Aukið félagsstarf fullorðinna 2021 vegna COVID-19

Málsnúmer 202103054

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 249. fundur - 13.04.2021

Tekinn fyrir rafpóstur dags. 11.mars 2021 frá Félagsmálaráðuneytinu þar sem félags- og barnamálaráðherra hvetur sveitarfélög til að efla félagsstarf fullorðinna á árinu 2021, með það að markmiði að rjúfa félagslega einangrun sem orðið hefur vegna Covid-19. Leggur félags- og barnamálaráðherra sérstaka áherslu á frístundaiðkun, geðrækt, hreyfingu, tæknilæsi og forvarnir með það að markmiði að auka lífsgæði og heilbriðgi fólks, fyrirbyggja og draga úr félaglegri einangrun. Á þessum grundvelli gefst sveitarfélögum kostur á að sækja fjárframlag vegna viðbótarverkefna í félagsstarfi fullorðinna árið 2021.
Félagsmálasvið sem og fræðslu- og menningarsvið hefur sent inn umsókn til ráðuneytisins.
Lagt fram til kynningar.

Félagsmálaráð - 250. fundur - 11.05.2021

Tekið fyrir erindi frá félagsmálaráðuneytinu dags. 27.04.2021 þar sem fram kemur að félagsmálaráðuneytið hefur samþykkt innsenda umsókn frá Félagsmálasviði og Fræðslu- og menningarsviði Dalvíkurbyggðar um fjárframlag vegna sérstakra viðbótarverkefna í félagsstarfi fullorðinna fyrir árið 2021. Eins og fram kom í bréfi félags- og barnamálaráðherra þann 15. mars sl. er við útdeilingu fjármagns horft til fjölda 67 ára og eldri í sveitarfélaginu * 1.700 kr. Miðað er við upplýsingar Hagstofu Íslands 1. janúar 2021. Skila skal skýrslu um verkefnið fyrir 1. febrúar 2022.
Félagsmálastjóri kynnti fyrir félagsmálaráði tillögum að dagskrá sumarsins. Félagsmálaráð lýsir yfir ánægju sinni með verkefnið.