Frá sviðstjórum umhverfis- og tæknisviðs og veitu- og hafnasviðs; Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2013 vegna breytinga á skipuriti og sviðum.

Málsnúmer 201306008

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 665. fundur - 06.06.2013

Undir þessum lið komu á fund byggðarráðs Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs, og Þorsteinn K. Björnsson, sviðstjóri veitu- og hafnasviðs.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi minnisblað með óskum um viðauka við fjárhagsáætlun 2013 ásamt vinnublöðum.

09 Skipulags- og byggingarmál, kr. 5.505.000, aðallega vegna launakostnaðar.
10 Umferðar- og samgöngumál, kr. 17.500.000,- vegna snjómoksturs.
41 Hafnasjóður, kr. 1.190.000, vegna launakostnaðar.
43 Vatnsveita, kr. -1.069.000, vegna launakostnaðar.
47 Hitaveita, kr. 858.000, vegna launakostnaðar.
73 Fráveita, kr. 340.000, vegna launakostnaðar.
32 Eignasjóður, kr. 3.000.000, vegna framkvæmda við Ungó.
74 Fráveita, kr. 4.000.000, vegna breytinga á dæluhúsi og dælum.
Alls kr. 24.324.000 vegna rekstur og kr. 7.000.000 vegna fjárfestinga.

Ofangreint til umræðu sem og breytingar á umhverfis- og tæknisviði og veitu- og hafnasviði.

Jóhann Ólafsson vék af fundi undir þessum lið kl. 10:20.

Börkur Þór og Þorsteinn viku af fundi.


Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka en óskar eftir að fá fyrir fund byggðarráðs kostnaðaráætlun vegna framkvæmda við Ungó.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að klárað verði að formgera allar breytingar á ofangreindum sviðum þannig að þær liggi fyrir eftir sumarleyfi eða í síðasta lagi við gerð fjárhagsáætlunar 2014-2017.

Byggðaráð - 666. fundur - 13.06.2013

Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs kl. 9:00 Ingvar Kristinsson, umsjónarmaður fasteigna.

Á 665. fundi byggðarráðs samþykkti byggðarráð að óska eftir kostnaðaráætlun vegna framkvæmda við Ungó en á fjárhagsáætlun 2013 er gert ráð fyrir kr. 13.500.000 + kr. 3.000.000 viðauka, árið 2014 kr. 13.000.000 og árið 2015 kr. 12.000.000, eða alls kr. 41.500.000.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi:
kostnaðaráætlun frá október 2012 vegna endurbóta á Ungó og millibyggingu þar með talið nýtt þak, einangrun, múrhúðun, málun utanhúss, endurnýjun glugga, endurnýja svalir á millibyggingu; alls kr. 51.115.800 og þar af kr. 11.866.800 vegna Sigtúns.

Kostnaðaráætlanir vegna endurnýjunar á þaki og rafmagni sem eru verkþættir ársins 2013.

Raunteikningar af Ungó og Sigtúni.

Til umræðu ofangreindar kostnaðaráætlanir og framkvæmdir við húsin.

Ingvar vék af fundi kl.09:35.