Frá Grifflu ehf.; Gjöf til þjóðar

Málsnúmer 201606041

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 780. fundur - 16.06.2016

Tekið fyrir erindi frá Grifflu ehf., rafbréf dagsett þann 13. júní 2016, þar sem fram kemur að í smíðum er notendavæn rafræn útgáfa af öllum Íslendingasögunum. Sögurnar eru 42 talsins og tilgangur útgáfunnar er að auka lestur og bæta aðgengi þjóðarinnar að þessum dýrmæta menningararfi okkar.



Hugmyndin er sú að allir landsmenn geti hlaðið bókunum frítt niður í tölvur, spjaldtölvur eða farsíma (Android, Kindle og Apple tæki). Stefnt er að því að opna á áberandi hátt (blaðamannafundur, auglýsingar ofl.) fyrir streymið í haust.



Leitað er eftir stuðningi frá Dalvíkurbyggð til að koma þessu í framkvæmd: frjálsum framlögum eða upphæð sem miðast við fjölda nemenda. Nafn sveitarfélagsins mun koma skýrt fram sem stuðningsaðili þegar verkefnið verður kynnt opinberlega og einnig verður útbúið sérstakt merki/logo sem sveitarfélagið getur notað á heimasíðu og/eða í öðru kynningar- og markaðsefni sínu. Í viðhenginu má finna stutt kynningarmyndband.







Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi.