Stafrænum hindrunum rutt úr vegi

Málsnúmer 202212056

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 264. fundur - 13.12.2022

Tekin fyrir rafpóstur dagsettur 17.nóvember frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu þar sem verið er að tilkynna; Stafrænum hindrunum rutt úr vegi: Persónulegir talsmenn geta nú aðstoðað fatlað fólk við að nálgast stafræn erindi.Mikilvægt skref hefur verið tekið til að ryðja úr vegi stafrænum hindrunum hjá fötluðu fólki hér á landi. Persónulegir talsmenn fatlaðs fólks geta nú komið fram fyrir hönd umbjóðenda sinna og fengið aðgang að stafrænu pósthólfi. Þróaður hefur verið stafrænn talsmannagrunnur sem markar tímamót og gerir persónulegum talsmönnum kleift að skrá sig inn með sínum eigin rafrænu skilríkjum fyrir hönd umbjóðenda sinna og á grundvelli samnings þeirra á milli.
Lagt fram til kynningar.