Frá fjallskildeild Árskógsdeildar; Ósk um áframhaldandi fjárveitingu í fjallgirðingarsjóðinn

Málsnúmer 201609128

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 793. fundur - 29.09.2016

Tekið fyrir erindi frá fjallskildadeild Árskógsdeildar, bréf dagsett þann 25. september 2016, þar sem óskað er eftir áframhaldandi fjárveitingu í fjallgirðingasjóðinn. Óskað er eftir kr. 2.500.000 í endurnýjun á fjallgirðingu á Árskógsströnd, samanber erindi til landbúnaðarráðs dagsett þann 6. mars 2016 frá forsvarsmönnum landeiganda.



Upplýst var á fundinum að ofangreindar kr. 2.500.000 eru þegar inni í fjárhagsramma 2017.
Lagt fram til kynningar.

Landbúnaðarráð - 120. fundur - 17.08.2018

Með innsendu erindi dags. 13. ágúst 2018 óskar fjallgirðingarnefnd/fjallskilanefnd Árskógsdeildar eftir áframhaldandi framlagi sveitarfélagsins til fjallgirðingarsjóðs samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Landbúnaðarráð frestar afgreiðslu og felur sviðsstjóra að legggja fram stöðu verkefnisins fyrir næsta fund ráðsins.

Landbúnaðarráð - 121. fundur - 04.09.2018

Á 120. fundi landbúnaðarráðs þann 17. ágúst var eftirfarandi erindi frestað. Með innsendu erindi dags. 13. ágúst 2018 óskar fjallgirðingarnefnd/fjallskilanefnd Árskógsdeildar eftir áframhaldandi framlagi sveitarfélagsins til fjallgirðingarsjóðs samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Landbúnaðarráð telur þörf á að endurskoða umgjörð, skipulag og eftirfylgni hvað varðar endurnýjun og viðhald fjallgirðingarinnar á Árskógsströnd áður en lengra er haldið.
Ráðið leggur til að kr. 2.000.000 verði settar á fjárhagsáætlun.
Sviðsstjóra er falið að kalla nefndarmenn á fund ráðsins fyrir áramót þar sem undirbúið verður fyrirkomulag næsta árs.
Samþykkt með fimm atkvæðum.