Íbúagátt, mín orka.

Málsnúmer 201305055

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 3. fundur - 22.05.2013

Dalvíkurbyggð er að fara að opna íbúagátt sem þátt í að auka þjónustu við bæjarbúa. Einn þáttur er að viðskiptavinir Hitaveitu Dalvíkur geti kynnt sér ýmsar upplýsingar úr upplýsingakerfi veitunnar sem ber heitið "Mín orka".
Kynnt var tilboð það sem fram kemur í rafpósti til sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs sem dagsettur er 14.05.2013.Sviðstjóra falið að ræða frekar við Applicon um málið.

Byggðaráð - 665. fundur - 06.06.2013

Á 3. fundi veitu- og hafnaráðs þann 22. maí 2013 var eftifarandi bókað:
Dalvíkurbyggð er að fara að opna íbúagátt sem þátt í að auka þjónustu við bæjarbúa. Einn þáttur er að viðskiptavinir Hitaveitu Dalvíkur geti kynnt sér ýmsar upplýsingar úr upplýsingakerfi veitunnar sem ber heitið "Mín orka".
Kynnt var tilboð það sem fram kemur í rafpósti til sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs sem dagsettur er 14.05.2013.
Sviðstjóra falið að ræða frekar við Applicon um málið.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu upplýsingar um kostnað vegna kaupa og innleiðingar á "Mín Orka" sem og árlegan kostnað. Einnig fylgdu með upplýsingar um núverandi kostnað vegna birtingu á reikningum í heimabanka sem og kostnað við að senda út reikninga á pappír til þeirra viðskiptavina sem þess óska.

Líklegur árlegur viðbótarkostnaður yrði um kr. 111.000 án vsk að því gefnu að engin breyting verði á þeim kostnaði vegna þeirra viðskiptavina sem fá reikninga á pappír í pósti en sá kostnaður er áætlaður kr. 363.000.

Með kaupum og innleiðingu á Mín Orka með birtingu í gegnum Íbúagáttina þá er um aukna þjónustu að ræða þar sem viðskiptavinir geta séð fleiri upplýsingar en reikninga.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að gengið verði til samninga við Applicon um kaup og innleiðingu á "Mín Orka" miðað við ofangreindar forsendur og vísar þessum lið til afgreiðslu í sveitarstjórn.Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að kostnaður vegna þessa verði að rúmast innan ramma fjárhagsáætlunar Hitaveitu Dalvíkur.