Umhverfisráð

308. fundur 16. ágúst 2018 kl. 08:15 - 11:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Móttaka sorps á gámasvæði

Málsnúmer 201402132Vakta málsnúmer

Til umræðu breytingar á móttöku sorps á gámasvæðinu við Sandskeið.
Undir þessum lið koma á fundinn þeir Óskar Árnason og Ólafur Georgsson kl 08:15.
Óskar og Ólafur viku af fundi kl. 08:44.
Ráðið þakkar þeim fyrir greinargóða yfirferð á rekstri gámasvæðisins og hvað betur má fara.
Ráðið leggur til að gerð verði breyting á gjaldskrá sorphirðu í samræmi við gjaldskrár nágrannasveitarfélaganna fyrir móttöku sorps á gámasvæðinu.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

2.Hugmyndir að sjósundsaðstöðu norðan og neðan við kaffihús Bakkabræðra

Málsnúmer 201808019Vakta málsnúmer

Undir þessum lið koma á fund ráðsins Kristín A. Símonardóttir og Bjarni Gunnarsson kl. 08:50.
Með innsendum rafpósti dags. 8. ágúst 2018 óskar Kristín A. Símonardóttir eftir að koma á fund ráðsins og kynna hugmyndir að sjósundaðstöðu norðan og neðan við kaffihús Bakkabræðra.
Bjarni og Heiða viku af fundi kl. 09:11.
Umhverfisráð þakkar þeim Bjarna og Heiðu fyrir kynninguna á fyrirhugaðri sjósundsaðstöðu.

3.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201807009Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 13.ágúst 2018 óskar Guðmar Ragnar Stefánsson, fyrir hönd Brúarsmiða ehf, eftir byggingarleyfi á lóðinni Gunnarsbraut 8, Dalvík.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir og felur sviðsstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi með fyrirvara um jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

4.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201808023Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 9. ágúst 2018 óska þau Atli Dagsson og Margrét Ásgeirsdóttir eftir endurnýjun á byggingarleyfi við Skógarhóla 18, Dalvík samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við framlagðar teikningar og felur sviðsstjóra að veita takmarkað byggingarleyfi með fyrirvara um jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

5.Starfs- og fjárhagsáætlun umhverfis- og tæknisviðs 2019

Málsnúmer 201808028Vakta málsnúmer

Til kynningar og umræðu gögn vegna starfs- og fjárhagsáætlunar 2019.
Lagt fram til kynningar.

6.Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna stækkunar á skógræktarsvæðinu á lögbýlinu Tungufelli í Svarfaðardal

Málsnúmer 201806027Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu umsókn um stækkun á skóræktarsvæði jarðarinnar Tungufells í Svarfaðardal sem vísað var til umhverfisráðs á 872. fundi byggðarráðs vegna skipulagsmála.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að veita umbeðið framkvæmdarleyfi, en bendir á að mikilvægt er að við fyrirhugaða endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins verði mörkuð stefna í skógrækt.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

7.Drög að frumvarpi um Þjóðgarðsstofnun í umsögn í samráðsgátt Stjórnarráðsins

Málsnúmer 201807120Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Skrifstofu yfirstjórnar Umhverfis-og auðlindaráðuneytisins dags. 27. júlí 2018.

Vakin er athygli á því að drög að frumvarpi um nýja stofnun sem ætlað er að hafa með höndum umsýslu allra þjóðgarða á Íslandi og annarra friðlýstra svæða auk almennrar náttúruverndar er nú komið til umsagnar í samráðsgátt Stjórnarráðsins. Þar er einnig birt tillaga að fyrirhuguðum breytingum á lögum nr. 60/2013 um náttúruvernd í samræmi við drög að frumvarpi um Þjóðgarðastofnun. Frestur til að skila umsögnum er til 5. september nk.
Þá er boðað til kynningarfundar á drögunum fimmtudaginn 23.ágúst 2018 á Hótel KEA Akureyri kl. 15:30-17:00.
Lagt fram til kynningar.

8.Hreinsunarátak á iðnaðarlóðum í Dalvíkurbyggð.

Málsnúmer 201807010Vakta málsnúmer

Til umræðu drög að bréfi til rekstraraðila vegna fyrirhugaðs hreinsunarátaks.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að senda út bréfið með áorðnum breytingum.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

9.Úttekt á götum, gangstéttum og göngustígum í sveitarfélaginu.

Málsnúmer 201808036Vakta málsnúmer

Til kynningar tilboð í gerð úttektar á götum, gangstéttum og göngustígum í sveitarfélaginu.
Umhverfisráð fór yfir þau þrjú tilboð sem bárust í verkefnið og leggur til að gengið verði að tilboði Eflu verkfræðistofu.
Ráðið leggur til að verkefnið verði fjármagnað af lið 09220-4320.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

10.Nýjar hugmyndir eigenda 0201 að Goðabraut 3, Dalvík.

Málsnúmer 201801126Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund ráðsins kl. 10:40 þau Friðrika og Sigurður eigendur 0201 að Goðabraut 3.
Til umræðu nýjar hugmyndir eigenda 0201 að Goðabraut 3, Dalvík vegna stækkunar.

Friðrika og Sigurður viku af fundi kl. 10:50.
Eigendur kynntu nýjar áætlanir fyrir ráðinu vegna stækkunar hússins.
Ráðið óskar eftir nánari teikningum af þeim tillögum sem kynntar voru.

11.Erindisbréf umhverfisráðs og fundartími ráðsins

Málsnúmer 201807007Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu erindisbréf umhverfisráðs.
Umhverfisráð samþykkir framlagt erindisbréf.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs