Byggðaráð

665. fundur 06. júní 2013 kl. 08:15 - 12:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Björn Snorrason boðaði forföll sem og fyrir varamann sinn Óskar Óskarsson.

1.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Leiðbeiningar til sveitastjórna um viðauka við fjárhagsáætlun.

Málsnúmer 201306007Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 31. maí 2013, er varðar leiðbeiningar til sveitarstjórna um viðauka við fjárhagsáætlun. Tilgangur bréfsins er að árétta hvaða kröfur um breytt verklag felast í ákvæðum sveitarstjórnarlaga og ef þörf er á að víkja frá upphaflegri og bindandi fjárhagsáætlun með gerð viðauka.

Ofangreint til umræðu á fundinum.








Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að óska eftir að stjórnir og ráð Dalvíkurbyggðar taki bréf Sambandsins til umfjöllunar sem og að stjórnendur Dalvíkurbyggðar verði upplýstir.

2.Fjárhagsáætlun 2013; yfirlit yfir viðauka.

Málsnúmer 201306009Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi samantekt sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs yfir þá viðauka við fjárhagsáætlun 2013 sem byggðarráð hefur samþykkti á árinu, með vísan í mál og erindi sem tekin hafa verið fyrir á fundum byggðarráðs. Einnig fylgdi með tillaga að eftirfarandi breytingum:

a) Breytingar á tekjum vegna framlaga frá Jöfnunarsjóði og vegna álagningar fasteignaskatts og álagðra þjónustugjalda.
b) Hækkun á uppfærslu lífeyrisskuldbindinga.
c) Breytingar á fjárhagsáætlun málaflokka 57 og 58; félagslegar íbúðir vegna sölu á 4 íbúðum.










Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda viðauka.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að gerður verði viðauki  við fjárhagsáætlun 2013 í fjárhagsáætlunarlíkani og að tillaga að viðauka verði lögð fyrir næsta fund sveitarstjórnar.

3.Frá forstöðumanni bóka- og héraðsskjalasafns; Beiðni um viðauka vegna veikinda.

Málsnúmer 201305081Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá forstöðumanni bóka- og héraðsskjalasafns, bréf dagsett þann 30. maí 2013, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun safnanna vegna veikinda og breytinga í starfsmannamálum safnanna. Að frádregnu framlagi frá Vinnumálastofnun er óskað eftir viðauka að upphæð kr. 1.942.590 fyrir söfnin.






Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fresta  afgreiðslu um beiðni um viðauka.

4.Frá leikskólastjóra Krílakots; Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2013 vegna veikinda.

Málsnúmer 201305082Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá leikskólastjóra Krílakots, dagsett þann 6. maí 2013, þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 697.676 við fjárhagsáætlun skólans vegna veikinda starfsmanna.


Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fresta afgreiðslu um beiðni um viðauka.

5.Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2013 vegna leiktækja við Árskógarskóla.

Málsnúmer 201306011Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Árskógarskóla, sviðstjóra umhverfis- og tæknisvið og garðyrkjustjóra, bréf dagsett þann 4. júní 2013, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun að upphæð kr. 3.000.000 vegna flutnings og niðursetningar leiktækja.

Fram kemur m.a. að reiknað hafði verið með að hægt væri að flytja þau leiktæki sem voru sunnan skólans (stór leiktæki) og nýta undirlag fyrir þau. Heilbrigðiseftirlitið kom á staðinn og benti á að núverandi undirlag og bil milli leiktækja er á undanþágu og því megi ekki færa það til enda fengist svæðið ekki vottað.






Byggðarráð telur mikilvægt að þessi mál verða kláruð en óskar eftir að fá nákvæma kostnaðaráætlun ásamt athugasemdum Heilbrigðiseftirlitsins.  Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fresta afgreiðslu.

6.Frá sviðstjórum umhverfis- og tæknisviðs og veitu- og hafnasviðs; Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2013 vegna breytinga á skipuriti og sviðum.

Málsnúmer 201306008Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðarráðs Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs, og Þorsteinn K. Björnsson, sviðstjóri veitu- og hafnasviðs.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi minnisblað með óskum um viðauka við fjárhagsáætlun 2013 ásamt vinnublöðum.

09 Skipulags- og byggingarmál, kr. 5.505.000, aðallega vegna launakostnaðar.
10 Umferðar- og samgöngumál, kr. 17.500.000,- vegna snjómoksturs.
41 Hafnasjóður, kr. 1.190.000, vegna launakostnaðar.
43 Vatnsveita, kr. -1.069.000, vegna launakostnaðar.
47 Hitaveita, kr. 858.000, vegna launakostnaðar.
73 Fráveita, kr. 340.000, vegna launakostnaðar.
32 Eignasjóður, kr. 3.000.000, vegna framkvæmda við Ungó.
74 Fráveita, kr. 4.000.000, vegna breytinga á dæluhúsi og dælum.
Alls kr. 24.324.000 vegna rekstur og kr. 7.000.000 vegna fjárfestinga.

Ofangreint til umræðu sem og breytingar á umhverfis- og tæknisviði og veitu- og hafnasviði.

Jóhann Ólafsson vék af fundi undir þessum lið kl. 10:20.

Börkur Þór og Þorsteinn viku af fundi.


Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka en óskar eftir að fá fyrir fund byggðarráðs kostnaðaráætlun vegna framkvæmda við Ungó.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að klárað verði að formgera allar breytingar á ofangreindum sviðum þannig að þær liggi fyrir eftir sumarleyfi eða í síðasta lagi við gerð fjárhagsáætlunar 2014-2017.

