvæmt mati þá er 10-15% af upphæðinni viðhald og ætti því að fara 31120-4610.



Fram kom á fundinum að samkvæmt fjárhagsáætlun 2016 er heimild fyrir búnaðarkaupum að upphæð 7,7 m.kr.



Áætlaður heildarkostnaður er þá samtals kr. 216.074.249 fyrir utan opinber gjöld.



Einnig tekið fyrir erindi dagsett þann 24. ágúst s.l. þar sem sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs óskar eftir að nota söluandvirði lausafjármuna úr eldhúsi Kátakots og Krílakots, áætlað kr. 440.000, til að setja upp þann búnað sem gert er ráð fyrir að kaupa samkvæmt heimild að upphæð 7,7 m.kr.



Til umræðu ofangreint.



Börkur vék af fundi kl. 13:30.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindri beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2016 þar sem ekki er leyft að gera breytingar á fjárhagsáætlun fyrir því sem liðið er og er komið til framkvæmda en þakkar fyrir samantektina.

Byggðaráð tekur jákvætt í að söluverð lausafjármuna úr eldhúsi úr leikskólunum fari upp í þann kostnað að setja upp búnaðinn í Krílakoti.

2.Kjarasamningur við Félag grunnskólakennara

Málsnúmer 201608089Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla, kl. 13:30.



Til umræðu kynning á nýjum kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Kennarasamband Íslands vegna Félags grunnskólakennara. Samninganefndir Sambandsins og Félags grunnskólakennara undirrituðu nýjan kjarasamning 23. ágúst s.l. Niðurstaða atkvæðagreiðslu mun liggja fyrir 5. september n.k.



Hlynur og Gísli viku af fundi kl. 13:57.
Lagt fram til kynningar.

3.Málefni Húsabakka; sala.

Málsnúmer 201503150Vakta málsnúmer

Á 784. fundi byggðaráðs þann 4. ágúst s.l. var eftirfarandi bókað:



"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Sigurður Sveinn Sigurðsson, fasteignasali hjá fasteignasölunni Hvammi á Akureyri, kl. 13:00 í gegnum símafund. Dalvíkurbyggð auglýsti til sölu eignina Húsabakka í Svarfaðardal hjá Fasteignasölunni Hvammi. Tilboðsfrestur var til kl. 16:00 þann 29. júlí 2016. Um er að ræða tvær byggingar sem áður voru notaðar undir rekstur Húsabakkaskóla, sem var grunnskóli Svarfaðardalshrepps fram til ársins 2004. Húsabakki er í fallegu umhverfi rétt við Friðland Svarfdæla skammt sunnan Dalvíkur. Á staðnum eru tvö hús. Annað húsið er byggt árið 1953 og er skráð 675,8 m2 að stærð og hitt húsið er byggt 1966 og er skráð 556,4m2 að stærð. Húsin henta vel til ýmisskonar reksturs og eru nýtt í ferðaþjónustu að stærstum hluta í dag en í húsunum eru herbergi af ýmsum stærðum, íbúðir fyrir staðarhalda, eldhús, matsalur, fundarsalir og gott útisvæði. Við Húsabakka er einnig tjaldsvæði, félagsheimilið Rimar og sundskáli sem möguleiki er að semja um leigu á samhliða kaupum á Húsabakka. Þrjú tilboð bárust í eignina. Til umræðu ofangreint. Sigurður vék af fundi kl. 13:15.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að framlengja tilboðsfrestinn um einn mánuð og felur fasteignasölunni Hvammi að sjá áfram um söluferlið. "



Undir þessum lið kom Sigurður Sveinn Sigurðsson, hjá fasteignasölunni Hvammi á Akureyri, á fund byggðaráðs í gegnum símafund kl. 14:20.



Í samræmi við ofangreint var Húsabakki auglýstur til sölu að nýju og var tilboðsfrestur til 31. ágúst 2016.



Fjögur tilboð bárust í eignina.



Til umræðu ofangreint.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

4.Kauptilboð í Öldugötu 4a - 4d.

Málsnúmer 201608057Vakta málsnúmer

Tekið fyrir gagntilboð í Öldugötu 4A - 4D að upphæð kr. 25.000.000 dagsett þann 30.ágúst 2016.

Um er að ræða eftirfarandi fastanúmer:

215-6650

215-6651

215-6652

215-6653
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint kauptilboð og sölu á eignunum.

