Reglur um stoð og stuðningsþjónustu

Málsnúmer 202212058

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 264. fundur - 13.12.2022

Starfsmenn félagsmálasviðs lögðu fram tillögur af reglum um Stoðþjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og tillögur að reglum um Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra.
Frestað til næsta fundar.

Félagsmálaráð - 265. fundur - 14.02.2023

Tekin voru fyrir drög að reglum um stoð og stuðningsþjónustu við börn og fjölskyldur þeirra sem og stoðþjónustu vegna langvarandi stuðningsþarfa.
Frestað til næsta fundar ráðsins sem haldinn verður í mars.

Félagsmálaráð - 266. fundur - 14.03.2023

Starfsmenn félagsmálasviðs leggja fram drög að 3 samningum fyrir Dalvíkurbyggð. Um er að ræða stuðning við börn og fjölskyldur þeirra, reglur og stoðþjónustu og reglur um stuðningsþjónustu.
Félagsmálaráð samþykkir reglur um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra, reglur um stuðningsþjónustu og stoðþjónustu.

Sveitarstjórn - 357. fundur - 21.03.2023

a) Reglur Dalvíkurbyggðar um stoðþjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.
b) Tillaga að reglum Dalvíkurbyggðar um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra.
c) Reglur Dalvíkurbyggðar um stuðningsþjónustu.


Á 266. fundi félagsmálaráðs þann 14. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Starfsmenn félagsmálasviðs leggja fram drög að 3 samningum fyrir Dalvíkurbyggð. Um er að ræða stuðning við börn og fjölskyldur þeirra, reglur og stoðþjónustu og reglur um stuðningsþjónustu. Niðurstaða:Félagsmálaráð samþykkir reglur um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra, reglur um stuðningsþjónustu og stoðþjónustu."
Enginn tók til máls.


a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að reglum Dalvíkurbyggðar um stoðþjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að reglum Dalvíkurbyggðar um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra.
c) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að reglum Dalvíkurbyggðar um stuðningsþjónustu.