Félagsmálaráð

264. fundur 13. desember 2022 kl. 08:15 - 10:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Katrín Kristinsdóttir formaður
  • Magni Þór Óskarsson varaformaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Elsa Hlín Einarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir sviðsstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Þroskaþjálfi
Dagskrá
Nimnual Khakhlong boðaði forföll og kom Elsa Hlín Einarsdóttir varamaður í hennar stað.

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202212061Vakta málsnúmer

Jólaaðstoð 2022

Bókað í trúnaðarmálabók.

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202212060Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 202212060

Bókað í trúnaðarmálabók.

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202212059Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 202212059

Bókað í trúnaðarmálabók.

4.Umsókn um styrk vegna barnabókaefnis á táknmáli

Málsnúmer 202211041Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 08.11.2022 frá Félagi heyrnarlausra en þau hafa tekið ákvörðun um að láta þýða og útfæra þekktar barnabækur yfir á íslenskt táknmál. Barnaefni á íslensku táknmáli er ekki til og var gerð prófun með þýðingu bókarinnar "pabbi minn" með góðum árangri. Ákveðið hefur verið að framleiða 5 bækur til viðbótar. Aðgangur barna að barnaefni og öðru menningarefni á eigin tungumáli og menningu er mjög mikilvæg í þroska hvers barns.
Félagsmálaráð fagnar útgáfu nýrra barnabóka fyrir heyrnaskert börn en því miður hafnar erindinu.

5.Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta árið 2023

Málsnúmer 202211048Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 31.10.2022 frá Stígamótum en óskað er eftir fjárstuðningi og samstarfi um rekstur. Árið 2021 leituðu 952 einstaklingar til Stígamóta sem brotaþolar kynferðisofbeldis. Stígamót bjóða upp á einstaklingsviðtöl og sjálfshjálparhópa fyrir brotaþola kynferðisofbeldis. Á árinu opnaði einnig hjá Stígamótum ný þjónusta sem heitir Sjúkt spjall en það er nafnlaust netspjall fyrir ungmenni 13-20 ára um sambönd, samskipti og ofbeldi.
Félagsmálaráð hefur styrkt Aflið systrasamtök Stígamóta og hafnar því erindinu.

6.Styrktarsamningur

Málsnúmer 202212053Vakta málsnúmer

Á meirihlutafundi kom fram sú hugmynd að gerður yrði styrktarsamningur við félag eldri borgara líkt og gert er við íþróttafélögin þar sem þau fá árlega ákveðna fjárhæð sem þau ráðstafa sjálf. Þetta yrði einhver ákveðin fjárhæð sem yrði notuð til félagsstarfs og endurbóta ef þarf. Þá þurfa þau ekki að sækja um styrki fyrir námskeiðum, minni háttar endurbótum og svoleiðis heldur hafa þau frjálsræði til að nýta peninginn í það sem þau vilja.

Félagsmálaráð leggur til við byggðarráð/sveitarstjórn að gerður verði slíkur samningur við félag eldri borgara strax á næsta almanaksári 2023.

7.Jólaaðstoð - Samstarf Mæðrastyrksnefndar Akureyrar, Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins á Akureyri og Rauða krossins við Eyjafjörð

Málsnúmer 202211152Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Velferðarsjóði Eyjafjarðarsvæðis dagsett 23.nóvember 2022 þar sem óskað er eftir styrk í Jólaaðstoðina fyrir árið 2022. Undanfarin ár hafa Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Hjálparstarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn á Akureyri og Rauði krossinn við Eyjafjörð unnið saman að úthlutun jólaaðstoðar fyrir íbúa Eyjafjarðar. Þessi félög hafa stofnað Velferðarsjóð Eyjafjarðarsvæðis þar sem samstarfið er nú yfir allt árið. Árið 2021 fengu 410 fjölskyldur og einstakingar jólaaðstoð. Árið 2022 hefur orðið mikil aukninga á umsóknum.
Félagsmálaráð samþykkir að veita styrk í Velferðarsjóð Eyjafjarðarsvæðis að upphæð 400.000,- krónur tekið af lið 02-11-9110.

8.Heilsu og sálfræðistofan - forvarnarfyrirlestrar

Málsnúmer 202212055Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar frá sviðsstjóra félagsmálasviðs hugmymdir af fyrirlestrum í formi forvarna fyrir íbúa sveitarfélagsins. Fyrirlestraröð þessi er frá Heilsu- og sálfræðistofunni. Um er að ræða fræðslu fyrir foreldra og fræðslu fyrir eldri borgara Dalvíkurbyggðar.
Félagsmálaráð leggur til að íbúum sveitarfélagsins verði boðið upp á námskeið frá Heilsu- og sálfræðistofunni og felur jafnframt starfsmönnum að fá frekari upplýsingar varðandi námskeiðin, innihald þeirra og kostnað.

9.Stafrænum hindrunum rutt úr vegi

Málsnúmer 202212056Vakta málsnúmer

Tekin fyrir rafpóstur dagsettur 17.nóvember frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu þar sem verið er að tilkynna; Stafrænum hindrunum rutt úr vegi: Persónulegir talsmenn geta nú aðstoðað fatlað fólk við að nálgast stafræn erindi.Mikilvægt skref hefur verið tekið til að ryðja úr vegi stafrænum hindrunum hjá fötluðu fólki hér á landi. Persónulegir talsmenn fatlaðs fólks geta nú komið fram fyrir hönd umbjóðenda sinna og fengið aðgang að stafrænu pósthólfi. Þróaður hefur verið stafrænn talsmannagrunnur sem markar tímamót og gerir persónulegum talsmönnum kleift að skrá sig inn með sínum eigin rafrænu skilríkjum fyrir hönd umbjóðenda sinna og á grundvelli samnings þeirra á milli.
Lagt fram til kynningar.

