Opnað fyrir umsóknir í endurmenntunarsjóð grunnskóla 2019

Málsnúmer 201901092

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 234. fundur - 20.02.2019

Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 25.01.2019 um opnun umsókna í Endurmenntunarsjóð grunnskóla fyrir skólaárið 2019-2020.

Hlutverk Endurmenntunarsjóðs grunnskóla er að veita styrki til endurmenntunar félagsmanna í Félagi grunnskólakennara (FG) og Skólastjórafélagi Íslands (SÍ). Þeir sem hyggjast standa fyrir endurmenntun fyrir félagsmenn FG og SÍ geta sótt um framlög úr sjóðnum, þar á meðal grunnskólar, skólaskrifstofur, sveitarfélög, háskólar, símenntunarstofnanir, félög, fyrirtæki og aðrir. Frestur til að sækja um styrk til verkefna vegna skólaársins 2019-2020 er til og með 21. febrúar 2019.

Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að allt að þriðjungi ráðstöfunarfjár verði úthlutað til verkefna sem tengjast eftirfarandi áherslusviðum:
skóli margbreytileikans
heilbrigði og velferð nemenda
efling íslenskrar tungu í öllum námsgreinum
Lagt fram til kynningar og umræðu.

Fræðsluráð - 235. fundur - 13.03.2019

Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla sagði frá umsókn Dalvíkurskóla í Endurmenntunarsjóð kennara. Umsóknin felur í sér námskeið fyrir kennara þar sem farið verður í leiðir til þess að efla og styrkja sjálfsmynd og sjálfsstraust barna og unglinga. Að auki er styrkurinn hugsaður fyrir fræðslu til foreldra sem og eftirfylgni við kennara.
Fræðsluráð fagnar þessari umsókn.
Gísli og Guðríður fóru af fundi kl. 09:20