Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Leiðbeiningar til sveitastjórna um viðauka við fjárhagsáætlun.

Málsnúmer 201306007

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 665. fundur - 06.06.2013

Tekið fyrir bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 31. maí 2013, er varðar leiðbeiningar til sveitarstjórna um viðauka við fjárhagsáætlun. Tilgangur bréfsins er að árétta hvaða kröfur um breytt verklag felast í ákvæðum sveitarstjórnarlaga og ef þörf er á að víkja frá upphaflegri og bindandi fjárhagsáætlun með gerð viðauka.

Ofangreint til umræðu á fundinum.








Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að óska eftir að stjórnir og ráð Dalvíkurbyggðar taki bréf Sambandsins til umfjöllunar sem og að stjórnendur Dalvíkurbyggðar verði upplýstir.

Umhverfisráð - 247. fundur - 04.02.2014

Til kynningar leiðbeiningar um viðauka við fjárhagsáætlun, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs Guðrún Pálína Jóhannsdóttir kynnir málið.
Umhverfisráð þakkar Guðrúnu Pálínu fyrir góða kynningu og leggur áherslu á að sviðsstjóri leggi fyrir ráðið stöðu starfs og fjárhagsáætlunar þegar stöðmat liggur fyrir.