Flöggun Grænfána á Krílakoti

Málsnúmer 201902105

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 234. fundur - 20.02.2019

Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, Arna Arngrímsdóttir og Telma Björg Þórarinsdóttir komu til fundar kl. 8:00
Guðrún Halldóra leikskólastjóri Krílakots sagði frá og kynnti Grænfánaverkefnið sem Krílakot er þátttakandi í en leikskólinn mun flagga Grænfánanum í fjórða sinn næstkomandi föstudag þann 22.febrúar.
Fræðsluráð fagnar því að leikskólinn sé hluti að Grænfánaverkefninu, hluti þess er meðal annars samstarf við heimilisfólk á Dalbæ. Fræðsluráð óskar jafnframt Krílakoti til hamingju með flöggun Grænfána og hvetur börn og starfsfólk til áframhaldandi góðra verka.