Jólaaðstoð - Samstarf Mæðrastyrksnefndar Akureyrar, Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins á Akureyri og Rauða krossins við Eyjafjörð

Málsnúmer 202211152

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 264. fundur - 13.12.2022

Tekið fyrir erindi frá Velferðarsjóði Eyjafjarðarsvæðis dagsett 23.nóvember 2022 þar sem óskað er eftir styrk í Jólaaðstoðina fyrir árið 2022. Undanfarin ár hafa Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Hjálparstarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn á Akureyri og Rauði krossinn við Eyjafjörð unnið saman að úthlutun jólaaðstoðar fyrir íbúa Eyjafjarðar. Þessi félög hafa stofnað Velferðarsjóð Eyjafjarðarsvæðis þar sem samstarfið er nú yfir allt árið. Árið 2021 fengu 410 fjölskyldur og einstakingar jólaaðstoð. Árið 2022 hefur orðið mikil aukninga á umsóknum.
Félagsmálaráð samþykkir að veita styrk í Velferðarsjóð Eyjafjarðarsvæðis að upphæð 400.000,- krónur tekið af lið 02-11-9110.