Fjárhagsáætlun 2013; yfirlit yfir viðauka.

Málsnúmer 201306009

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 665. fundur - 06.06.2013

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi samantekt sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs yfir þá viðauka við fjárhagsáætlun 2013 sem byggðarráð hefur samþykkti á árinu, með vísan í mál og erindi sem tekin hafa verið fyrir á fundum byggðarráðs. Einnig fylgdi með tillaga að eftirfarandi breytingum:

a) Breytingar á tekjum vegna framlaga frá Jöfnunarsjóði og vegna álagningar fasteignaskatts og álagðra þjónustugjalda.
b) Hækkun á uppfærslu lífeyrisskuldbindinga.
c) Breytingar á fjárhagsáætlun málaflokka 57 og 58; félagslegar íbúðir vegna sölu á 4 íbúðum.










Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda viðauka.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að gerður verði viðauki  við fjárhagsáætlun 2013 í fjárhagsáætlunarlíkani og að tillaga að viðauka verði lögð fyrir næsta fund sveitarstjórnar.

Byggðaráð - 666. fundur - 13.06.2013

Á 665. fundi byggðarráðs voru samþykktir viðaukar við fjárhagsáætlun 2013 og samþykkti byggðarráð að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun 2013 í fjárhagsáætlunarlíkani og að tillaga að viðauka verði lögð fyrir næsta fund sveitarstjórnar.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2013.

Byggðarráð samþykkir með 3 atkvæðum tillögu að ofangreindum viðauka með eftirfarandi breytingum:
  • Ekki verði gerð breyting á uppfærslu lífeyrisskuldbindinga frá gildandi áætlun og að tekin verði ákvörðun um fastar forsendur við útreikninga á uppfærslu lífeyrisskuldbindinga við gerð fjárhagsáætlana.
  • Bætt verði við kr. 3.000.000 samkvæmt ákvörðun byggðarráðs í 3. lið.
  • Bætt verði við kr. 70.000 við fjárfestingar vegna Ungó sbr. það sem fram kom í 2.lið hér að ofan.

Sveitarstjórn - 248. fundur - 18.06.2013

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi með tillaga að viðauka við starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2013.

Niðurstaða fyrir Aðalsjóð er kr. - 4.454.000 en er í gildandi áætlun kr. 4.944.000.
Niðurstaða fyrir A- hluta (Aðalsjóður og Eignasjóður) er kr. 989.000 en er gildandi áætlun kr. 1.826.000
Niðurstaða fyrir A- og B- hluta samantekið er kr. 32.783.000 en er í gildandi áætlun kr. 26.144.000.
Niðurstaða fjárfestinga A- og B- hluta er samtals kr. 168.199.000 en er í gildandi áætlun kr. 145.196.000.
Gert er ráð fyrir lántöku að upphæð kr. 80 m.kr. en er í gildandi áætlun 40 m.kr.

Til máls tók:
Svanfríður Inga Jónasdóttir, sem gerði grein fyrir helstu forsendum og niðurstöðum viðaukans.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun 2013 eins og hún liggur fyrir.