5.Starfs- og fjárhagsáætlun 2017-2020

Málsnúmer 201605147Vakta málsnúmer

a) Tillögur sviða að leiðum til að hagræða, auka skilvirkni og minnka útgjöld í rekstri sveitarfélagsins vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2017-2020, framhald á yfirferð.



Á fundinum var haldið áfram að fara yfir tillögur frá fagsviðum sem er liður í því að undirbúa ákvörðun á fjárhagsramma 2017.



b) Gjaldskrármál.



Farið yfir samantekt á öllum gjaldskrám hjá sveitarfélaginu í tengslum við þau áform um að samræma gjaldskrár hvað varðar gildistíma og hvað varðar viðmið á vísitölum.



c) Forsendur.



Tekið fyrir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga rafpóstur dagsettur þann 30. ágúst 2016 er forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda fyrir árið 2017 og fjárhagsáætlun til þriggja ára.



d) Tímarammi



Á fundinum kynnti sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs nýja tillögu að tímaramma fjárhagsáætlunar 2017.



e) Annað er varðar fjárhagsáætlunarvinnuna.



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi til upplýsingar viðhaldsáætlun Eignasjóðs eins og hún liggur nú fyrir.
a) Lagt fram.

b) Lagt fram.

c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að forsendur Dalvíkurbyggðar með starfs- og fjárhagsáætlun 2017-2020 verði unnið á sambærilegan hátt og undanfarin ár, að teknu tilliti til þeirra leiðbeininga sem fram koma í forsenduskjali Sambandsins.

d) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum uppfærðan tímaramma vegna vinnu við fjárhagsáætlun.

e) Lagt fram.

6.Fyrirtækjaþing 2014; húsnæðismál

Málsnúmer 201407034Vakta málsnúmer

Á 780. fundi byggðaráðs þann 16. júní 2016 var eftirfarandi bókað:

"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi skýrsla Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar "Greinargerð um húsnæðismál við utanverðan Eyjafjörð" sem unnin var af Valtýr Sigurbjarnarsyni í mars 2016. Skýrslan var kynnt á ársfundi AFE þann 9. júní s.l. Ofangreint skýrsla var til umjöllunar á 20. fundi atvinnumála- og kynningaráðs þann 15. júní s.l. og eftirfarandi var meðal annars bókað: "Atvinnumála- og kynningaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við byggðaráð að óskað verði eftir, til að fá heildaryfirsýn, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga samantekt á því hvaða leiðir eru sveitarfélögum færar til þess að örva húsnæðismarkaðinn og fjölga valkostum á leiguhúsnæði á landsbyggðinni, hvort sem það er sveitarfélögin ein og sér sem standa að málum og/eða í samstarfi við aðra aðila, s.s. ASÍ,Búseta. Í framhaldinu verði skoðað hvort ástæða sé til þess að setja á laggirnar sérstakan vinnuhóp um húsnæðismarkaðinn í Dalvíkurbyggð. "

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka undir afgreiðslu atvinnumála- og kynningarráðs. "





Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að samantekt frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, sbr. rafpóstur þann 24. ágúst 2016, er varðar áhrif nýrrar húsnæðislöggjafar gagnvart sveitarfélögum - drög 10.



Lagt fram.

7.Kennslu- og rannsóknarstarfsemi á sviði lögreglufræða við Háskólann á Akureyri

Málsnúmer 201608102Vakta málsnúmer

Samkvæmt frétt á heimasíðu mennta- og menningarmálaráðuneytis frá 23. ágúst 2016 þá hefur ráðherra mennta- og menningarmála ákveðið að ganga til samninga við Háskólann á Akureyri vegna kennslu- og rannsóknarstarfssemi á sviði lögreglufræða. Að mati ráðherra uppfyllti Háskólinn á Akureyri mjög vel þær kröfur sem gerðar eru um gæði náms og aðbúnað til lögreglumenntunar. Þá telur ráðherra aðstæður við HA til þess fallnar að gera nemendum af landinu öllu kleift að leggja stund á lögregunám. Að auki er með þessari ákvörðun skotið styrkari stoðum undir fjölbreytta starfsemi Háskólans á Akureyri.



Byggðaráð fagnar ofangreindri ákvörðun mennta- og menningarmálaráðherra og hvetur ríkisstjórn Íslands og Alþingi að halda áfram á sömu braut hvað varðar uppbyggingu á landsbyggðinni.

8.Frá Eyþingi; 283. og 284. fundur stjórnar Eyþings.

Málsnúmer 201602006Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar 283. og 284. fundargerð stjórnar Eyþings.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 15:54.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs