íþrótta- og tómstundastyrkir til barna á lágtekjuheimilum

Málsnúmer 202009035

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 242. fundur - 08.09.2020

Tekinn fyrir rafpóstur dags. 01.09.2020 frá Félagsmálaráðuneytinu þar sem fram kemur að ákveðið hefur verið að opna fyrir umsóknir um íþrótta og tómstundastyrki þegar líður á haustið. Endanleg dagsetning ræðst af því hvenær rafrænar lausnir sveitarfélaga verða tilbúnar. Samhliða verður ráðist í átakið "Allir með". Sveitarfélögin þurfa að setja saman leiðbeiningar um umsóknarferil innan síns sveitarfélags.
Lagt fram til kynningar.

Félagsmálaráð - 243. fundur - 29.09.2020

Tekin fyrir rafbréf frá Félagsmálaráðuneytinu dags. 25.09 2020 vegna umsókna um íþrótta- og tómstundastyrki. Einnig tekið fyrir rafbréf dags. 18.09 2020 um fyrirmyndir að reglum um úthlutun íþrótta- og tómstundastyrkja.
Lagt fram til kynningar.

Félagsmálaráð - 244. fundur - 10.11.2020

Lögð voru fram drög að reglum um úthlutun íþrótta- og tómstundastyrkja til lágtekjuheimila frá sambandi íslenskra sveitarfélaga. Samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu eiga börn rétt á íþrótta/frístundastyrk ef heildartekjur foreldra eru undir 740.000 kr. Sveitarfélagið sér um afgreiðslu og útgreiðslu styrkjanna. Umsóknir slíkra styrkja fara fram í gegnum þjónustugátt sveitarfélagsins. Opna á fyrir umsóknir 15. nóvember 2020.
Lagt fram til kynningar.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 125. fundur - 01.12.2020

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrk vegna áhrifa af Covid-19. Upplýsingar er að finna á heimasíðu Dalvíkurbyggðar.
Lagt fram til kynningar.

Félagsmálaráð - 245. fundur - 08.12.2020

Tekin fyrir drög að reglum Dalvíkurbyggðar um úthlutun á íþrótta- og tómstundastyrk vegna barna á tekjulágum heimilum skólaárið 2020-2021
Félagsmálaráð samþykkir reglur Dalvíkurbyggðar til úthlutunar á íþrótta- og tómstundastyrk vegna barna á tekjulágum heimilum fyrir skólaárið 2020-2021

Sveitarstjórn - 330. fundur - 15.12.2020

Á 245. fundi félagsmálaráðs þann 8. desember 2020 var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir drög að reglum Dalvíkurbyggðar um úthlutun á íþrótta- og tómstundastyrk vegna barna á tekjulágum heimilum skólaárið 2020-2021
Félagsmálaráð samþykkir reglur Dalvíkurbyggðar til úthlutunar á íþrótta- og tómstundastyrk vegna barna á tekjulágum heimilum fyrir skólaárið 2020-2021."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu félagsmálaráðs og tillögu að reglum Dalvíkurbyggðar til úthlutunar á íþrótta- og tómstundastyrk vegna barna á tekjulágum heimilum fyrir skólaárið 2020-2021.

Félagsmálaráð - 249. fundur - 13.04.2021

Lagt fram til kynningar erindi dags. 23.02.2021 frá félagsmálaráðuneytinu. Í erindi er vakin athygli á því að umsóknarfrestur um íþrótta og tómstundastyrk til barna á lágtekjuheimilium hefði verið lengdur til 15. apríl. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu sem barst fyrr á árinu eiga 54 börn í Dalvíkurbyggð rétt á þessum greiðslum en styrkurinn hefur einungis verið nýttur fyrir 18 börn.
Lagt fram til kynningar.

Félagsmálaráð - 252. fundur - 31.08.2021

Tekinn fyrir rafpóstur frá Félagsmálaráðuneytinu. Umsóknum um auka íþrótta- og tómstundastyrk fyrir skólaárið 2020-2021 er lokið og mun ný úthlutun á styrkjum hefjast á haustönn 2021.
Alls nýttu 16 börn tómstundastyrk fyrri part árs og einungis 2 til viðbótar styrkinn í sumar.
Lagt fram til kynningar.