Málsnúmer 201807120Vakta málsnúmer
Tekinn fyrir rafpóstur frá Skrifstofu yfirstjórnar Umhverfis-og auðlindaráðuneytisins dags. 27. júlí 2018.
Vakin er athygli á því að drög að frumvarpi um nýja stofnun sem ætlað er að hafa með höndum umsýslu allra þjóðgarða á Íslandi og annarra friðlýstra svæða auk almennrar náttúruverndar er nú komið til umsagnar í samráðsgátt Stjórnarráðsins. Þar er einnig birt tillaga að fyrirhuguðum breytingum á lögum nr. 60/2013 um náttúruvernd í samræmi við drög að frumvarpi um Þjóðgarðastofnun. Frestur til að skila umsögnum er til 5. september nk.
Þá er boðað til kynningarfundar á drögunum fimmtudaginn 23.ágúst 2018 á Hótel KEA Akureyri kl. 15:30-17:00.
Ráðið þakkar þeim fyrir greinargóða yfirferð á rekstri gámasvæðisins og hvað betur má fara.
Ráðið leggur til að gerð verði breyting á gjaldskrá sorphirðu í samræmi við gjaldskrár nágrannasveitarfélaganna fyrir móttöku sorps á gámasvæðinu.
Samþykkt með fimm atkvæðum.