Frá innanríkisráðuneytinu; Framlög vegna stuðnings við tónlistarnám og jöfnun á aðstöðumun nemenda

Málsnúmer 201609084

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 793. fundur - 29.09.2016

Tekið fyrir erindi frá innanríkisráðuneytinu, rafbréf dagsett þann 15. september 2016, þar sem fram kemur að þann 13. apríl sl. undirrituðu fulltrúar ríkis og sveitarfélaga nýtt samkomulag um stuðning við tónlistarnám og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms. Samkomulagið gildir frá 2016 til 2018. Á grundvelli samkomulagsins veitir ríkissjóður árlega framlag að fjárhæð 520 m.kr. í Jöfnunarsjóð sem annast úthlutanir til sveitarfélaga á grundvelli sérstakra reglna sem innanríkisráðherra hefur sett.

Lagt fram.