Erindi frá forstöðumanni bóka- og héraðsskjalasafns Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201806131

Vakta málsnúmer

Menningarráð - 68. fundur - 03.07.2018

Björk Hólm Þorsteinsdóttir forstöðumaður Bóka- og héraðssjalasafns kom inn á fundinn undir þessum lið kl 15:30.
Forstöðumaður bóka- og héraðsskjalasafns lagði fyrir menningarráð eftirfarandi spurningar:
1) Er möguleiki á að hafa Brimars sýninguna opna út júlí.
2) Möguleikann á að bjóða upp á leiðsagnir yfir Fiskidagshelgina.
3) Vill Dalvíkurbyggð kaupa eintök af bókinni "Demantar Dalvíkurbyggðar" til gjafa.
4) Hvert er hlutverk og stefna Listaverkasafns Dalvíkurbyggðar.
Menningarráð tók fyrir erindi frá forstöðumanni Bóka- og héraðsskjalasafns Dalvíkurbyggðar.
1) Sér liður á dagskrá fundarins.
2) Menningarráði líst vel á hugmyndina en ekki liggur fyrir formleg umsókn með kostnaðaráætlun og því er sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs falið að vinna málið áfram.
3) Menningarráði finnst hugmyndin góð og vísar þessum lið til Byggðaráðs.
4) Farið var yfir söfnunarstefnu listaverkasafns Dalvíkurbyggðar. Málið verður tekið upp á næsta fundi ráðsins.
Björk Hólm vék af fundi kl. 16:00

Byggðaráð - 871. fundur - 12.07.2018

Á 68. fundi menningarráðs þann 3. júli 2018 var eftirfarandi bókað:
"Forstöðumaður bóka- og héraðsskjalasafns lagði fyrir menningarráð eftirfarandi spurningar: 1) Er möguleiki á að hafa Brimars sýninguna opna út júlí. 2) Möguleikann á að bjóða upp á leiðsagnir yfir Fiskidagshelgina. 3) Vill Dalvíkurbyggð kaupa eintök af bókinni "Demantar Dalvíkurbyggðar" til gjafa. 4) Hvert er hlutverk og stefna Listaverkasafns Dalvíkurbyggðar.
Menningarráð tók fyrir erindi frá forstöðumanni Bóka- og héraðsskjalasafns Dalvíkurbyggðar. 1) Sér liður á dagskrá fundarins. 2) Menningarráði líst vel á hugmyndina en ekki liggur fyrir formleg umsókn með kostnaðaráætlun og því er sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs falið að vinna málið áfram. 3) Menningarráði finnst hugmyndin góð og vísar þessum lið til Byggðaráðs. 4) Farið var yfir söfnunarstefnu listaverkasafns Dalvíkurbyggðar. Málið verður tekið upp á næsta fundi ráðsins."

Til umfjöllunar 3. liður hér að ofan sem vísað er til byggðaráðs, þ.e. kaup á bókinni "Demantar Dalvíkurbyggðar" til gjafa.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna hugmynd menningarráðs um að kaupa rit "Demantar Dalvíkurbyggðar" til gjafar. Á undanförnum árum hefur Dalvíkurbyggð ekki keypt fyrirfram bækur, diska og þess háttar til að eiga til gjafar. Einnig að gæta þarf þá jafnræðis hvað varðar magnkaup af einum aðila umfram aðra.

Menningarráð - 73. fundur - 03.04.2019

Björk Eldjárn Kristjánsdóttir og Björk Hólm Þorsteinsdóttir kynntu þau mál sem verið er að vinna að á söfnum Dalvíkurbyggðar.
Menningarráð þakkar Björk Eldjárn og Björk Hólm fyrir góða kynningu.

Menningarráð felur sviðsstjóra fræðslu-og menningarsviðs að kanna möguleika á að nýta muni úr fuglasýningu Náttúrusetursins á Húsabakka ses til sýninga á Byggðasafninu.
Að loknum fundi fór Menningarráð í heimsókn og skoðunarferð á Héraðsskjalasafn Svarfdæla.