Svæðisskipulagsnefnd

Málsnúmer 201704072

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 299. fundur - 18.12.2017

Lögð fram til kynningar fundargerð Svæðisskipulagsnefndar frá 29. nóvember 2017 ásamt fjárhagsáætlun fyrir 2018.
Lagt fram til kynningar

Umhverfisráð - 306. fundur - 08.06.2018

Lagðar fram til kynningar fundargerðir svæðisskipulagsnefndar nr. 4 og 5 frá 11. janúar og 23. maí 2018.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 873. fundur - 09.08.2018

Tekið fyrir erindi frá Þresti Friðfinnssyni f.h. Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar, rafpóstur dags. 30.júlí 2018 þar sem hann óskar eftir upplýsingum um nöfn og netföng þeirra sem kjörnir hafa verið í svæðisskipulagsnefndina fyrir sveitarfélagið en næsti fundur nefndarinnar er áætlaður þann 14.ágúst nk.

Til umræðu ofangreint
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fulltrúar sveitarfélagsins í Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar 2018-2022 verði Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs og Haukur Arnar Gunnarsson formaður umhverfisráðs. Sveitarstjóra er falið að koma upplýsingunum til Svæðisskipulagsnefndar.