Byggðaráð

871. fundur 12. júlí 2018 kl. 13:00 - 16:52 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Jón Ingi Sveinsson formaður
 • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson aðalmaður
 • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
 • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá 100. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs frá 15. maí 2018; Frá Húsnæði og troðari

Málsnúmer 201802112Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, og Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:00.

Á 858. fundi byggðaráðs þann 1. mars 2018 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá stjórn Skíðafélags Dalvíkur, bréf dagsett þann 21. febrúar 2018, þar sem fjallað er um geymsluhúsnæði skíðasvæðisins annars vegar og endurnýjun á snjótroðara hins vegar. Óskað er eftir viðræðum við sveitarfélagið um þessi mál.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs til umfjöllunar. "

Á 99. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 3. apríl 2018 var eftirfarandi bókað:
"Íþrótta- og æskulýðsráð felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að ræða nánar við skíðafélagið vegna endurnýjunar á snjótroðara og framtíðarhúsnæði samkvæmt umræðum á fundinum."

Á 100. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 15. maí 2018 var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir greinagerð frá Skíðafélagi Dalvíkur varðandi endurnýjun á troðara félagsins og uppbyggingu geymsluhúsnæði félagsins. Íþrótta- og æskulýðsráð telur þá leið að endurnýja dælur ofl. (leið 2 í greinagerð) sé vænlegasti kosturinn. Þetta gefur troðaranum nokkur ár til viðbótar. Í framhaldi verði svo gerð tímaáætlun um endurnýjun á troðaranum. Ráðinu lýst vel á áætlanir skíðafélagsins um framtíðaruppbygingu geymsluhúsnæðis félagsins og vísar því til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunarvinnu næsta haust."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur, dagsett þann 10. maí 2018, sem var sent til íþrótta- og æskulýðsráðs í framhaldi af fundi með íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs þann 13. apríl s.l. Fram kemur að leið 2 sem íþrótta- og æskulýðsráð lagði til vegna viðhalds á snjótroðara er áætlað að kosti kr. 4.774.879 og er innifalið 3 nýjar aðaldælur, ný fæði og drifdæla, milligírar yfirfarnir og vinna við dæluskiptin.

Til umræðu ofangreint.

a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa tillögu íþrótta- og æskulýðsráðs hvað varðar leið 2 í greinargerð Skíðafélags Dalvíkur til gerðar fjárhagsáætlunar 2019. Að sama skapi samþykkir byggðaráð samhljóða með 3 atkvæðum að vísa áætlunum Skíðafélags Dalvíkur um framtíðaruppbyggingu geymsluhúsnæðis til gerðar fjárhagsáætlunar 2019.
b)Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Skíðafélag Dalvíkur fái Hreiður allt til afnota nú þegar, sbr. erindi frá félaginu 21. febrúar 2018.

2.Frá 100. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 15. maí 2018; Starfsemi Víkurrastar / félagsmiðstöðvar

Málsnúmer 201803122Vakta málsnúmer

Á 17. fundi ungmennaráðs þann 25. apríl 2018 var eftirfarandi bókað:

"Ungmennaráð lýsir yfir óánægju sinni með vinnubrögð við niðurlögn á starfi forstöðumanns Víkurrastar á sínum tíma. Ráðið telur að ekki hafi verið skoðað nægilega vel þörfin á því að ráða í starfið aftur með tilvísan í mannauðsstefnu Dalvíkurbyggðar, þar segir að áður en eldra starf er auglýst laust til umsóknar skal forstöðumaður stofnunar eða sviðsstjóri ef tilefni er til meta þörf fyrir ráðningu í starfið. Ljóst er að mikil þjónustuskerðing hefur átt sér stað og telur ráðið nauðsynlegt að ráðinn verði forstöðumaður sem sinnir starfi félagsmiðstöðvar og ungmennarstarfs í Víkurröst. Það er þá einnig í samræmi við tillögur vinnuhóps um nýtingu Víkurrastar um að markaðssetja húsið og ná fram meiri nýtingu með því að gera húsið að Frístundahúsi. Ráðið telur það ekki samræmast að leggja meiri áherslu á starfsemi Víkurrastar og um leið að leggja niður starf forstöðumanns. Ráðið leggur til að málið verði endurmetið og að ráðið verði aftur í sambærilegt starf forstöðumanns Víkurrastar. Ráðið telur mikilvægt að búið verði að vinna þetta fyrir upphaf starfsárs félagsmiðstöðvar næsta haust. Ráðið er tilbúið að koma að þeirri vinnu við að meta og fara yfir með hvaða hætti sé best að endurskipuleggja starfið."


Á 100. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 15. maí 2018 var eftirfarandi bókað:
"Íþrótta- og æskulýðsráð tekur undir með ungmennaráði og telur mikilvægt að skoðað verði frá grunni með hvaða hætti starfsemi Víkurrastar og þar með félagsmiðstöðvar verði til framtíðar. Það eru miklir möguleikar í alhliða frístundahúsi í Víkurröst. Ráðið telur mikilvægt að þetta verði unnið áfram í samráði við ungmennaráð og sett í farveg þannig að í haust verði búið að móta stefnu um það með hvaða hætti starfsemi Víkurrastar verði háttað."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 2. júlí 2018, á starfi forstöðumanns Víkurrastar og núverandi stöðu íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og nær yfir stöðu mála áður og eftir að starf forstöðumanns félagsmiðstöðar var lagt niður.

Til umræðu ofangreint.

