Félagsmálaráð

249. fundur 13. apríl 2021 kl. 08:15 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Lilja Guðnadóttir formaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir varaformaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Felix Jósafatsson aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Franklín Karlsdóttir Ráðgjafaþroskaþjálfi
Dagskrá

1.íþrótta- og tómstundastyrkir til barna á lágtekjuheimilum

Málsnúmer 202009035Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dags. 23.02.2021 frá félagsmálaráðuneytinu. Í erindi er vakin athygli á því að umsóknarfrestur um íþrótta og tómstundastyrk til barna á lágtekjuheimilium hefði verið lengdur til 15. apríl. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu sem barst fyrr á árinu eiga 54 börn í Dalvíkurbyggð rétt á þessum greiðslum en styrkurinn hefur einungis verið nýttur fyrir 18 börn.
Lagt fram til kynningar.

2.Aukinn stuðningur við úrbætur í aðgengismálum fatlaðs fólks

Málsnúmer 202103118Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 17. mars 2021, þar sem gerð er grein fyrir að Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafi sett reglugerð með nýjum og breyttum ákvæðum um starfsemi Fasteignasjóðs JS. Markmið nýrrar reglugerðar er að veita auknum stuðningi til sveitarfélaga vegna úrbóta sem gerðar eru í aðgengismálum fatlaðs fólks.

Málinu var vísað til félagsmálaráðs, umhverfisráðs og Eignasjóðs til umfjöllunar á 979. fundi byggðaráðs Dalvíkurbyggðar
Félagsmálaráð felur starfsmönnum félagsmálasviðs að koma á samstarfi milli félagsmálasviðs, umhverfissviðs og eignasjóðs vegna aðgengismála fatlaðs fólks í sveitarfélaginu og vinna að umsókn til úrbóta.

3.Til umsagnar frumvarp til laga um greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins (samþætting þjónustu, hlutverk o.fl.), 561. mál.

Málsnúmer 202103037Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur dags. 8.mars 2021 frá nefndarsviði Alþingis þar sem er til umsagnar frumvarp til laga um greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins (samþætting þjónustu, hlutverk o.fl.), 561. mál.
Lagt fram til kynningar.

4.Samráðsfundur félags- og barnamálaráðherra með félagsmálastjórum

Málsnúmer 202102137Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Félagsmálaráðuneytinu dags. 24.mars 2021 af samráðsfundi félags- og barnamálaráðherra með félagsmálastjórum. Á þeim fundi fór fram kynning á Hefjum störf sem Þóra Ágústsdóttir hjá Vinnumálastofnun fór yfir í tengslum við vinnumarkaðsúrræði.
Lagt fram til kynningar.

5.Hugmyndir um heimild til handa ráðherra að setja reglugerð um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga

Málsnúmer 202104044Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur dags. 26.mars 2021 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um hugmyndir um heimild til handa ráðherra að setja reglugerð um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Sambandið ítrekar harða andstöðu sina gegn þessum hugmyndum og væntir þess að félagsmálaráðuneytið virði hér eftir sem hingað til stjórnarskrárvarið sjálfstæði sveitarfélaga. Sambandið er nú sem endra nær reiðubúið til þess að vinna með ráðuneytinu og samtökum stjórnenda í velferðarþjónustu sveitarfélaga að framþróum þess fjárhagslega stuðnings sem sveitarfélög veita íbúum sínum, helst þyrfti að ganga til heildurendurskoðunar á VI. kafla félagsþjónustulaga auk nýrrar hugmyndavinnu um gerð opinberra lágmarksframfærsluviðmiða á grundvelli neysluviðmiða. Á sama tíma þarf að ná víðtækri samstöðu um að öll fjárhagsaðstoð sé undanþegin skattlagningu.
Félagsmálaráð tekur undir bréf Karls Björnssonar, framkvæmdarstjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga til handa félags- og barnamálaráðherra.

