Orðaleikur - þróunarverkefni Krílakot

Málsnúmer 201902106

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 234. fundur - 20.02.2019

Guðrún Halldóra, leikskólastjóri Krílakots sagði frá og kynnti þróunarverkefnið Orðaleik sem leikskólinn tekur þátt í ásamt Miðstöð skólaþróunar og leikskólanum Iðavöllum. Markmið verkefnisins er að efla íslenskukennslu barna af erlendum uppruna í leikskólum, þróa aðgengilegt námsefni í íslensku fyrir leikskólabörn af erlendum uppruna og að námsefnið sé notendum að kostnaðarlausu og nýtist
bæði heima og í leikskóla.
Fræðsluráð fagnar því að leikskólinn sé hluti af þessu verkefni og telur það mikilvægan þátt í eflingu íslensku og málþroska.

Fræðsluráð - 237. fundur - 10.04.2019

Guðrún Halldóra, leikskólastjóri Krílakots sagði frá styrkveitingu úr Sprotasjóði fyrir verkefnið orðaleik. Leikskólinn tekur þátt í verkefninu ásamt Miðstöð skólaþróunar og leikskólanum Iðavöllum. Markmið verkefnisins er að efla íslenskukennslu barna af erlendum uppruna í leikskólum og þróa aðgengilegt námsefni í íslensku fyrir leikskólabörn af erlendum uppruna.
Lagt fram til kynningar.