10.Réttur þinn - mikilvægar upplýsingar fyrir innflytjendur á Íslandi

Málsnúmer 202211142Vakta málsnúmer

Tekin fyrir rafpóstur frá Jafnréttisstofu dags. 08.11.2022 þar sem athugli er vaknin á nýrri útgáfu á bæklingnum Réttur þinn? Mikilvægar upplýsingar fyrir innflytjendur á Íslandi. Í bæklingnum er fjallað um réttindi fólks á Íslandi þegar kemur að nánum samböndum og samskiptum, til dæmis hjónabandi, sambúð og sambúðaslit, þungun, mæðravernd, þungunarrof, forsjá barna, umgengnisrétt, ofbeldi í nánum samböndum, mansal, vændi, kærur til lögreglu, gjafsókn og dvalarleyfi. Þar má einnig finna vísanir í frekari upplýsingar um aðstoð svo sem símanúmer og heimasíður ýmissa stofnana.
Lagt fram til kynningar.

11.Opinn kynningarfundur um drög að aðgerðaráætlun vegna þjónustu við eldra fólk á Íslandi

Málsnúmer 202211137Vakta málsnúmer

Tekin fyrir rafpóstur dagsettur 18.nóvember 2022 frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu en haldinn var opinn kynningarfundur í byrjun desember frá félags- og vinnumarkaðsráðherra og heilbrigðisráðherra en kynnt voru drög að aðgerðaráætlun til fjögurra ára um þjónustu við eldra fólk. Kynnt var nafn verkefnisins sem er; Gott að eldast. Fram kom í máli ráðherranna að það eigi að vera gott að eldast á Íslandi. Fólk eigi að gera látið sig hlakka til efri áranna og síðustu áratugir ævinnar eigi að vera með þeim bestu. Til þess að svo geti orðið þurfi að flétta saman ólíka þætti í sterka taug sem tengir okku röll saman. Markmiðið er að tryggja eldra fólki þjónustu við hæfi, hvort sem um ræðir heimaþjónustu á vegum sveitarfélaga eða heilbrigðisþjónustu. Mikilvægt sé að þjónustan sé veitt þegar hennar er þörf, á forsendum fólksins sjálfs og á réttu þjónustustigi. Hægt er að sjá kynningarbæklinginn og upptöku af fundinum á heimasíðu Stjórnarráðs íslands.
Lagt fram til kynningar.

12.Reglur um stoð og stuðningsþjónustu

Málsnúmer 202212058Vakta málsnúmer

Starfsmenn félagsmálasviðs lögðu fram tillögur af reglum um Stoðþjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og tillögur að reglum um Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra.
Frestað til næsta fundar.

13.Heilsárshús á Flúðum

Málsnúmer 202212054Vakta málsnúmer

Tekin fyrir rafpóstur dagsett 7.desember 2022 frá Landssamtökunum Þroskahjálp þar sem verið er að vekja athygli á að samtökin eiga og reka heilsárshús á Flúðum sem nefnist Daðahús. Opið sé fyrir bókanir fram til maí á vef Þroskahjálpar.
Lagt fram til kynningar.

14.Nútímavæðing heimaþjónustu

Málsnúmer 202211147Vakta málsnúmer

Lagt fyrir erindi frá Curron ehf. dags 16.11.2022 en sviðsstjóri félagsmálasviðs og sveitarstjóri fengu kynningu frá fyrirtækinu um Care On kerfi. Care on er rafrænt heimaþjónustu kerfi. Það er forrit sem heldur utan um starfsmannahald, heimsóknir og þjónustuáætlun vegna heimilisþjónustu.
Félagsmálaráð frestar erindinu fram á vor þegar félagsráðgjafi kemur til starfa.

15.Landsáætlun um innleiðingu á ákvæðum samnings sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Málsnúmer 202212057Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar frá Stjórnarráði Íslands ný vegferð í þjónustu við fatlað fólk á Íslandi. Gera á landsáætlun um innleiðingu á ákvæðum samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
Lagt fram til kynningar.

16.Erindi frá ADHD samtökunum - ósk um samstarf

Málsnúmer 202211108Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 15.11.2022 frá ADHD samtökunum en málinu var vísað til félagsmálaráðs frá byggðaráði þann 24.11 sl. Í bókun byggðaráðs segir: Tekið fyrir erindi frá ADHD samtökunum, dagsett þann 15. nóvember sl., þar sem samtökin óska eftir samstarfi við Dalvíkurbyggð um aukna fræðslu og þjónustu í sveitarfélaginu um ADHD og fyrir fólk með ADHD. Jafnframt er óskað eftir með bréfi þessu eftir allt að kr. 500.000 í styrk sem nýttur yrði samkvæmt nánara samkomulagi.

Byggðaráð vísar ofangreindu erindi til umfjöllunar í fræðsluráði, félagsmálaráði og ungmennaráði varðandi ósk um samstarf við Dalvíkurbyggð um aukna fræðslu um ADHD.



Fundi slitið - kl. 10:15.

Nefndarmenn
  • Katrín Kristinsdóttir formaður
  • Magni Þór Óskarsson varaformaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Elsa Hlín Einarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir sviðsstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Þroskaþjálfi