6.Aukið félagsstarf fullorðinna 2021 vegna COVID-19

Málsnúmer 202103054Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur dags. 11.mars 2021 frá Félagsmálaráðuneytinu þar sem félags- og barnamálaráðherra hvetur sveitarfélög til að efla félagsstarf fullorðinna á árinu 2021, með það að markmiði að rjúfa félagslega einangrun sem orðið hefur vegna Covid-19. Leggur félags- og barnamálaráðherra sérstaka áherslu á frístundaiðkun, geðrækt, hreyfingu, tæknilæsi og forvarnir með það að markmiði að auka lífsgæði og heilbriðgi fólks, fyrirbyggja og draga úr félaglegri einangrun. Á þessum grundvelli gefst sveitarfélögum kostur á að sækja fjárframlag vegna viðbótarverkefna í félagsstarfi fullorðinna árið 2021.
Félagsmálasvið sem og fræðslu- og menningarsvið hefur sent inn umsókn til ráðuneytisins.
Lagt fram til kynningar.

7.Stuðningur til að efla virkni, vellíðan og félagsfærni barna í viðkvæmri stöðu á tímum COVID-19

Málsnúmer 202103065Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur dags. 12.mars 2021 frá Félagsmálaráðuneytinu þar sem félags- og barnamálaráðherra hvetur sveitarfélög til að efla frístundastarfsemi fyrir börn í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Verið er að horfa til aldurshópsins 12 til 16 ára með sérstaka áherslu á að leita verðir einstaklingsbundna leiða til að ná til þess hóps barna hvað síst sækja reglubundið frístundastarf. Sveitarfélögum gefst kostur á að sækja um fjárframlag vegna sérstakra viðbótarverkefna í frístundastarfi barna sumarið 2021. Félagsmálasvið sem og fræðslu- og menningarsvið hefur sent inn sameiginlega umsókn til ráðuneytisins
Lagt fram til kynningar.

8.Mánaðarlegar skýrslur bókhalds 2021 vs. áætlun fyrir fagráð

Málsnúmer 202102005Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fjárhagsstaða félagsmálasviðs fyrir árið 2021

9.Beiðni um viðauka vegna íbúðakjarna Lokastig - langtímaveikindi

Málsnúmer 202103140Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar viðaukarbeiðni og svar byggðarráðs; sem send var til byggðarráðs vegna langtímaveikinda starfsmanns við íbúðakjarnan í Lokastíg. Viðaukabeiðnin hljóðar uppá 5.906.448,- kr. Einnig var lögð fram til kynningar viðaukabeiðni og svar byggðarráðs vegna veikinda starfsmanna í heimilisþjónustu
Lagt fram til kynningar.

10.Notendaráð

Málsnúmer 202003135Vakta málsnúmer

Lögð fyrir fundargerð notendaráðs sem haldinn var í fjarfundi þann 25. febrúar 2021.
Lagt fram til kynningar.

11.Til umsagnar frumvarp til laga um um breytingu á lögum um réttindi sjúklinga, nr. 741997 (beiting nauðungar), 563. mál.

Málsnúmer 202103080Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur dags. 15. mars 2021 frá nefndarsviði Alþingis þar sem Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi sjúklinga, nr. 741997 (beiting nauðungar), 563. mál.
Lagt fram til kynningar.

12.Orlof húsmæðra 2021

Málsnúmer 202104036Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 7.apríl 2021 þar sem fram kemur að samkvæmt upplýsingum frá Félagsmálaráðuneytinu skal framlag sveitarfélaga til orlofsnefnda á hverju svæði vera minnst 120,51,- kr fyrir hvern íbúa sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar.

13.Stöðuskýrslur uppbyggingarteymis

Málsnúmer 202009032Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 25.mars 2021 þar sem fram kemur stöðuskýrslur uppbyggingarteymis sem samanstendur af Félagsmálaráðuneytinu, samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Lilja Guðnadóttir formaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir varaformaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Felix Jósafatsson aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Franklín Karlsdóttir Ráðgjafaþroskaþjálfi