Frá slökkviliðsstjóra; Ósk um kaup á Acute búnaði

Málsnúmer 201609079

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 793. fundur - 29.09.2016

Tekið fyrir erindi frá slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar, bréf dagsett þann 14. september 2016, þar sem óskað er eftir fjármagni að upphæð kr. 404.176 til að kaupa acute búnað. Í acute búnaði yrði súrefnisbúnaður ásamt hjartastuðtæki, einfaldur sáraumbúnaður og hálskragar.Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila ofangreind tækjakaup og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að finna leiðir til fjármögnunar í samræmi við umræður á fundinum.