Landbúnaðarráð - 120, frá 17.08.2018

Málsnúmer 1808004F

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 874. fundur - 23.08.2018

Sveitarstjóri vék af fundi kl. 11:04 til annarra starfa.

Til afgreiðslu:
1. liður.
4. liður.
5. liður.
9. liður.
  • Til afgreiðslu erindisbréf landbúnaðarráðs. Landbúnaðarráð - 120 Landbúnaðarráð samþykkir framlagt erindisbréf með áorðnum breytingum.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum afgreiðslu landbúnaðarráðs.

  • Til umræðu leiga á beitar og slægjulöndum. Landbúnaðarráð - 120 Landbúnaðarráð ítrekar að notast sé við það form leigusamninga sem tíðkast hefur á leigulandi sveitarfélagsins.
    Nýting á landinu er á ábyrð leigutaka.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • .3 201808022 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál. Landbúnaðarráð - 120 Bókað í trúnaðarmálabók.
  • Með innsendu erindi dags. 4. ágúst 2018 óskar fjallskilanefnd Árskógsdeildar eftir breytingum á gangnafyrirkomulagi. Landbúnaðarráð - 120 Landbúnaðarráð gerir ekki athugasemdir við framlagðar óskir um breytingu á gangnafyrirkomulagi.
    Ráðið vill ennfremur minna á eftirfarandi atriði:

    Skipulag gangna og rétta hér á landi er félagsleg framkvæmd skv.
    afréttarlögunum nr./1986 með síðari breytingum, undir stjórn
    bæjar- og sveitastjórna um land allt. Fjallskilanefndum er síðan
    falið að sjá um framkvæmdina í umboði þeirra í samræmi við
    fjallskilasamþykkt sveitarfélaga.

    Samkvæmt 19.gr fjallskilasamþykktarinnar ber gangnaforingjum skylda til að tilkynna fjallskilastjóra um gangnarof. Sá sem ekki mætir eða sendir fullgildan gangnamann í göngur á þeim stað og tíma, er honum hefur verið gert að skila gangnadagsverki, telst hafa framið gangnarof. Skal hann þá greiða fyrir gangnarof í sveitar- eða fjallskilasjóð, sem svarar einu og hálfu dagsverki eins og það er metið á hverjum tíma, eftir ákvörðun
    sveitarstjórnar.

    Samþykkt með fimm atkvæðum
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu landbúnaðarráðs.
  • Til afgreiðslu skipan fjallskilastjóra í deildunum þremur í Dalvíkurbyggð. Landbúnaðarráð - 120 Ráðið leggur til eftirfarandi aðila:

    Svarfdæladeild:
    Árni Sigurður Þórarinsson,Hofi. Fjallskilastjóri.
    Atli Friðbjörnsson, Hóli.
    Friðrik Arnarsson, Jörfatúni.
    Kristín Sigurhanna Sigtryggsdóttir, Hofi.

    Dalvíkudeild:
    Sigurbjörg Einarsdóttir, Hóli. Fjallskilastjóri.
    Ottó B Jakobsson, Dalvík.
    Þorleifur Kristinn Karlsson, Hóli.
    Zophonías Ingi Jónmundsson, Hrafnsstöðum.

    Árskógsdeild:
    Jónas Þór Leifsson, Syðri-Haga. Fjallskilastjóri.
    Gitta Unn Ármannsdóttir, Syðri-Haga.
    Snorri Snorrason, Krossum.

    Samþykkt með fimm atkvæðum
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu landbúnaðarráðs.
  • Með innsendu erindi dags. 13. ágúst 2018 óskar fjallgirðingarnefnd/fjallskilanefnd Árskógsdeildar eftir áframhaldandi framlagi sveitarfélagsins til fjallgirðingarsjóðs samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Landbúnaðarráð - 120 Landbúnaðarráð frestar afgreiðslu og felur sviðsstjóra að legggja fram stöðu verkefnisins fyrir næsta fund ráðsins. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir bréf frá Forsætisráðuneytinu, dagsett þann 9. júlí 2018, þar sem fram kemur að ráðuneytið áformar að halda fund fimmtudaginn 30. ágúst n.k. á Akureyri um málefni þjóðlendna og er nú haldinn í fimmta sinn. Að þessu sinni er einnig ætlunin að bjóða forsvarsmönnum fjallskilanefnda á fundinn.

    Til umræðu ofangreint.
    Landbúnaðarráð - 120 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu erindi frá MAST dags. 24. júlí 2018. Landbúnaðarráð - 120 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til afgreiðslu innsend erindi frá Lilju Björk Reynisdóttur fyrir hönd Hestamannafélagsins Hrings dags. 26. júlí 2018 þar sem óskað er eftir breytingu á leiguhólfi hestamannafélagsins í landi Böggvisstaða samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti. Landbúnaðarráð - 120 Landbúnaðarráð getur ekki fallist á umbeðin makaskipti þar sem það land sem óskað er eftir er þegar í útleigu.
    Ráðið bendir á að aðliggjandi land neðan Böggvisstaða er laust til útleigu.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu landbúnaðarráðs.

    Fleira þarfnast ekki afgreiðslu byggðaráðs og þeir liðir í fundargerðinni sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í byggðaráði.