Veitu- og hafnaráð

75. fundur 05. júlí 2018 kl. 13:00 - 14:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Valdimar Bragason formaður
 • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
 • Ásdís Svanborg Jónasdóttir aðalmaður
 • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
 • Dagur Óskarsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
 • Rúnar Þór Ingvarsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, situr allan fundinn.
Eftirtaldir varamenn boðuðu foröll: Hólmfríður Skúladóttir, Óskar Þór Óskarsson og Júlíus Magnússon.

1.Gagnagátt 2018-2022, veitu- og hafnasvið

201806090

Kynnt var fyrir aðal- og varamönnum erindisbréf veitu- og hafnaráðs svo og skipurit, starfsáætlun og þær samþykktir sem gilda um þær stofnanir sem ráðið hefur umsjón með.
Einnig kom til umræðu að festa fundardag og tíma.
Varamenn véku af fundi.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða að fundur ráðsins verði 2. miðvikudag í mánuði kl. 8:00.
Dagur Óskarsson kom inn sem aðalmaður.

2.Aðstaða við höfnina á Árskógssandi

201805056

Erindi sent frá 306. fundi umhverfisráðs.
Eftirfarandi var fært til bókar í umhverfisráði:

"Til umræðu bréf dags. 25. apríl 2018 sem hverfisráð Hríseyjar sendi frá fundi sínum þann 15. apríl 2018.

Umhverfisráð þakkar innsent erindi og felur sviðsstjóra að kanna þau atriði sem að ráðinu snúa.
Ráðið felur sviðsstjóra að áframsenda erindið til Vegagerðarinnar þar sem stærstur hluti ábendinga snýr að veghaldara."

Í umræddu bréfi kemur eftirfarandi fram.

"Á fundi Hverfisráðs Hríseyjar þann 15.Apríl var rætt um aðstöðunna á hafnarsvæðinu á Árskóssandi , öryggismyndavélar er eitthvað sem ætti að vera löngu komið vegna skemmda á ökutækjum og öðru á svæðinu , vantar að merkja bílastæði fatlaða teljum að það sé góður staður vinstramegin við WC gáminn , klára tröppurnar upp bakkann og teljum að tröppurnar ættu að vera lengra frá jörðinni til að setjist minni snjó í þrepinn , og fjölga bílastæðum verulega."

Sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs hefur rætt við fulltrúa Vegagerðar ríkisins um ýmis af þeim atriðum sem fram koma í umræddu bréfi og ljóst má vera að það er ekki áhugi hjá Vegagerðinni að t.d. setja upp öryggismyndavélar eða bæta bílastæðismál.
Veitu- og hafnaráð tekur undir samþykkt umhverfisráðs á erindinu og felur sviðsstjóra veitu - og hafnasviðs að fylgja málinu eftir hjá fulltrúum Vegagerðar ríksins sem um ferjurmál fjalla.

3.Hafnasambandsþing 2018

201806070

Hafnasambandsþing Hafnasambands Íslands verður haldið 25.-26. október nk. á Grand hótel í Reykjavík. Daginn áður, miðvikudaginn 24. október, stendur hafnasambandið fyrir málþingi í tilefni 100 ára fullveldisafmælis.

Dagskráin er ennþá í vinnslu og verður send út um leið og hún er tilbúin.

Við mælum með því að aðildarhafnir bóki gistingu sem fyrst og hefur hafnasambandið tekið frá herbergi á Grand hótel.

Veitu- og hafnaráð samþykkir að senda fulltrúa á þingið.

4.Fundargerðir Hafnasambands Íslands - 2018

201801091

Fyrir fundinum lá fundargerð 404. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var mánudaginn 28. maí 2018 kl. 19:10, en fundurinn var haldinn á Neskaupsstað.
Lagt fram til kynningar.

5.Austurgarður, niðurrekstur, verkfundagerðir

201802045

Vinna við niðurrekstur á stálþili gengur eins og búast mátti við. Fyrir fundinum liggur fundargerð 5. verkfundar, sem staðfest var 3. maí og 6.verkfundar, sem staðfest var 7.júní og 7.verkfundar sem staðfest var 3. júlí.
Verkfundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.

6.Dýpkun við stálþil Austurgarðs.

201807020

Eins og fram hefur komið er nauðsyn á að dýpka næst Austurgarði, þ.e. við stálþilið og í u.þ.b. 5m frá þili. Gert er ráð fyrir því að núverandi verktak sjái um þennan verkþátt á einingarverði. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum er magnið um 2.000 m3. Gert er ráð fyrir að efninu sem upp verði mokað verði komið fyrir í fjörunni norðan við núverandi ytri mannvirki Dalvíkurhafnar.
Veitu- og hafnaráð samþykkir að gerð verði verðkönnum hjá núverandi verktaka í umræddan verkþátt. Ef viðunandi tilboð kemur þá hefur sviðsstjóri heimild til að semja við verktaka.

Fundi slitið - kl. 14:30.

Nefndarmenn
 • Valdimar Bragason formaður
 • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
 • Ásdís Svanborg Jónasdóttir aðalmaður
 • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
 • Dagur Óskarsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
 • Rúnar Þór Ingvarsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs