Samningur um skólaakstur

Málsnúmer 201902102

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 234. fundur - 20.02.2019

Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri kynnti stöðu samnings um skólaakstur. Unnið hefur verið eftir samningi um skólaakstur 2017-2020 en eftir er að ganga frá samningnum og viðauka með formlegum hætti.

Farið yfir samninginn og viðauka.
Fræðsluráð samþykkir að fela sveitarstjóra að uppfæra samninginn og viðauka samkvæmt ábendingum sem fram komu á fundinum.

Fræðsluráð samþykkir að skoðað verði að nýta ákvæði í útboði og samningi um framlengingu á samningnum til tveggja ára þannig að samningurinn gildi út árið 2022.

Fræðsluráð vísar samningnum með áorðnum breytingum til umræðu í byggðaráði og til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Byggðaráð - 898. fundur - 28.02.2019

Á 234. fundi fræðsluráðs þann 20. febrúar 2019 var eftirfarandi bókað:
"Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri kynnti stöðu samnings um skólaakstur. Unnið hefur verið eftir samningi um skólaakstur 2017-2020 en eftir er að ganga frá samningnum og viðauka með formlegum hætti. Farið yfir samninginn og viðauka.
Fræðsluráð samþykkir að fela sveitarstjóra að uppfæra samninginn og viðauka samkvæmt ábendingum sem fram komu á fundinum. Fræðsluráð samþykkir að skoðað verði að nýta ákvæði í útboði og samningi um framlengingu á samningnum til tveggja ára þannig að samningurinn gildi út árið 2022. Fræðsluráð vísar samningnum með áorðnum breytingum til umræðu í byggðaráði og til sveitarstjórnar til afgreiðslu."

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að gera tillögu að breytingum á samningum hvað varðar gildistíma um framlengingu eitt ár í senn, en að hámarki í tvö ár, og setja inn uppsagnarákvæði.

Byggðaráð - 902. fundur - 28.03.2019

Á 898. fundi byggðaráðs þann 28. febrúar 2019 var til umfjöllunar samningur um skólaakstur og tillaga fræðsluráðs frá 234. fundi þann 20. febrúar s.l. um að nýta ákvæði í útboði og samningi um framlengingu á samningnum til tveggja ára þannig að samningurinn gildi út árið 2022. Byggðaráð samþykkti að fela sveitarstjóra að gera tillögu að breytingum á samningum hvað varðar gildistíma um framlengingu eitt ár í senn, en að hámarki í tvö ár, og setja inn uppsagnarákvæði.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að ofangreindum samningi við Ævar og Bóas ehf. um skólaakstur með breytingum á 8. lið um gildistíma. Einnig eru gerðar leiðréttingar á liðum 4.5, 4.7, 4.9 og 6.2. svo að samningsdrögin séu í samræmi við útboðsgögn frá árinu 2017.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samning um skólaakstur við Ævar og Bóas ehf. með áorðnum breytingum sem gerðar voru á milli funda og á fundi byggðaráðs og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.