Reglur um sölu á íbúðum í eigu Dalvíkurbyggðar, endurskoðun.

Málsnúmer 201305047

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 663. fundur - 16.05.2013

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi gildandi reglur Dalvíkurbyggðar um sölu íbúða í eigu Dalvíkurbyggðar sem staðfestar voru í bæjarstjórn þann 24. janúar 2012.

Til umræðu endurskoðun á reglunum.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka reglur um sölu á ibúðum í eigu Dalvíkurbyggðar til endurskoðunar.

Byggðaráð - 665. fundur - 06.06.2013

Á 663. fundi byggðarráðs samþykkti byggðarráð að taka reglur um sölu á íbúðum í eigu Dalvíkurbygðar til endurskoðunar.

Rætt á fundinum.
Með fundarboði byggðarráðs fylgdu reglurnar með hugmynd að breytingu.
Afgreiðslu frestað.

Byggðaráð - 666. fundur - 13.06.2013

Á 665. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
Á 663. fundi byggðarráðs samþykkti byggðarráð að taka reglur um sölu á íbúðum í eigu Dalvíkurbygðar til endurskoðunar.

Rætt á fundinum.
Með fundarboði byggðarráðs fylgdu reglurnar með hugmynd að breytingu. Afgreiðslu var frestað.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi tillaga að breytingum á reglunum.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu um breytingu á ofangreindum reglum og vísar þeim til afgreiðslu í sveitarstjórn.