Réttur þinn - mikilvægar upplýsingar fyrir innflytjendur á Íslandi

Málsnúmer 202211142

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 264. fundur - 13.12.2022

Tekin fyrir rafpóstur frá Jafnréttisstofu dags. 08.11.2022 þar sem athugli er vaknin á nýrri útgáfu á bæklingnum Réttur þinn? Mikilvægar upplýsingar fyrir innflytjendur á Íslandi. Í bæklingnum er fjallað um réttindi fólks á Íslandi þegar kemur að nánum samböndum og samskiptum, til dæmis hjónabandi, sambúð og sambúðaslit, þungun, mæðravernd, þungunarrof, forsjá barna, umgengnisrétt, ofbeldi í nánum samböndum, mansal, vændi, kærur til lögreglu, gjafsókn og dvalarleyfi. Þar má einnig finna vísanir í frekari upplýsingar um aðstoð svo sem símanúmer og heimasíður ýmissa stofnana.
Lagt fram til kynningar.