Foreldrakönnun fræðslusviðs

Málsnúmer 201902104

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 234. fundur - 20.02.2019

Gísli Bjarnason, Guðríður Sveinsdóttir, Jónína Garðarsdóttir og Bjarni Jóhann Valdimarsson mættu til fundar kl. 08:30

Fjóla Dögg kennsluráðgjafi á fræðslu-og menningarsviði upplýsti fræðsluráð um stöðu foreldrakannana í skólum Dalvíkurbyggðar en þær eru lagðar fyrir í febrúar ár hvert.
Fræðsluráð leggur áherslu á að niðurstöður kannananna verði birtar á heimasíðum skólanna þegar þær liggja fyrir.

Fræðsluráð - 237. fundur - 10.04.2019

Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, skólastjóri Krílakots fór yfir helstu niðurstöður úr foreldrakönnun sem lögð var fyrir í febrúar.
Lagt fram til kynningar og umræðu.