Grænbók sem skiptir máli fyrir sveitarfélög

Málsnúmer 201808006

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 873. fundur - 09.08.2018

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga dags 03.08.2018. Ríkið er á grundvelli laga um opinber fjármál að móta nýtt stefnumótunarverklag með gerð græn- og hvítbóka um málefnasvið þess. Fyrsta grænbókin hefur nú litið dagsins ljós. Hún fjallar um málefnasvið 6. Þar undir heyra hagskýrslugerð og grunnskrár ríkisins, þ.e. málefni hagstofu, þjóðskrár og landmælinga, en einnig málefni um upplýsingasamfélagið og sameiginleg stefnumótun ríkis og sveitarfélaga um þau mál.

Sveitarfélög eru hvött til þess að skoða Grænbókina. Hún er í opnu samráðsferli á http://samradsgatt.island.is og er umsagnafrestur til 15. ágúst.
Lagt fram til kynningar.