Frá sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Ávöxtun og innistæður Dalvíkurbyggðar; viðskiptabanki.

Málsnúmer 201301087

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Dalvíkurbyggðar - 654. fundur - 31.01.2013

Á 636. fundi bæjarráðs þann 25. september 2012 samþykkti bæjarráð að leggja til að Sparisjóður Svarfdæla verði áfram viðskiptabanki Dalvíkurbyggðar þar til annað verður ákveðið. Bæjarstjórn samþykkti þá tillögu á fundi sínum þann 30. október 2012.

Á 587. fundi bæjarráðs voru til umfjöllunar lög um breytingu á lögum nr. 98/1999 um innistæðutryggingar og tryggingarkerfi fyrir fjárfesta, með síðari breytingum. Samkvæmt breytingunni þá minnkar vernd á innistæðum sveitarfélaga við setningu laganna en fram kemur í 4. tl. 15. gr. að innistæður ríkis, sveitarfélaga, stofnana þeirra og fyrirtækja að meiri hluta í eigu opinberra aðila njóta ekki verndar samkvæmt lögunum.
Bæjarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá kynningu á  ávöxtum með kaupum á  ríkisskuldabréfum.

Bæjarráð Dalvíkurbyggðar - 656. fundur - 21.02.2013

Á 654. fundi bæjarráðs þann 31. janúar 2013 samþykkti bæjarráð að fá kynningu á ávöxtum með kaupum á ríkisskuldabréfum.

Í framhaldinu var ákveðið að óska eftir kynningu frá Íslenskum verðbréfum.

Undir þessum lið komu á fund bæjarráðs Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar, og Jón Helgi Pétursson, framkvæmdastjóri Rekstrarfélags verðbréfasjóða ÍV hf.

Björn Snær og Jón Helgi kynntu starfsemi Íslenskra verðbréfa hf. sem og möguleika sveitarfélagsins hvað varðar ávöxtun.

Björn Snær og Jón Helgi viku af fundi.

Byggðaráð - 662. fundur - 10.05.2013

Á 656. fundi bæjarráðs þann 21. febrúar 2013 komu forstöðumaður eignastýringar og framkvæmdastjóri Rekstrarfélags verðbréfasjóða Íslenskra verðbréfa hf. á fundinn og kynntu starfsemi Íslenskra verðbréfa hf. sem og möguleika sveitarfélagsins hvað varðar ávöxtun.

Málið rætt.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fresta þessum lið. Jóhann Ólafsson vék af fundi undir þessum lið kl. 10:14 til annarra starfa.

Byggðaráð - 665. fundur - 06.06.2013

Bókað í trúnaðarmálabók.