Gísli Rúnar vék af fundi kl. 14:14
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til gerðar fjárhagsáætlunar 2019.

3.Frá 68. fundi menningarráðs þann 3. júlí 2018; Erindi frá forstöðumanni bóka- og héraðsskjalasafns Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201806131Vakta málsnúmer

Á 68. fundi menningarráðs þann 3. júli 2018 var eftirfarandi bókað:
"Forstöðumaður bóka- og héraðsskjalasafns lagði fyrir menningarráð eftirfarandi spurningar: 1) Er möguleiki á að hafa Brimars sýninguna opna út júlí. 2) Möguleikann á að bjóða upp á leiðsagnir yfir Fiskidagshelgina. 3) Vill Dalvíkurbyggð kaupa eintök af bókinni "Demantar Dalvíkurbyggðar" til gjafa. 4) Hvert er hlutverk og stefna Listaverkasafns Dalvíkurbyggðar.
Menningarráð tók fyrir erindi frá forstöðumanni Bóka- og héraðsskjalasafns Dalvíkurbyggðar. 1) Sér liður á dagskrá fundarins. 2) Menningarráði líst vel á hugmyndina en ekki liggur fyrir formleg umsókn með kostnaðaráætlun og því er sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs falið að vinna málið áfram. 3) Menningarráði finnst hugmyndin góð og vísar þessum lið til Byggðaráðs. 4) Farið var yfir söfnunarstefnu listaverkasafns Dalvíkurbyggðar. Málið verður tekið upp á næsta fundi ráðsins."

Til umfjöllunar 3. liður hér að ofan sem vísað er til byggðaráðs, þ.e. kaup á bókinni "Demantar Dalvíkurbyggðar" til gjafa.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna hugmynd menningarráðs um að kaupa rit "Demantar Dalvíkurbyggðar" til gjafar. Á undanförnum árum hefur Dalvíkurbyggð ekki keypt fyrirfram bækur, diska og þess háttar til að eiga til gjafar. Einnig að gæta þarf þá jafnræðis hvað varðar magnkaup af einum aðila umfram aðra.

4.Frá sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs; undirritaður leigusamningur um Rima við Bakkabjörg ehf.

Málsnúmer 201705060Vakta málsnúmer

Á 868. fundi byggðaráðs þann 24. maí 2018 var samþykkt samhljóða með 2 atkvæðum að bjóða Bakkabjörg ehf. að leiga Rima ásamt tjaldsvæði tímabundið tímabilið frá og með 1. júní til 1. október 2018 og að leiguverðið verði kr. 65.000 per mánuð með öllum gjöldum, þ.e. hita, rafmagni, tryggingum, o.s.frv.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi til upplýsingar undirritaður leigusamningur á milli Dalvíkurbyggðar og Bakkabjargar ehf.

Hlynur vék af fundi kl. 14:29.
Lagt fram til kynningar.

5.Frá Arngrími Vídalín Baldurssyni; Endurnýjun fjallgirðingar jarðanna Syðra-Hvarfs og Hjaltastaða

Málsnúmer 201805054Vakta málsnúmer

Á 118. fundi landbúnaðarráðs þann 14. maí 2018 var eftirfarandi bókað:
"Með innsendu erindi dags. 3. maí 2018 óskar Arngrímur Vídalín Baldursson eftir aðkomu Dalvíkurbyggðar vegna endurnýjunar á fjallgirðingu í landi Syðra-Hvarfs og Hjaltastaða.
Landbúnaðarráð getur ekki fallist á þátttöku sveitarfélagsins þar sem ekki er um sambærilegar aðstæður að ræða og á Árskógsströnd. Samþykkt með þremur atkvæðum."

Á 304. fundi sveitarstjórnar þann 11. júní 2018 var ofangreind afgreiðsla landbúnaðarráðs samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

Tekið fyrir erindi frá Arngrími Vídalín Baldurssyni, dagsett þann 4. júní 2018, þar sem vísað er í ofangreint erindi frá 3. maí s.l. og afgreiðslu landbúnaðarráðs.

Lagðar eru fram 2 spurningar:
Er fagnefnd eins og landbúnaðarráði falin fullnaðarafgreiðsla mála ?

Ef svo er;
Eru þessir meðlimir þessara nefnda kjörnir af íbúunum til þessara starfa ?

Ef svar sveitarstjórnar er sama og álit landbúnaðarráðs óskar bréfritari eftir því skriflega og rökstuðningi fyrir ákvörðuninni.

Einnig er óskað eftir stofnskjali fyrir sjóðinn sem stofnsettur var vegna fjallgirðinga á Árskógsströnd og upplýsingum um framlög sveitarfélagsins til girðingamála skv. fjárhagsáætlun, allt frá sameiningu sveitarfélaganna 1998.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að gera drög að svarbréfi og leggja fyrir byggðaráð.

6.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201806081Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

7.Árskógur lóð 1; staða mála

Málsnúmer 201711054Vakta málsnúmer

Á 870. fundi byggðaráðs þann 4. júlí 2018 var eftirfarandi bókað:
"Á 869. fundi byggðaráðs þann 22. júní 2018 samþykkti byggðaráð að fela sveitastjóra að ræða við eigendur að Árskógi lóð 1 um framhald málsins. Sveitarstjóri gerði grein fyrir framvindu málsins á milli funda byggðaráðs og samtölum sínum við eigendur að Árskógi lóð 1 að lausnum. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að taka málið áfram. "

Sveitarstjóri gerði grein fyrir framvindu mála og samningaviðræðum við eigendur að Árskógi lóð 1 um lausnir.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.

