Tekinn fyrir rafpóstur dags. 01.09.2020 frá Félagsmálaráðuneytinu þar sem fram kemur að ákveðið hefur verið að opna fyrir umsóknir um íþrótta og tómstundastyrki þegar líður á haustið. Endanleg dagsetning ræðst af því hvenær rafrænar lausnir sveitarfélaga verða tilbúnar. Samhliða verður ráðist í átakið "Allir með". Sveitarfélögin þurfa að setja saman leiðbeiningar um umsóknarferil innan síns sveitarfélags.