Íþrótta- og æskulýðsráð

101. fundur 02. júlí 2018 kl. 08:15 - 10:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Þórunn Andrésdóttir formaður
  • Jóhann Már Kristinsson varaformaður
  • Eydís Arna Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Magni Þór Óskarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Gagnagátt - Íþrótta- og æskulýðsráð

Málsnúmer 201406068Vakta málsnúmer

Farið var yfir gögn sem eru undir gagnagáttinni, s.s. reglugerðir og samþykktir, starfsáætlun og erindisbréf. Einnig var farið yfir ritun fundargerða, hæfi og vanhæfi og fleira sem snýr að störfum nefndarmanna. Ráðið mun taka erindisbréfið til frekari endurskoðunar á næsta fundi ráðsins.

2.Fundartími íþrótta- og æskulýðsráðs

Málsnúmer 201806133Vakta málsnúmer

Þórunn Andrésdóttir lagði til að fastur fundartími íþrótta- og æskulýðsráðs verði fyrsti þriðjudagur í mánuði og að fundir hefjist klukkan 8:15. Gert er ráð fyrir að fundir verði ekki lengur en 2 klukkustundir.
Samþykkt með 5 atkvæðum.

3.Reglur um líkamsrækt íþróttamiðstöðvar

Málsnúmer 201805053Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi íþrótta- og æskulýðsfráðs var eftirfarandi bókað:
"Rætt um aldurstakmörk í líkamsrækt. Í dag mega ungmenni koma í líkamsrækt eftir að hafa lokið 8. bekk, enda hafa þau fengið þjálfun í grunnskólanum undangenginn vetur.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að áfram verði sömu aldursviðmið en hægt verði að gera undanþágu þegar viðkomandi fær beiðni frá fagaðila, s.s. lækni eða sjúkraþjálfara."

Erindi barst í framhaldinu frá Sveini Torfasyni, sjúkraþjálfara og foreldri.
Hann skorar á íþrótta og æskulýðsráð að endurskoða aldurstakmark í rækt,með það að markmiði að efla almennt íþróttastarf í sveitarfélaginu ásamt því að hvetja
yngri iðkendur að hreyfa sig á heilbrigðan og heilsusaman hátt í ræktinni undir handleiðslu. Með erindinu voru tilvísanir í greinar sem vísa til þess að rannsóknir sýna að það sé ekkert sem mæli gegn því að börn undir 14 ára aldri stundi líkamsrækt, sé rétt staðið að þeim æfingum.

Sveinn leggur til að að ræktin sé opin öllum en 16 ára og yngri (10. bekkur) séu í fylgd með fullorðnum eða undir handleiðslu einkaþjálfara.
Einungis sé leyfilegt að hafa eigin börn með sér og að hámarki 2 börn. Menntaðir einkaþjálfarar mættu einnig sinna tveimur yngri en 16 ára í einu.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að halda aldurstakmörkum við 14 ár áfram. Einnig samþykkir ráðið að breyta reglum á þann veg að börn á aldrinum 12-14 ára fái að koma í fylgd með fullorðnum eða undir handleiðslu einkaþjálfara.
Einungis sé leyfilegt að hafa eigin börn með sér og að hámarki 2 börn í senn. Menntaðir einkaþjálfarar mega einnig sinna tveimur börnum á aldrinum 12-14 ára í senn.

4.Ósk um launalaust leyfi

Málsnúmer 201806075Vakta málsnúmer

Tekin fyrir ósk um launalaust leyfi Fanneyjar Birtu Þorleifsdóttur, starfsmanni íþróttamiðstöðvar Dalvíkurbyggðar. Óskað er eftir leyfi frá 1. september 2018 í eitt ár.
Íþrótta- og æskulýðsráð telur umsóknina ekki falla að reglum um launalaust leyfi og leggur til að erindinu verði hafnað.
Þar sem erindið felur í sér frávik frá verklagsreglum um launalaust leyfi, skal leggja hana fyrir byggðaráð til endanlegrar afgreiðslu.
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri fór af fundinum til annarra starfa kl. 9:45

5.Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslu- og menningarsviðs 2019

Málsnúmer 201806132Vakta málsnúmer

Tímarammi og verkefni tengd starfs- og fjárhagsáætlunarvinnu kynnt ráðinu.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Nefndarmenn
  • Þórunn Andrésdóttir formaður
  • Jóhann Már Kristinsson varaformaður
  • Eydís Arna Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Magni Þór Óskarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi