Frá innanríkisráðuneytinu; Greiðslur til sveitarfélaga vegna forsetakosninga 2016

Málsnúmer 201606036

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 780. fundur - 16.06.2016

Tekið fyrir rafbréf frá innanríkisráðuneytinu, dagsett þann 7. júní 2016, þar sem fram kemur að með 14. gr. laga nr. 162/2006 var ákveðið að greiða skuli úr ríkissjóði nauðsynlegan kostnað sem sveitarfélög bera af kosningum á vegum ríkisins við störf undirkjörstjórna og hverfiskjörstjórna, ef við á, og fyrir kjörgögn, áhöld, húsnæði til kjörfunda og atkvæðakassa, eins og rakið er í c-lið 123. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000.



Greiðslur fyrir þátt sveitarfélaganna í forsetakosningunum sem fram eiga að fara 25. júní nk. verða eftirfarandi:



1. Fyrir hvern kjósanda á kjörskrá, eins og fjöldi þeirra var í lok kjördags, 580 kr., sbr. 27. gr. laga nr. 24/2000.

2. Fyrir hvern kjörstað sem sveitarstjórn ákvað, 430.000 kr., sbr. 1. mgr. 68. gr. laga nr. 24/2000.



Sveitarfélög geta óskað eftir greiðslu hjá innanríkisráðuneytinu með því að senda reikning, gíróseðil eða greiðslutilmæli, enda verði því sendar framangreindar upplýsingar um kjósendur og kjörstaði í hverju sveitarfélagi, staðfestar af kjörstjórn sveitarfélagsins.



Lagt fram til kynningar.