8.Siðareglur kjörinna fulltrúa - endurskoðun í upphafi kjörtímabils

Málsnúmer 201806084Vakta málsnúmer

Á 869. fundi byggðaráðs þann 22. júní 2018 var eftirfarandi bókað:
"Gildandi siðareglur fyrir kjörna fulltrúa er að finna á eftirfarandi slóð á heimasíðu sveitarfélagsins. https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Adalvefur/Reglugerdir/sidareglur-kjorinna-fulltrua-i-dalvikurbyggdar-stadfesting-raduneytis-.pdf 29. gr. sveitarstjórnarlaga fjallar um siðareglur og góðir starfshættir en þar segir: "Sveitarstjórn skal setja sér siðareglur sem sendar skulu ráðuneytinu til staðfestingar. Ef siðareglur eru í gildi skal ný sveitarstjórn meta hvort ástæða sé til endurskoðunar þeirra. Ef niðurstaðan er sú að siðareglur þarfnist ekki endurskoðunar halda þær gildi sínu. Tilkynna skal ráðuneytinu um þá niðurstöðu. Siðareglur sveitarstjórnar skulu birtar opinberlega á vefsíðu sveitarfélagsins eða á sambærilegan hátt. Öllum kjörnum fulltrúum í sveitarstjórn og nefndum og ráðum sem sveitarstjórn skipar ber að haga störfum sínum í samræmi við settar siðareglur. Samband íslenskra sveitarfélaga skipar nefnd sem veitt getur álit um siðareglur og um ætluð brot á þeim. Ráðuneytið getur borið tillögur sveitarstjórna um siðareglur undir nefndina áður en það tekur þær til staðfestingar. " Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar. "

Á 870. fundi byggðaráðs þann 4. júlí s.l. var umfjöllun og afgreiðslu frestað.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að koma með tillögur að breytingum sem ræddar voru á fundinum, t.d. að álitaefnum sé vísað til siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

9.Frá fjármála- og stjórnsýslusviði; Ráðningarnefnd Dalvíkurbyggðar - tillaga

Málsnúmer 201806125Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga og drög að erindisbréfi um ráðningarnefnd Dalvíkurbyggðar.

Tilgangur nefndarinnar væri:
Að styrkja framkvæmd á starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar.
Að fylgja eftir ákvæðum um ráðningar í Samþykkt um fjárhagsáætlunferli Dalvíkurbyggðar.
Að fylgja eftir ákvæðum um ráðningar í Mannauðsstefnu Dalvíkurbyggðar ásamt handbókum.

Lagt er til að eftirtaldir starfsmenn skipi nefndina en nefndin eigi samráð við stjórnendur og starfsmenn eftir því sem þurfa þykir:
Sveitarstjóri
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Launafulltrúi

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að ráðningarnefnd og drögin að erindisbréfi eins og þau liggja fyrir.

10.Ný persónuverndarlöggjöf, persónuverndarfulltrúi og staða mála.

Málsnúmer 201612051Vakta málsnúmer

a) Á 861. fundi byggðaráðs þann 28. mars 2018 var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir frétt frá Dómsmálaráðuneytingu, dagsett þann 13. mars 2018, er varðar kynningu á drögum á frumvarpi til nýrra persónuverndarlaga. Frestur til umsagna var til 19. mars s.l. Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 13. júní 2018, þar sem fram kemur að ný persónuverndarlög hafa verið samþykkt og taka gildi 15. júlí n.k.

Vill sambandið benda á eftirfarandi tékklista sem var hluti af grein sem birtist í fréttablaðinu 25. maí sl. en þar sagði m.a.:

"Því væri ekki úr vegi að nýir sveitarstjórnarmenn sem taka sæti að loknum sveitarstjórnarkosningum á morgun fari hið fyrsta yfir stöðu mála í sínu sínu sveitarfélagi og kanni þá m.a. eftirfarandi:

Er kominn persónuverndarfulltrúi hjá sveitarfélaginu, sem uppfyllir þær ríku kröfur sem gerðar eru í lögunum?
Hefur vinnsla sveitarfélagsins verið skoðuð og vinnsluskrá gerð?
Hafa öryggiskerfi og skjalakerfi sveitarfélagsins verið skoðuð m.v. kröfur í nýjum lögum?
Hafa samningar við vinnsluaðila verið yfirfarnir?
Hefur sveitarfélagið sett sér persónuverndarstefnu og önnur skjöl sem lögin gera ráð fyrir?
Er sveitarfélagið með áætlun um innleiðingu og hlýtingu?"

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir í hvaða farvegi ofangreind vinna og innleiðing er hjá Dalvíkurbyggð en vinnuhópur vegna innleiðingar á nýrri persónuverndarlöggjöf fundaði s.l. þriðjudag með lögmönnum frá PACTA en samið var við fyrirtækið á síðari stigum um aðstoð við innleiðingarferlið.

b) Vinnuhópur Dalvíkurbyggðar um innleiðingu á nýrri persónuverndarlöggjöf leggur til að samið verði við PACTA um persónuverndarfulltrúa fyrir Dalvíkurbyggð, sbr. meðfylgjandi samningsdrög. Senda þarf tilkynningu til Persónuverndar fyrir 15. júlí n.k. um hver sé persónuverndarfulltrúi sveitarfélagsins.
a) Lagt fram til kynningar.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að samið verði við PACTA um starf persónuverndarfulltrúa fyrir Dalvíkurbyggð á grundvelli fyrirliggjandi samningsdraga.

11.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Ný lög um lögheimili og aðsetur

Málsnúmer 201807058Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 6. júlí 2017, er varðar ný lög um lögheimili og aðsetur. Meginmarkmið laganna er að stuðla að því að búsetu- og aðsetursskráning fólks sé rétt en rétt skráning er mikilvæg m.a. með tilliti til réttaröryggis í meðferð ágreiningsmála sem snerta búsetu og aðsetur. Á heimasíðu Sambandsins er aðgengilegt ítarefni frá lögfræði- og velferðarsviði Sambandsins yfir helstu breytingar á lögunum. Lögin öðlast gildi 1. janúar 2019, nema 3. mgr. 2. gr. og 7. gr. sem taka gildi 1. janúar 2020.Lagt fram til kynningar.

12.Frá sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Staðgreiðsla janúar - júní 2018

Málsnúmer 201807059Vakta málsnúmer

Samkvæmt samantekt sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs af vef Samband íslenskra sveitarfélaga þá er hækkun útsvars til Dalvíkurbyggðar janúar - júní 2018 13,22% miðað við sama tímabil árið 2017 og á verðlagi hvors árs fyrir sig.
Meðaltalshækkun útsvars til sveitarfélaga fyrir sama tímabil er 9,93%.

Lagt fram til kynningar.

13.Frá sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Fjárhagsáætlun 2018; heildarviðauki I

Málsnúmer 201805073Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti tillögu að heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2018 með þeim 16 viðaukum sem samþykktir hafa verið í byggðaráði og sveitarstjórn það sem af er árs.

Samkvæmt heildarviðaukanum er niðurstaða Aðalsjóðs að lækka úr um 20,3 m.kr. afgangi og í um 2,1 m.kr. halla. Niðurstaða A-hluta er að lækka úr 68,9 m.kr. afgangi og í 52,2 m.kr. afgang. Niðurstaða samstæðu A- og B- hluta er að lækka úr 90,5 m.kr. afgangi og í 73,3 m.kr. afgang.

Fjárfestingar eru að hækka úr 267,3 m.kr. og í 287,1 m.kr. eða um 19,8 m.kr.

Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2018.

14.Ráðning sveitarstjóra, sbr. 47. gr. Samþykktar um stjórn Dalvíkurbyggðar nr. 206/2013 með síðari breytingum.

Málsnúmer 201806008Vakta málsnúmer

Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl. 16:19.

Á 869. fundi byggðaráðs þann 22. janúar 2018 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið vék af fundi Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, kl. 12:14. Þórhalla kom inn á fundinn að nýju kl. 12:14. Á 304. fundi sveitarstjórnar þann 11. júní 2018 var eftirfarandi bókað: "Til máls tók: Katrín Sigurjónsdóttir sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og 7 lið hér á eftir og vék af fundi kl. 10:19. Forseti leggur fram eftirfarandi tillögu: "Sveitarstjórn samþykkir að ráða Katrínu Sigurjónsdóttur, kt. 070268-2999, til heimils að Sunnubraut 2, 620. Dalvík, sem sveitarstjóra Dalvíkurbyggðar kjörtímabilið 2018-2022. Byggðarráði er falið að ganga frá starfssamningi við sveitarstjóra." Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda tillögu um ráðningu sveitarstjóra, Katrín Sigurjónsdóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis. "
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela formanni byggðaráðs og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að vinna drög að starfssamningi við sveitarstjóra. "

Á 870. fundi byggðaráðs þann 4. júlí s.l. var umfjöllun og afgreiðslu um þennan lið frestað.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að starfs- og launasamningi við Katrínu Sigurjónsdóttur, sveitarstjóra.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að samningi og felur forseta sveitarstjórnar að undirrita fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.

15.Frá 306. fundi umhverfisráðs þann 8. júní 2018; Umsókn um uppsetningu á skilti við Goðabraut 3, Dalvík og sunnan Dalvíkur

Málsnúmer 201805063Vakta málsnúmer

Katrín Sigurjónsdóttir kom inn á fundinn að nýju kl. 16:21.

Á 306. fundi umhverfisráðs var eftirfarandi bókað:
"Með innsendum erindum dags. 14. og 25. maí 2018 óskar Grzegorz Tomasz Maniakowski fyrir hönd Gregdalvik ehf. eftir leyfi til uppsetningar á skilti við Goðabraut 3, Dalvík og sunnan Dalvíkur samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð samþykkir að veita umbeðið leyfi og felur svisstjóra að hafa eftirlit með framkvæmdunum. Samþykkt með fimm atkvæðum. "

Á 870. fundi byggðaráðs þann 4. júlí s.l. var afgreiðslu á ofangreindum lið frestað og sveitarstjóra falið að afla nánari upplýsinga á milli funda.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeim upplýsingum sem hún hefur aflað á milli funda um málið, sbr. fundur þann 10.07.2018 með Grzegorz Tomasz Maniakowski.


Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs hvað varðar veitingu á umbeðnu leyfi og að felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að hafa eftirlit með framkvæmdinni.

16.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; fundagerðir stjórnar nr. 860 og nr. 861

Málsnúmer 201803113Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 860 og nr. 861.
Lagt fram til kynningar.

17.Frá Eyþingi; fundargerð stjórnar nr. 306.

Málsnúmer 201802067Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Eyþings nr. 306.
Lagt fram til kynningar.

18.Atvinnumála- og kynningarráð - 35, frá 04.07.2018

Málsnúmer 1806006FVakta málsnúmer

 • Undir þessum lið komu á fundinn varamennirnir Katrín Sif Ingvarsdóttir, Rúna Kristín Sigurðardóttir og Ásdís Jónasdóttir.


  a) Farið yfir erindisbréf atvinnumála- og kynningarráðs.

  b) Farið yfir hlutverk kjörinna fulltrúa, meðal annars þagnarskyldu, trúnað, siðareglur og hæfisreglur. Farið einnig yfir fundarsköp samkvæmt Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar.

  c) Ákvörðun um fundartíma ráðsins.

  Katrín Sif Ingvarsdóttir vék af fundi kl. 9:20, Rúna Kristín Sigurðardóttir vék af fundi kl. 9:30 og Ásdís Jónasdóttir vék af fundi kl. 9:35.
  Atvinnumála- og kynningarráð - 35 a) Til kynningar.
  b) Til kynningar.
  c) Samþykkt með 4 atkvæðum að fundartími atvinnumála- og kynningarráðs verði fyrsta miðvikudag í mánuði kl. 8:15.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Sviðsstjóri og upplýsingafulltrúa kynna gagnagáttina fyrir ráðsmönnum. Í gagnagáttinni er að finna samþykktir, lög, reglur og fleira er varðar hlutverk kjörinna fulltrúa og verkefni ráðsins.
  Atvinnumála- og kynningarráð - 35 Til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar
 • Upplýsingafulltrúi fer yfir og kynnir starfsáætlun upplýsingafulltrúa fyrir árið 2018. Atvinnumála- og kynningarráð - 35 Til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar
 • Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti mánaðarlega stöðuskýrslu fyrir atvinnumála- og kynningarráð, deildir 13010, 13800 og 21500 vegna janúar - maí 2018. Atvinnumála- og kynningarráð - 35 Til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar
 • Á 34. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var meðal annars bókað: ,,Upplýsingafulltrúi leggur fyrir ráðið tillögu að kaflaskiptingu og uppbyggingu stefnunnar.

  Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 3 atkvæðum að ráðið verði stýrihópur atvinnustefnunnar og samþykkir einnig með 3 atkvæðum að haldinn verði opinn vinnufundur um aðgerðaáætlun stefnunnar haustið 2018."
  Atvinnumála- og kynningarráð - 35 Til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar
 • Á 34. fundi Atvinnumála og kynningarráðs var meðal annars eftirfarandi bókað: ,,Upplýsingafulltrúi kynnir þær tillögur sem bárust að afmælismerki Dalvíkurbyggðar.
  Upplýsingafulltrúa falið að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum."

  Upplýsingafulltrúi leggur fyrir ráðið tillögu að 20 ára afmælismerki Dalvíkurbyggðar.

  Að auki var tölvupóstur sendur á önnur fagráð Dalvíkurbyggðar þar sem óskað var eftir hugmyndum/tillögum að leiðum til að halda uppá afmæli sveitarfélagsins.

  Frá umhverfisráði kom hugmynd um að halda sveitarfélaginu vel snyrtu og umhverfisstjóra falið að vinna að málinu í samráði við upplýsingafulltrúa.

  Félagsmálaráð leggur til að haldin verði vegleg afmælisveisla fyrir íbúa og gesti með veitingum og skemmtiatriðum.  Atvinnumála- og kynningarráð - 35 Atvinnumála- og kynningarráð samþykktir samhljóða með 4 atkvæðum tillögu að 20 ára afmælismerki Dalvíkurbyggðar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar
 • Dalvíkurbyggð vinnur nú að kynningarmyndbandi fyrir sveitarfélagið í samvinnu við Hype auglýsingastofu.
  Upplýsingafulltrúi kynnir fyrir ráðsmönnum stöðu verkefnisins.
  Atvinnumála- og kynningarráð - 35 Til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu byggðaráðs og eru þeir því allir lagðir fram til kynningar.

19.Íþrótta- og æskulýðsráð - 101, frá 02.07.2018

Málsnúmer 1806010FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
3. liður.
4. liður.
 • Íþrótta- og æskulýðsráð - 101 Farið var yfir gögn sem eru undir gagnagáttinni, s.s. reglugerðir og samþykktir, starfsáætlun og erindisbréf. Einnig var farið yfir ritun fundargerða, hæfi og vanhæfi og fleira sem snýr að störfum nefndarmanna. Ráðið mun taka erindisbréfið til frekari endurskoðunar á næsta fundi ráðsins. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar
 • Íþrótta- og æskulýðsráð - 101 Þórunn Andrésdóttir lagði til að fastur fundartími íþrótta- og æskulýðsráðs verði fyrsti þriðjudagur í mánuði og að fundir hefjist klukkan 8:15. Gert er ráð fyrir að fundir verði ekki lengur en 2 klukkustundir.
  Samþykkt með 5 atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar
 • Á síðasta fundi íþrótta- og æskulýðsfráðs var eftirfarandi bókað:
  "Rætt um aldurstakmörk í líkamsrækt. Í dag mega ungmenni koma í líkamsrækt eftir að hafa lokið 8. bekk, enda hafa þau fengið þjálfun í grunnskólanum undangenginn vetur.
  Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að áfram verði sömu aldursviðmið en hægt verði að gera undanþágu þegar viðkomandi fær beiðni frá fagaðila, s.s. lækni eða sjúkraþjálfara."

  Erindi barst í framhaldinu frá Sveini Torfasyni, sjúkraþjálfara og foreldri.
  Hann skorar á íþrótta og æskulýðsráð að endurskoða aldurstakmark í rækt,með það að markmiði að efla almennt íþróttastarf í sveitarfélaginu ásamt því að hvetja
  yngri iðkendur að hreyfa sig á heilbrigðan og heilsusaman hátt í ræktinni undir handleiðslu. Með erindinu voru tilvísanir í greinar sem vísa til þess að rannsóknir sýna að það sé ekkert sem mæli gegn því að börn undir 14 ára aldri stundi líkamsrækt, sé rétt staðið að þeim æfingum.

  Sveinn leggur til að að ræktin sé opin öllum en 16 ára og yngri (10. bekkur) séu í fylgd með fullorðnum eða undir handleiðslu einkaþjálfara.
  Einungis sé leyfilegt að hafa eigin börn með sér og að hámarki 2 börn. Menntaðir einkaþjálfarar mættu einnig sinna tveimur yngri en 16 ára í einu.
  Íþrótta- og æskulýðsráð - 101 Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að halda aldurstakmörkum við 14 ár áfram. Einnig samþykkir ráðið að breyta reglum á þann veg að börn á aldrinum 12-14 ára fái að koma í fylgd með fullorðnum eða undir handleiðslu einkaþjálfara.
  Einungis sé leyfilegt að hafa eigin börn með sér og að hámarki 2 börn í senn. Menntaðir einkaþjálfarar mega einnig sinna tveimur börnum á aldrinum 12-14 ára í senn.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu íþrótta- og æskulýðsráðs.
 • 19.4 201806075 Ósk um launalaust leyfi
  Tekin fyrir ósk um launalaust leyfi Fanneyjar Birtu Þorleifsdóttur, starfsmanni íþróttamiðstöðvar Dalvíkurbyggðar. Óskað er eftir leyfi frá 1. september 2018 í eitt ár. Íþrótta- og æskulýðsráð - 101 Íþrótta- og æskulýðsráð telur umsóknina ekki falla að reglum um launalaust leyfi og leggur til að erindinu verði hafnað.
  Þar sem erindið felur í sér frávik frá verklagsreglum um launalaust leyfi, skal leggja hana fyrir byggðaráð til endanlegrar afgreiðslu.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu íþrótta- og æskulýðsráðs um að hafna umsókn um launalaust leyfi þar sem það er ekki í samræmi við reglur sveitarfélagsins um veitingu launalausra leyfa.
 • Íþrótta- og æskulýðsráð - 101 Tímarammi og verkefni tengd starfs- og fjárhagsáætlunarvinnu kynnt ráðinu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar

  Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu byggðarráðs og eru þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu lagðir fram til kynningar.

20.Menningarráð - 68, frá 03.07.2018

Málsnúmer 1806009FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
5. liður.
 • Farið var yfir hvaða gögn má finna undir gagnagáttinni, s.s. starfs- og fjárhagsáætlun fræðslu- og menningarsviðs 2018, Menningarstefnu, erindisbréf o.fl. Menningarráð - 68 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar
 • Menningarráð - 68 Menningarráð samþykkir að haldnir verði 6-8 fundir á ári. Fundartími ráðsins verði fyrsta fimmtudag mánaðar kl. 8:15. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar
 • 20.3 201807004 Tilnefning ritara
  Formaður Menningarráðs leggur til að sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs riti fundargerðir ráðsins. Menningarráð - 68 Ráðið samþykkir tillögu formanns. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar
 • Forstöðumaður bóka- og héraðsskjalasafns lagði fyrir menningarráð eftirfarandi spurningar:
  1) Er möguleiki á að hafa Brimars sýninguna opna út júlí.
  2) Möguleikann á að bjóða upp á leiðsagnir yfir Fiskidagshelgina.
  3) Vill Dalvíkurbyggð kaupa eintök af bókinni "Demantar Dalvíkurbyggðar" til gjafa.
  4) Hvert er hlutverk og stefna Listaverkasafns Dalvíkurbyggðar.
  Menningarráð - 68 Menningarráð tók fyrir erindi frá forstöðumanni Bóka- og héraðsskjalasafns Dalvíkurbyggðar.
  1) Sér liður á dagskrá fundarins.
  2) Menningarráði líst vel á hugmyndina en ekki liggur fyrir formleg umsókn með kostnaðaráætlun og því er sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs falið að vinna málið áfram.
  3) Menningarráði finnst hugmyndin góð og vísar þessum lið til Byggðaráðs.
  4) Farið var yfir söfnunarstefnu listaverkasafns Dalvíkurbyggðar. Málið verður tekið upp á næsta fundi ráðsins.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar
 • Tekin fyrir beiðni frá Ragnari Þoroddssyni um styrkveitingu að fjárhæð kr. 200.000 til að geta haft sýninguna á verkum Brimars opna í júlí. Menningarráð - 68 Menningrráð samþykkir samhljóða beiðnina.Tekið út af málaflokki 05810 Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu menningarráðs um styrkveitingu.
 • 20.6 201806042 Uppsögn - Byggðasafn
  Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs upplýsti ráðið um uppsögn Írisar Ólafar Sigurjónsdóttur forstöðumanns á Byggðasafninu Hvoli og tók uppsögnin gildi frá og með 1.júní 2018. Menningarráð - 68 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Menningarráð - 68 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Fleiri liðir þarfnast ekki afgreiðslu byggðaráðs og þeir liðir í fundargerðinni sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar.

21.Umhverfisráð - 307, frá 06.07.2018

Málsnúmer 1807002FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
3. liður.
5. liður
6. liður.
7. liður.
8. liður.
9. liður.
10. liður.
14. liður.
 • Undir þessum lið komu á fundinn varamennirnir Friðrik Vilhelmsson, Birta Dís Jónsdóttir, Júlíus Magnússon og Emil Júlíus Einarsson.
  Lagðar voru fram reglur umhverfissviðs sem og reglur er lúta að málefnum sviðsins. Farið var yfir starfsáætlun umhverfissviðs fyrir árið 2018.
  Undir þessum lið koma inn á fundinn Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármál- og stjórnsýslusviðs kl. 08:15
  Umhverfisráð - 307 Guðrún Pálína vék af fundi kl. 09:02 Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar
 • Til kynningar erindisbréf umhverfisráðs 2018-2022 ásamt tillögum um fundartíma ráðsins. Umhverfisráð - 307 Ráðið leggur til að erindisbréfið verði endurskoðað samkvæmt umræðum á fundinum og lagt fram á næsta fundi ráðsins.
  Ráðið leggur til að fundartími ráðsins verði óbreyttur frá fyrra kjörtímabili annar föstudagur í mánuð kl. 08:15
  Ráðið minnir jafnframt á að innsend erindi skulu berast eigi síðar en 14:00 miðvikudaginn fyrir fund.

  Varamennirnir Friðrik Vilhelmsson, Birta Dís Jónsdóttir, Júlíus Magnússon og Emil Júlíus Einarsson viku af fundi kl. 09:19.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar
 • Til umræðu endurskoðun á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020. Umhverfisráð - 307 Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að hafin verði vinna við endurskoðun Aðalskipulags Dalvíkurbyggðar snemma árs 2019.

  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu umhverfisráðs um að hafin verði vinna við endurskoðun á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar snemma árs 2019.
 • Með innsendu erindi dags. 12. maí 2017 óskar Unnur E. Hafstað fyrir hönd arta.is eftir fundi með umhverfisráði Dalvíkurbyggðar til að fara yfir hvernig minnka megi plastnotkun í sveitarfélaginu.
  Undir þessum lið koma Unnur E. Hafstað og Snæborg Ragna Jónatansdóttir inn á fundinn kl. 09.30.
  Umhverfisráð - 307 Ráðið þakkar þeim Unni E. Hafstað og Snæborgu Rögnu Jónatansdóttur fyrir gagnlegar umræður og ábendingar.
  Unnur og Snæborg viku af fundi kl. 09.49
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar
 • Til kynningar almennir byggingarskilmálar fyrir lóðir sem Dalvíkurbyggð úthlutar. Umhverfisráð - 307 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við framlagða almenna byggingarskilmála.
  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.
 • Með innsendu erindi dags. 28.júní 2018 óskar Jökull Bergmann fyrir hönd Klængshóls ehf. eftir stækkun á lóð við Kambhól, Dalvík samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 307 Umhverfisráð samþykkir að veita umsækjanda stækkun á lóð sem nemur svæði B og svæði A að mörkum íbúða 6 og 7 við Kirkjuveg.

  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.
 • Umsókn um takmarkað byggingarleyfi við Sjávarbraut 7, Dalvík. Umhverfisráð - 307 Umhverfisráð samþykkir að fela sviðsstjóra að veita umsækjanda takmarkað byggingarleyfi.

  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.
 • Á 306. fundi umhverfisráðs var eftirfarandi bókað:
  ,,Umhverfisráð frestar afgreiðslu til næsta fundar og felur sviðsstjóra að óska eftir teikningum sem sýna núverandi skuggavarp, einnig miðað við umbeðna hækkun hússins frá hönnuði.
  Tímabilið frá júní til 15. ágúst."
  Til kynninga umbeðin gögn frá umsækjanda.
  Umhverfisráð - 307 Ráðið fór yfir innsend gögn sem sýna skuggavarp fyrirhugaðrar stækkunar á Goðabraut 3 ásamt þeim athugasemdum sem fram komu í grenndarkynningu.
  Umhverfisráð hafnar erindinu með fimm atkvæðum og byggir skoðun sína á fyrirliggjandi athugasemdum eftir grenndarkynningu og skuggavarps teikningum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.
 • Til afgreiðslu umsókn um byggingarleyfi frá Kötlu ehf. dags. fyrir parhús á lóðinni Öldugata 12, Árskógssandi. Umhverfisráð - 307 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi að undangenginni umsögn slökkviliðsstjóra.

  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar
  Jón Ingi Sveinsson gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:45 og varaformaður tók við fundarstjórn undir þessum lið.

  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs, Jón Ingi Sveinsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
 • Tekið fyrir innsent erindi frá Hafþóri Gunnarssyni dags. 7. júní 2018 þar sem óskað er eftir að gengið verði frá göngustíg við Hringtún og frágang á opnu svæði. Umhverfisráð - 307 Ráðið getur ekki orðið við umbeðnu erindi, en vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2019.

  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Jón Ingi Sveinsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:47.

  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.
 • Til umræðu áframhaldandi hreinunarátak á iðnaðarlóðum í Dalvíkurbyggð 2018.

