Landbúnaðarráð

120. fundur 17. ágúst 2018 kl. 09:00 - 11:45 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Jón Þórarinsson Formaður
 • Ingunn Magnúsdóttir varaformaður
 • Freyr Antonsson aðalmaður
 • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
 • Hildur Birna Jónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Erindisbréf landbúnaðarráðs og ákvörðun um fundartíma ráðsins

Málsnúmer 201807048Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu erindisbréf landbúnaðarráðs.
Landbúnaðarráð samþykkir framlagt erindisbréf með áorðnum breytingum.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

2.Leiga á beitar og slægju

Málsnúmer 201506034Vakta málsnúmer

Til umræðu leiga á beitar og slægjulöndum.
Landbúnaðarráð ítrekar að notast sé við það form leigusamninga sem tíðkast hefur á leigulandi sveitarfélagsins.
Nýting á landinu er á ábyrð leigutaka.

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201808022Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál.
Bókað í trúnaðarmálabók.

4.Göngur og réttir í Dalvíkurbyggð 2018

Málsnúmer 201805030Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 4. ágúst 2018 óskar fjallskilanefnd Árskógsdeildar eftir breytingum á gangnafyrirkomulagi.
Landbúnaðarráð gerir ekki athugasemdir við framlagðar óskir um breytingu á gangnafyrirkomulagi.
Ráðið vill ennfremur minna á eftirfarandi atriði:

Skipulag gangna og rétta hér á landi er félagsleg framkvæmd skv.
afréttarlögunum nr./1986 með síðari breytingum, undir stjórn
bæjar- og sveitastjórna um land allt. Fjallskilanefndum er síðan
falið að sjá um framkvæmdina í umboði þeirra í samræmi við
fjallskilasamþykkt sveitarfélaga.

Samkvæmt 19.gr fjallskilasamþykktarinnar ber gangnaforingjum skylda til að tilkynna fjallskilastjóra um gangnarof. Sá sem ekki mætir eða sendir fullgildan gangnamann í göngur á þeim stað og tíma, er honum hefur verið gert að skila gangnadagsverki, telst hafa framið gangnarof. Skal hann þá greiða fyrir gangnarof í sveitar- eða fjallskilasjóð, sem svarar einu og hálfu dagsverki eins og það er metið á hverjum tíma, eftir ákvörðun
sveitarstjórnar.

Samþykkt með fimm atkvæðum

5.Skipun fjallskilastjóra 2018-2022

Málsnúmer 201808010Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu skipan fjallskilastjóra í deildunum þremur í Dalvíkurbyggð.
Ráðið leggur til eftirfarandi aðila:

Svarfdæladeild:
Árni Sigurður Þórarinsson,Hofi. Fjallskilastjóri.
Atli Friðbjörnsson, Hóli.
Friðrik Arnarsson, Jörfatúni.
Kristín Sigurhanna Sigtryggsdóttir, Hofi.

Dalvíkudeild:
Sigurbjörg Einarsdóttir, Hóli. Fjallskilastjóri.
Ottó B Jakobsson, Dalvík.
Þorleifur Kristinn Karlsson, Hóli.
Zophonías Ingi Jónmundsson, Hrafnsstöðum.

Árskógsdeild:
Jónas Þór Leifsson, Syðri-Haga. Fjallskilastjóri.
Gitta Unn Ármannsdóttir, Syðri-Haga.
Snorri Snorrason, Krossum.

Samþykkt með fimm atkvæðum

6.Ósk um áframhaldandi fjárveitingu í fjallgirðingarsjóðinn

Málsnúmer 201609128Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 13. ágúst 2018 óskar fjallgirðingarnefnd/fjallskilanefnd Árskógsdeildar eftir áframhaldandi framlagi sveitarfélagsins til fjallgirðingarsjóðs samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Landbúnaðarráð frestar afgreiðslu og felur sviðsstjóra að legggja fram stöðu verkefnisins fyrir næsta fund ráðsins.

7.Fundur á vegum Forsætisráðuneytis, 30. ágúst 2018

Málsnúmer 201807081Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Forsætisráðuneytinu, dagsett þann 9. júlí 2018, þar sem fram kemur að ráðuneytið áformar að halda fund fimmtudaginn 30. ágúst n.k. á Akureyri um málefni þjóðlendna og er nú haldinn í fimmta sinn. Að þessu sinni er einnig ætlunin að bjóða forsvarsmönnum fjallskilanefnda á fundinn.

Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

8.Erindi frá Matvælastofnun

Málsnúmer 201807115Vakta málsnúmer

Til umræðu erindi frá MAST dags. 24. júlí 2018.
Lagt fram til kynningar.

9.Hólf við Böggvisstaði

Málsnúmer 201807116Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu innsend erindi frá Lilju Björk Reynisdóttur fyrir hönd Hestamannafélagsins Hrings dags. 26. júlí 2018 þar sem óskað er eftir breytingu á leiguhólfi hestamannafélagsins í landi Böggvisstaða samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.
Landbúnaðarráð getur ekki fallist á umbeðin makaskipti þar sem það land sem óskað er eftir er þegar í útleigu.
Ráðið bendir á að aðliggjandi land neðan Böggvisstaða er laust til útleigu.

Fundi slitið - kl. 11:45.

Nefndarmenn
 • Jón Þórarinsson Formaður
 • Ingunn Magnúsdóttir varaformaður
 • Freyr Antonsson aðalmaður
 • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
 • Hildur Birna Jónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs