Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Nýsköpunarverðlaun 2013.

Málsnúmer 201306002

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 665. fundur - 06.06.2013

Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, bréf dagsett þann 30. maí 2013, þar sem fram kemur að nýsköpunarverðlaunin í opinberri þjónustu og stjórnsýslu verða veitt í þriðja skipti 29. janúar 2014 á Grand hóteli í Reykjavík. Sveitarfélög geta því byrjað að velta fyrir sér tilnefningum en í september verða nánari upplýsingar sendar og óskað eftir formlegum tilnefningum. Gert er ráð fyrir að frestur til að leggja þær fram verði til 1. nóvember n.k.








Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu til framkvæmdastjórnar til skoðunar.



Byggðaráð - 680. fundur - 24.10.2013

Á 665. fundi byggðaráðs þann 6. júní s.l. var samþykkt að vísa til framkvæmdastjórnar til skoðunar erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem fram kemur að nýsköpunarverðlaunin í opinberri þjónustu og stjórnsýslu verða veitt í þriðja skiptið 29. janúar 2014.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdu tillögur um að tilnefna 2 verkefni.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum framkomnar tillögur.