Nýkaup í Dalvíkurskóla

Málsnúmer 201808013

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 873. fundur - 09.08.2018

Tekin fyrir beiðni frá skólastjóra Dalvíkurskóla dagsett 7.ágúst 2018, viðauki við fjárhagsáætlun 2018. Óskað er eftir breytingu á fjárhagslykli 4210-2810 lækkun upp á 290.000 kr. Áætlað er að bíða með kaup á myndavélum fyrir skólalóð vegna skipulags lóðar alls kr. 600.000. Sótt er um að kaupa 3 skjalavistunarskápa til geymslu á viðkvæmum gögnum vegna innleiðingar á nýrri persónuverndarlöggjöf, kostnaður kr. 270.000 með flutningi. Þá er óskað eftir kaupum á pappírstætara upp á 40.000 kr.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka númer 19, lækkun á fjárhagslykli 4210-2810 sbr. ofangreint erindi. Upphæð var 600.000 kr en verður 310.000 kr eftir lækkun. Samtals hækkun á handbæru fé upp á kr. 290.000.