7.Frá sviðstjóra veitu- og hafnasviðs; Íbúagátt, mín orka.

Málsnúmer 201305055Vakta málsnúmer

Á 3. fundi veitu- og hafnaráðs þann 22. maí 2013 var eftifarandi bókað:
Dalvíkurbyggð er að fara að opna íbúagátt sem þátt í að auka þjónustu við bæjarbúa. Einn þáttur er að viðskiptavinir Hitaveitu Dalvíkur geti kynnt sér ýmsar upplýsingar úr upplýsingakerfi veitunnar sem ber heitið "Mín orka".
Kynnt var tilboð það sem fram kemur í rafpósti til sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs sem dagsettur er 14.05.2013.
Sviðstjóra falið að ræða frekar við Applicon um málið.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu upplýsingar um kostnað vegna kaupa og innleiðingar á "Mín Orka" sem og árlegan kostnað. Einnig fylgdu með upplýsingar um núverandi kostnað vegna birtingu á reikningum í heimabanka sem og kostnað við að senda út reikninga á pappír til þeirra viðskiptavina sem þess óska.

Líklegur árlegur viðbótarkostnaður yrði um kr. 111.000 án vsk að því gefnu að engin breyting verði á þeim kostnaði vegna þeirra viðskiptavina sem fá reikninga á pappír í pósti en sá kostnaður er áætlaður kr. 363.000.

Með kaupum og innleiðingu á Mín Orka með birtingu í gegnum Íbúagáttina þá er um aukna þjónustu að ræða þar sem viðskiptavinir geta séð fleiri upplýsingar en reikninga.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að gengið verði til samninga við Applicon um kaup og innleiðingu á "Mín Orka" miðað við ofangreindar forsendur og vísar þessum lið til afgreiðslu í sveitarstjórn.Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að kostnaður vegna þessa verði að rúmast innan ramma fjárhagsáætlunar Hitaveitu Dalvíkur.

8.Fjárhagsáætlun 2013; stöðumat janúar - mars.

Málsnúmer 201305083Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi stöðumat stjórnenda á starfs- og fjárhagsáætlun janúar - mars 2013.
Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti mat stjórnenda.
Lagt fram. 

9.Fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2014 - 2017; undirbúningur- framhald.

Málsnúmer 201304103Vakta málsnúmer

Á 664. fundi byggðarráðs þann 23. maí 2013 var til umræðu forsendur fjárhagsáætlunar vegna vinnu við fjárhagsramma 2014-2017.

Til umræðu forsendur fjárhagsramma.

10.Byggðasamlag um málefni fatlaðra; rekstur 2013.

Málsnúmer 201305077Vakta málsnúmer

Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði byggðarráði grein fyrir stjórnarfundi byggðasamlags um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra sem hún sat í gegnum fjarfund föstudaginn 24. maí s.l.

11.Frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar; Dysnes Þróunarfélag ehf.

Málsnúmer 201305075Vakta málsnúmer

Tekin fyrir fréttatilkynning frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, dagsett þann 23. maí 2013, þar sem fram kemur að stofnað hefur verið félagið Dysnes Þróunarfélag ehf. til uppbyggingar, markaðsstarfs og kynningar á Dysnesi við Eyjafjörð sem framtíðar hafnarsvæði vegna þjónustu við námu og olíuvinnslu fyrir norðan land. Að félaginu standa Eimskip, Mannvit, Slippurinn, Hafnasamlag Norðurlands og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar.






Lagt fram og vísað til Atvinnumálanefndar Dalvíkurbyggðar til upplýsingar.

12.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Nýsköpunarverðlaun 2013.

Málsnúmer 201306002Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, bréf dagsett þann 30. maí 2013, þar sem fram kemur að nýsköpunarverðlaunin í opinberri þjónustu og stjórnsýslu verða veitt í þriðja skipti 29. janúar 2014 á Grand hóteli í Reykjavík. Sveitarfélög geta því byrjað að velta fyrir sér tilnefningum en í september verða nánari upplýsingar sendar og óskað eftir formlegum tilnefningum. Gert er ráð fyrir að frestur til að leggja þær fram verði til 1. nóvember n.k.








Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu til framkvæmdastjórnar til skoðunar.



13.Frá Hagsmunasamtökum heimilanna; Opið bréf um nauðungarsölur.

Málsnúmer 201305076Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Hagmunasamtökum Heimilanna, sem barst í rafpósti þann 24. maí 2013, þar sem fram kemur m.a. að Hagmunasamtök heimilanna beina þeirri áskorun til sveitarfélaga á landsvísu að hefja sem fyrst aðgerðir til að stemma stigu við heimilisleysi í sveitarfélaginu sem rekja má til skorts á aðgæslu að réttindum neytenda við nauðunarsölur og aðrar fullnustuaðgerðir. Í bréfinu er kynnt ályktun um áskorun til sveitarstjórnar sem samþykkt var á aðalfundi samtakanna 15. maí s.l.








Lagt fram og vísað til félagsmálaráðs til upplýsingar.

14.Reglur um sölu á íbúðum í eigu Dalvíkurbyggðar, endurskoðun.

Málsnúmer 201305047Vakta málsnúmer

Á 663. fundi byggðarráðs samþykkti byggðarráð að taka reglur um sölu á íbúðum í eigu Dalvíkurbygðar til endurskoðunar.

Rætt á fundinum.
Með fundarboði byggðarráðs fylgdu reglurnar með hugmynd að breytingu.
Afgreiðslu frestað.

15.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201301087Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

16.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201306003Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs