Frá Náttúrusetrinu á Húsabakka; Ósk um endurnýjun á samningi við Náttúrusetur á Húsabakka

Málsnúmer 201609088

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 793. fundur - 29.09.2016

Tekið fyrir erindi frá Náttúrusetrinu á Húsabakka, bréf dagsett þann 19. september 2016, þar sem Hjörleifur Hjartarson óskar eftir því við Dalvíkurbyggð að endurnýja samning frá 20. maí 2014 við Náttúrusetur á Húsabakka, kt. 661109-0330, um umsjón og rekstur Friðlands Svarfdæla.



Til umræðu ofangreint.



Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi sínum með Umhverfisstofnun þann 21. september s.l. um Friðland Svarfdæla og tengd mál.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

Byggðaráð - 802. fundur - 27.10.2016

Á 793. fundi byggðaráðas þann 29. september s.l. var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir erindi frá Náttúrusetrinu á Húsabakka, bréf dagsett þann 19. september 2016, þar sem Hjörleifur Hjartarson óskar eftir því við Dalvíkurbyggð að endurnýja samning frá 20. maí 2014 við Náttúrusetur á Húsabakka, kt. 661109-0330, um umsjón og rekstur Friðlands Svarfdæla. Til umræðu ofangreint. Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi sínum með Umhverfisstofnun þann 21. september s.l. um Friðland Svarfdæla og tengd mál.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum. "

Með erindi dags. 19. september 2016 hefur Hjörleifur Hjartarson f.h. Náttúruseturs ses. óskað eftir endurnýjun á samningi Dalvíkurbyggðar og Náttúruseturs ses. frá 20. maí 2014 um umsjón og rekstur Friðlands Svarfdæla. Samningurinn rann út í maí sl.



Með hliðsjón af umsögn Umhverfisstofnunar vegna samningsins, dags. 3. október 2016, getur byggðaráð ekki framlengt samninginn í óbreyttri mynd. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að boða stofnaðila Náttúruseturs ses. á fund við fyrsta tækifæri til að ræða framtíðar rekstur Náttúruseturs ses.