Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Alþingiskosningar 2016 - utankjörfundaratkvæðagreiðsla

Málsnúmer 201609069

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 793. fundur - 29.09.2016

Tekið fyrir bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 13. september 2016, þar sem sveitarstjórnir eru hvattar til að taka óskir Sýslamanna um samstarf hvað varðar utankjörfundaratkvæðagreiðslu til efnislegrar umfjöllunar. Á fundi stjórnar Sambandsins þann 2. september s.l. var eftirfarandi bókað:

"Stjórn sambandsins lýsir ánægju sinni með hve vel tókst til með tilraunaverkefni um utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna forsetakosninga fyrr í sumar hjá þeim 15 sveitarfélögum sem tóku þátt í verkefninu. Ljóst er að með þessu móti var þjónusta við íbúa viðkomandi sveitarfélaga stóraukin og til hagsbóta fyrir þá að geta kosið utankjörfundar nær heimilum sínum en ella. Stjórnin tekur undir tilmæli ráðuneytisins um áframhald verkefnisins og hvetur sveitarfélög til þess að taka þátt í tilraunaverkefninu við alþingiskosningar síðar á þessu ári eftir því sem tök eru á og hver og ein sveitarstjórn ákveður."



Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.