Náttúrusetur á Húsabakka ses; staða mála.

Málsnúmer 201609083

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 792. fundur - 15.09.2016

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hjörleifur Hjartarson, kl. 14:19, en Hjörleifur óskaði eftir að koma á fund byggðaráðs til að ræða málefni Náttúruseturs.



Til umræðu fuglasýningin sem verið hefur staðsett á Húsabakka "Friðland fuglanna" sem og umsjón með Friðlandi Svarfdæla.



Hjörleifur vék af fundi kl. 15:12.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa til menningarráðs umfjöllun um fuglasýninguna "Friðland fuglanna" og framtíð hennar.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að hafa samband við Umhverfisstofnun varðandi samninginn á milli Umhverfisstofunar og Dalvíkurbyggðar hvað varðar Friðland Svarfdæla og umsjón með því.

Menningarráð - 58. fundur - 27.09.2016

Undir þessum lið sat Íris Ólöf Sigurjónsdóttir, forstöðumaður Byggðarsafnsins Hvols.



Íris vék af fundi kl. 14:50



Í ljósi þess að búið er að selja Húsabakka, sem hýsir sýninguna Friðland fuglanna, var rætt hvað gera á við fuglasafnið og þær innréttingar sem fylgja fuglasýningunni á Húsabakka.
Fram kom að unnið er að því að pakka fuglasýningunni á Húsabakka niður í kassa þessa dagana. Forstöðumaður Byggðarsafnsins leggur til að lítill hluti af fuglasýningunni verði settur upp í Hvoli og restin verði sett í geymslu hjá sveitarfélaginu.



Menningarráð er sammála forstöðumanni Byggðarsafnsins að lítill hluti af fuglasýningunni verði settur upp í Hvoli og restinni verði komið fyrir í geymslu hjá sveitarfélaginu. Jafnframt verði leitað leiða varðandi hentugt framtíðar húsnæði fyrir fuglasýninguna.

Byggðaráð - 807. fundur - 12.01.2017

Á 792. fundi byggðaráðs þann 15. september s.l. var eftirfarandi bókað:

"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hjörleifur Hjartarson, kl. 14:19, en Hjörleifur óskaði eftir að koma á fund byggðaráðs til að ræða málefni Náttúruseturs. Til umræðu fuglasýningin sem verið hefur staðsett á Húsabakka "Friðland fuglanna" sem og umsjón með Friðlandi Svarfdæla. Hjörleifur vék af fundi kl. 15:12.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa til menningarráðs umfjöllun um fuglasýninguna "Friðland fuglanna" og framtíð hennar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að hafa samband við Umhverfisstofnun varðandi samninginn á milli Umhverfisstofunar og Dalvíkurbyggðar hvað varðar Friðland Svarfdæla og umsjón með því."





Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundum með Umhverfisstofnun og þeim upplýsingum sem hann hefur aflað sér um samninginn á milli Umhverfisstofunar og Dalvíkurbyggðar hvað varðar Friðland Svarfdæla og umsjón með því.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 873. fundur - 09.08.2018

Tekinn fyrir rafpóstur frá Bjarna Th.Bjarnasyni dags. 30.07.2017 þar sem hann óskar eftir að segja sig úr stjórn Náttúrusetursins á Húsabakka ses.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum úrsögn Bjarna Th.Bjarnasonar úr stjórn Náttúrusetursins á Húsabakka ses.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fulltrúi Dalvíkurbyggðar í stjórn Náttúrusetursins á Húsabakka ses verði Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri.

Byggðaráð - 927. fundur - 21.11.2019

Tekinn fyrir rafpóstur frá Ríkisskattstjóra, dagsettur 8. nóvember 2019, svar við beiðni frá stjórn Náttúrusetursins á Húsabakka um að fá að slíta félaginu skv. 83. gr. a laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög, svokölluð einföld slit.

Ekki er talið unnt að beita 83. gr. a. laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög við slit á sjálfseignarstofnun í atvinnurekstri sem starfar samkvæmt lögum nr. 33/1999. Talið er að um slit á sjálfseignarstofnun verði að fara eftir 85. gr. laganna og að kjósa þurfi skilanefnd.

Haft hefur verið samráð við aðra eigendur Náttúrusetursins ses og hafa þeir óskað eftir því að Dalvíkurbyggð leiði þessa vinnu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að skipa slitanefnd fyrir Náttúrusetrið á Húsabakka ses. Í nefndinni sitji Þorsteinn Þorsteinsson, löggiltur endurskoðandi hjá KPMG og Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri.