Stuðningur til að efla virkni, vellíðan og félagsfærni barna í viðkvæmri stöðu á tímum COVID-19

Málsnúmer 202103065

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 249. fundur - 13.04.2021

Tekinn fyrir rafpóstur dags. 12.mars 2021 frá Félagsmálaráðuneytinu þar sem félags- og barnamálaráðherra hvetur sveitarfélög til að efla frístundastarfsemi fyrir börn í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Verið er að horfa til aldurshópsins 12 til 16 ára með sérstaka áherslu á að leita verðir einstaklingsbundna leiða til að ná til þess hóps barna hvað síst sækja reglubundið frístundastarf. Sveitarfélögum gefst kostur á að sækja um fjárframlag vegna sérstakra viðbótarverkefna í frístundastarfi barna sumarið 2021. Félagsmálasvið sem og fræðslu- og menningarsvið hefur sent inn sameiginlega umsókn til ráðuneytisins
Lagt fram til kynningar.

Félagsmálaráð - 250. fundur - 11.05.2021

Tekið fyrir erindi frá félagsmálaráðuneytinu dags 05.05.2021 þar sem fram kemur að ráðuneytið hafi samþykkt innsenda umsókn um aukið fjárframlag til að efla virkni, vellíðan og félagsfærni barna í viðkvæmri stöðu sumarið 2021. Umsókn var send frá Félagsmálasvið og Fræðslu- og menningarsviði. Eins og framn hefur komið er horft til fjölda barna á aldrinum 12-16 ára við útdeilingu fjár. Skila þarf skýrslu um árangur verkefnis fyrir 1. febrúar 2022
Félagsmálastjóri kynnti fyrir félagsmálaráði tillögum að dagskrá sumarsins. Félagsmálaráð lýsir yfir ánægju sinni með verkefnið.