  Umhverfisráð - 307 Umhverfisráð felur sviðsstjóra að útbúa drög að bréfi til fyrirtækja í sveitarfélaginu sem lagt verður fyrir næsta fund ráðsins. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar
 • Til kynningar og umræðu framkvæmdir og viðhald 2018 ásamt starfs- og fjárhagsáætlun 2018. Umhverfisráð - 307 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar
 • Til kynningar teikningar og gögn vegna áningastaðar við Hrísatjörn. Umhverfisráð - 307 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar
 • Til umræðu innsent erindi frá íbúasamtökum á Árskógssandi. Umhverfisráð - 307 Umhverfisráð þakkar íbúasamtökunum á Árskógssandi fyrir innsent erindi og vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2019. Ráðið felur þó umhverfisstjóra að yfirfara og bæta hraðamerkingar á Árskógssandi og setja upp þrengingu við gatnamót Hafnarbrautar og Ægisgötu í samráði við Vegagerðina.

  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.
 • Lagt fram til kynningar stöðuskýrslur umhverfis- og tæknisviðs. Umhverfisráð - 307 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar

  Annað þarfnast ekki afgreiðslu byggðarráðs og eru þeir liðir í fundargerðinni sem ekki þarfnast afgreiðslu byggðaráðs lagðir fram til kynningar.

22.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 75, frá 05.07.2018

Málsnúmer 1806008FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
6. liður.
 • Kynnt var fyrir aðal- og varamönnum erindisbréf veitu- og hafnaráðs svo og skipurit, starfsáætlun og þær samþykktir sem gilda um þær stofnanir sem ráðið hefur umsjón með.
  Einnig kom til umræðu að festa fundardag og tíma.
  Varamenn véku af fundi.
  Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 75 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða að fundur ráðsins verði 2. miðvikudag í mánuði kl. 8:00. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar
 • Erindi sent frá 306. fundi umhverfisráðs.
  Eftirfarandi var fært til bókar í umhverfisráði:

  "Til umræðu bréf dags. 25. apríl 2018 sem hverfisráð Hríseyjar sendi frá fundi sínum þann 15. apríl 2018.

  Umhverfisráð þakkar innsent erindi og felur sviðsstjóra að kanna þau atriði sem að ráðinu snúa.
  Ráðið felur sviðsstjóra að áframsenda erindið til Vegagerðarinnar þar sem stærstur hluti ábendinga snýr að veghaldara."

  Í umræddu bréfi kemur eftirfarandi fram.

  "Á fundi Hverfisráðs Hríseyjar þann 15.Apríl var rætt um aðstöðunna á hafnarsvæðinu á Árskóssandi , öryggismyndavélar er eitthvað sem ætti að vera löngu komið vegna skemmda á ökutækjum og öðru á svæðinu , vantar að merkja bílastæði fatlaða teljum að það sé góður staður vinstramegin við WC gáminn , klára tröppurnar upp bakkann og teljum að tröppurnar ættu að vera lengra frá jörðinni til að setjist minni snjó í þrepinn , og fjölga bílastæðum verulega."

  Sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs hefur rætt við fulltrúa Vegagerðar ríkisins um ýmis af þeim atriðum sem fram koma í umræddu bréfi og ljóst má vera að það er ekki áhugi hjá Vegagerðinni að t.d. setja upp öryggismyndavélar eða bæta bílastæðismál.
  Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 75 Veitu- og hafnaráð tekur undir samþykkt umhverfisráðs á erindinu og felur sviðsstjóra veitu - og hafnasviðs að fylgja málinu eftir hjá fulltrúum Vegagerðar ríksins sem um ferjurmál fjalla. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar
 • 22.3 201806070 Hafnasambandsþing 2018
  Hafnasambandsþing Hafnasambands Íslands verður haldið 25.-26. október nk. á Grand hótel í Reykjavík. Daginn áður, miðvikudaginn 24. október, stendur hafnasambandið fyrir málþingi í tilefni 100 ára fullveldisafmælis.

  Dagskráin er ennþá í vinnslu og verður send út um leið og hún er tilbúin.

  Við mælum með því að aðildarhafnir bóki gistingu sem fyrst og hefur hafnasambandið tekið frá herbergi á Grand hótel.

  Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 75 Veitu- og hafnaráð samþykkir að senda fulltrúa á þingið. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar
 • Fyrir fundinum lá fundargerð 404. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var mánudaginn 28. maí 2018 kl. 19:10, en fundurinn var haldinn á Neskaupsstað.
  Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 75 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar
 • Vinna við niðurrekstur á stálþili gengur eins og búast mátti við. Fyrir fundinum liggur fundargerð 5. verkfundar, sem staðfest var 3. maí og 6.verkfundar, sem staðfest var 7.júní og 7.verkfundar sem staðfest var 3. júlí. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 75 Verkfundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar
 • Eins og fram hefur komið er nauðsyn á að dýpka næst Austurgarði, þ.e. við stálþilið og í u.þ.b. 5m frá þili. Gert er ráð fyrir því að núverandi verktak sjái um þennan verkþátt á einingarverði. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum er magnið um 2.000 m3. Gert er ráð fyrir að efninu sem upp verði mokað verði komið fyrir í fjörunni norðan við núverandi ytri mannvirki Dalvíkurhafnar. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 75 Veitu- og hafnaráð samþykkir að gerð verði verðkönnum hjá núverandi verktaka í umræddan verkþátt. Ef viðunandi tilboð kemur þá hefur sviðsstjóri heimild til að semja við verktaka. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs.

  Fleira þarfnast ekki afgreiðslu byggðaráðs og eru þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu lagðir fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:52.

Nefndarmenn
 • Jón Ingi Sveinsson formaður
 • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson aðalmaður
 • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
 • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs